Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2018 20:45 Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er síðsumars. Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og grafískt myndband sýnt af nýju ferjunni í fréttum Stöðvar 2. Vonast er til að viðgerð á gamla Herjólfi í Hafnarfirði ljúki um miðja þessa viku en á meðan sinnir norsk ferja siglingum milli lands og Eyja. En þótt ný ferja sé í smíðum og væntanleg síðsumars vilja Eyjamenn halda þeirri gömlu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Elliði Vignisson segir Vestmannaeyjabæ hafa óskað eftir því að gamla skipið verði áfram í landinu. Það þurfi að hafa varaferju og þá einnig fyrir aðrar ferjur ríkisins. Eyjamenn hafa jafnframt tekið upp þráðinn með nýjum samgönguráðherra um þá viljayfirlýsingu fyrri ráðherra að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Á fundi fulltrúa bæjarins með ráðherra í síðustu viku var ákveðið að stefna að því að halda annan íbúafund með bæjarbúum um málið. Elliði segir að með nýrri ferju vonist menn til að nota megi Landeyjahöfn í 97 prósent tilvika í átta mánuði á ári. Yfir fjóra vetrarmánuði sé gert ráð fyrir að um 30 prósent ferða verði í Þorlákshöfn í meðalári. „Það er strax orðin allt önnur þjónusta heldur en við höfum getað gengið að sem vísu frá því Landeyjahöfn opnaði 2010,“ segir Elliði. Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/Óskar P. FriðrikssonÞá verði aðbúnaður farþega betri en áður var ráðgert, með yfir sjötíu kojum og stólum sem megi halla. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta skip verði verra sjóskip heldur en núverandi Herjólfur. Heldur þvert á móti; að það kunni að fara jafnvel enn betur um farþega. Þannig að þetta eykur okkur svona tiltrúna. En við vitum það að yfir harðasta veturinn þá verða frátafir í siglingum til Landeyjahafnar,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Herjólfur Samgöngur Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50 Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og grafískt myndband sýnt af nýju ferjunni í fréttum Stöðvar 2. Vonast er til að viðgerð á gamla Herjólfi í Hafnarfirði ljúki um miðja þessa viku en á meðan sinnir norsk ferja siglingum milli lands og Eyja. En þótt ný ferja sé í smíðum og væntanleg síðsumars vilja Eyjamenn halda þeirri gömlu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við Herjólf í Hafnarfirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Elliði Vignisson segir Vestmannaeyjabæ hafa óskað eftir því að gamla skipið verði áfram í landinu. Það þurfi að hafa varaferju og þá einnig fyrir aðrar ferjur ríkisins. Eyjamenn hafa jafnframt tekið upp þráðinn með nýjum samgönguráðherra um þá viljayfirlýsingu fyrri ráðherra að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Á fundi fulltrúa bæjarins með ráðherra í síðustu viku var ákveðið að stefna að því að halda annan íbúafund með bæjarbúum um málið. Elliði segir að með nýrri ferju vonist menn til að nota megi Landeyjahöfn í 97 prósent tilvika í átta mánuði á ári. Yfir fjóra vetrarmánuði sé gert ráð fyrir að um 30 prósent ferða verði í Þorlákshöfn í meðalári. „Það er strax orðin allt önnur þjónusta heldur en við höfum getað gengið að sem vísu frá því Landeyjahöfn opnaði 2010,“ segir Elliði. Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/Óskar P. FriðrikssonÞá verði aðbúnaður farþega betri en áður var ráðgert, með yfir sjötíu kojum og stólum sem megi halla. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta skip verði verra sjóskip heldur en núverandi Herjólfur. Heldur þvert á móti; að það kunni að fara jafnvel enn betur um farþega. Þannig að þetta eykur okkur svona tiltrúna. En við vitum það að yfir harðasta veturinn þá verða frátafir í siglingum til Landeyjahafnar,“ segir bæjarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Herjólfur Samgöngur Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50 Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15 Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Bodö mun leysa af Herjólf Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. 20. desember 2017 08:50
Byrjaðir að nota nafnið Vilborg á nýju ferjuna Ný Vestmannaeyjaferja fær nafnið Vilborg, ef smíðanefnd fær að ráða. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill halda Herjólfsnafninu. 29. janúar 2018 20:15
Verður nýr Herjólfur látinn heita Vilborg? Fjörug umræða er hafin meðal Eyjamanna um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju eftir að staðarmiðill sagði frá orðrómi um að ráðamenn gætu hugsað sér annað nafn en Herjólf. 28. janúar 2018 08:45