Fjölgun meiri í sveitarfélögum sem eru í nágrenni Reykjavíkur Sveinn Arnarsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Fasteignaverð er hátt á mörgum svæðum í Reykjavík. Íbúar virðast því fremur kjósa sér aðra búsetu en í borginni. Fréttablaðið/Valli Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er minnst í Reykjavík ef frá er talinn Kjósarhreppur. Nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar stækka nú hraðar en Reykjavík. Tæp 64 prósent íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu. Alls bjuggu 348.580 einstaklingar hér á landi í árslok samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og fjölgaði íbúum um þrjú prósent eða nærri 10 þúsund manns. Fjölgunina í ár má að mestu skýra með innfluttu vinnuafli en erlendum ríkisborgurum fjölgar jafnt og þétt hér á landi í takt við efnahagslegan vöxt og skort á vinnuafli. Af þessum rúmlega 348 þúsund íbúum bjuggu 222.590 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun íbúa á svæðinu síðustu fimm ár nemur tæplega fjórtán þúsundum.Fjölgunin í Reykjavík síðustu fimm ár hefur verið rúmlega fjögur prósent en meðalfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er 6,5 prósent. Mest hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ þar sem fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnarness, sveitarfélags sem er í nokkuð óákjósanlegri stöðu sökum skorts á landrými, fjölgar hlutfallslega meira en í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ástæður þess að Reykjavík vaxi hægar en önnur sveitarfélög felast í skorti á lóðum og útleigu Airbnb-íbúða. „Það hefur ekki verið hægt fyrir Reykvíking að fá lóð til að byggja sitt hús síðustu ár í Reykjavík nema í gegnum fasteignabrask eftirhrunsáranna og þá á þéttingarsvæðum. Einnig hefur útleiga íbúða í ferðaþjónustu aukist mest í Reykjavík. Til að mynda hefur fækkun orðið í miðbænum vegna þessa,“ segir Halldór. Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu búsetu- og atvinnusvæði og nær atvinnusvæðið langt út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig hefur Reykjavík minna vægi nú en áður þegar kemur að byggðaþróun á svæðinu. Reykjavík á til að mynda aðeins tæplega fimm þúsund manns af þeirri fjölgun sem orðið hefur síðustu fimm árin á svæðinu. Fjölgunin í öðrum sveitarfélögum er tæplega níu þúsund manns samanlagt. Ef horft er á svæðið sem eina borg sést þekkt stef í byggðaþróun á þá vegu að fjölgunin verður í jaðri borgarinnar en minni í kjarna hennar. Þetta stef er þekkt í hinum vestræna heimi þar sem borgir hafa vaxið og jaðarinn eða úthverfin fylgt á eftir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, telur framsýni bæjarstjórnar Kópavogs eftir hrun endurspeglast í fjölgun íbúa. „Við töldum eftir hrun að það yrði skortur á íbúðum og áttum lóðir á lager. Því var farið í það að ræða við verktaka. Með mikilli vinnu erum við að uppskera nú og má segja að kreppan hafi verið stöðvuð í Kópavogi,“ segir Ármann. Það vekur sérstaka eftirtekt að fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, 6,65 prósent, er minni en fjölgunin á landsbyggðinni, 7,05 prósent. Þannig vex landsbyggðin hlutfallslega hraðar en höfuðborgarsvæðið. Á lýðveldistímanum er ekki hægt að sjá í gögnum að það hafi gerst áður yfir fimm ára meðaltal. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Seltjarnarnes Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er minnst í Reykjavík ef frá er talinn Kjósarhreppur. Nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar stækka nú hraðar en Reykjavík. Tæp 64 prósent íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu. Alls bjuggu 348.580 einstaklingar hér á landi í árslok samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og fjölgaði íbúum um þrjú prósent eða nærri 10 þúsund manns. Fjölgunina í ár má að mestu skýra með innfluttu vinnuafli en erlendum ríkisborgurum fjölgar jafnt og þétt hér á landi í takt við efnahagslegan vöxt og skort á vinnuafli. Af þessum rúmlega 348 þúsund íbúum bjuggu 222.590 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun íbúa á svæðinu síðustu fimm ár nemur tæplega fjórtán þúsundum.Fjölgunin í Reykjavík síðustu fimm ár hefur verið rúmlega fjögur prósent en meðalfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er 6,5 prósent. Mest hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ þar sem fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnarness, sveitarfélags sem er í nokkuð óákjósanlegri stöðu sökum skorts á landrými, fjölgar hlutfallslega meira en í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ástæður þess að Reykjavík vaxi hægar en önnur sveitarfélög felast í skorti á lóðum og útleigu Airbnb-íbúða. „Það hefur ekki verið hægt fyrir Reykvíking að fá lóð til að byggja sitt hús síðustu ár í Reykjavík nema í gegnum fasteignabrask eftirhrunsáranna og þá á þéttingarsvæðum. Einnig hefur útleiga íbúða í ferðaþjónustu aukist mest í Reykjavík. Til að mynda hefur fækkun orðið í miðbænum vegna þessa,“ segir Halldór. Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu búsetu- og atvinnusvæði og nær atvinnusvæðið langt út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig hefur Reykjavík minna vægi nú en áður þegar kemur að byggðaþróun á svæðinu. Reykjavík á til að mynda aðeins tæplega fimm þúsund manns af þeirri fjölgun sem orðið hefur síðustu fimm árin á svæðinu. Fjölgunin í öðrum sveitarfélögum er tæplega níu þúsund manns samanlagt. Ef horft er á svæðið sem eina borg sést þekkt stef í byggðaþróun á þá vegu að fjölgunin verður í jaðri borgarinnar en minni í kjarna hennar. Þetta stef er þekkt í hinum vestræna heimi þar sem borgir hafa vaxið og jaðarinn eða úthverfin fylgt á eftir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, telur framsýni bæjarstjórnar Kópavogs eftir hrun endurspeglast í fjölgun íbúa. „Við töldum eftir hrun að það yrði skortur á íbúðum og áttum lóðir á lager. Því var farið í það að ræða við verktaka. Með mikilli vinnu erum við að uppskera nú og má segja að kreppan hafi verið stöðvuð í Kópavogi,“ segir Ármann. Það vekur sérstaka eftirtekt að fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, 6,65 prósent, er minni en fjölgunin á landsbyggðinni, 7,05 prósent. Þannig vex landsbyggðin hlutfallslega hraðar en höfuðborgarsvæðið. Á lýðveldistímanum er ekki hægt að sjá í gögnum að það hafi gerst áður yfir fimm ára meðaltal.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Seltjarnarnes Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira