Disney hefur nú loksins gefið út alvöru stiklu fyrir myndina en aðdáendum var strítt í hálfleik Super Bowl-leiksins í nótt með örlítilli kitlu úr myndinni.
Um fjórir mánuðir eru í að myndin verður frumsýnd og undanfarið hefur verið vakin athygli á því að nánast ekkert kynningarefni hefur verið gefið út, ekkert veggspjald, engar myndir, þangað til nú þar sem stiklan er mætt á svæðið.
Í stiklunni má meðal annars sjá Han Solo, Chewbacca og Lando Calrissian á þeirra yngri árum en horfa má á stikluna hér fyrir neðan.