Ráðherrar friðhelgir eftir ummæli um Landsdóm Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 08:00 Stjórnmálamenn hafa sagt að Landsdómsfyrirkomulagið sé úrelt eftir mál Geirs Haarde. vísir/stefán „Á meðan ekkert annað kemur í staðinn fyrir Landsdómsfyrirkomulagið sem stjórnmálamenn hafa sagt úrelt er í rauninni verið að lýsa því yfir að ráðherrar séu friðhelgir gagnvart ákærum fyrir embættisbrot,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Ábyrgð ráðherra á embættisfærslum sínum hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna skipunar dómara í Landsrétt. Dómur hefur þegar fallið í Hæstarétti um bótaábyrgð ríkisins vegna ólögmætrar embættisfærslu ráðherra og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur embættisfærslur ráðherra til skoðunar. Þær raddir gerast háværari að ráðherra eigi að axla pólitíska ábyrgð og segja af sér en lítið hefur verið rætt um þá lagalegu ábyrgð ráðherra sem kveðið er á um í stjórnarskránni. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. „Ábyrgð ráðherra er tvíþætt; annars vegar þessi lagalega sem yrði þá dæmd af Landsdómi og svo möguleg persónuleg bótaábyrgð ráðherra og hins vegar hin pólitíska ábyrgð sem fram til þessa hefur verið litin þeim augum að ráðherra þurfi að segja af sér ef hann missir traust þingsins,“ segir Björg og lætur þess getið að nú séu menn farnir að skýra hina pólitísku ábyrgð í þessu samhengi með vísan til þess að kjósendur greiði atkvæði á fjögurra ára fresti. „Lagalega ábyrgðin er mögulega fyrir hendi og í þessu tilviki kæmi þá til skoðunar hvort það feli í sér stórfellt gáleysi að láta þetta mál ganga svona þrátt fyrir allar viðvaranir um að þetta væri andstætt lögum,“ segir Björg en nefnir einnig að málið sé vart komið á það stig að ákæra sé til umræðu. „Það þarf mjög mikið til að koma til þess að ráðherra verði ákærður fyrir refsiverð embættisbrot og ofan á bætist að viðhorf manna hér eru þannig að það eigi alls ekki að kalla Landsdóm saman aftur,“ segir Björg og bætir við: „Það þýðir með öðrum orðum að ráðherra er í rauninni friðhelgur og nýtur í raun réttri friðhelgi fyrir ákærum um refsiverð brot því hann verður eingöngu dæmdur fyrir sínar embættisfærslur í Landsdómi en ekki fyrir öðrum dómstólum.“ Hún áréttar að þetta sé staðan á meðan ekkert komi í stað Landsdómsfyrirkomulagsins og notkunarleysi þess sé réttlætt með því að kerfið sé úrelt. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar tekur undir með Björgu. „Það er allavega búið að aftengja Landsdóm og virðist orðinn samhljómur um að sú leið gangi ekki lengur. Það sem eftir situr er þá hin pólitíska ábyrgð, það er, að ráðherra víki, en stjórnskipulega ábyrgðin er bara engin, það er alveg rétt,“ segir Helga Vala. Aðspurð segir hún ekki liggja fyrir hvað gerist þegar athugun nefndarinnar lýkur. „Á fundinum á morgun er ætlunin að taka ákvörðun um næstu skref. Ég hef þegar lýst þeirri tillögu sem ég hyggst leggja fram, að nefndin dragi sig í hlé að svo stöddu til að Umboðsmaður Alþingis fái tækifæri til að athuga hvort tilefni sé til frumkvæðisathugunar,“ segir Helga Vala. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsdómur Landsréttarmálið Tengdar fréttir Pólitíkin skilar auðu um ráðherraábyrgð og Landsdóm Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum. 26. nóvember 2017 21:00 Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd mun skoða stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. 20. desember 2017 18:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
„Á meðan ekkert annað kemur í staðinn fyrir Landsdómsfyrirkomulagið sem stjórnmálamenn hafa sagt úrelt er í rauninni verið að lýsa því yfir að ráðherrar séu friðhelgir gagnvart ákærum fyrir embættisbrot,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Ábyrgð ráðherra á embættisfærslum sínum hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna skipunar dómara í Landsrétt. Dómur hefur þegar fallið í Hæstarétti um bótaábyrgð ríkisins vegna ólögmætrar embættisfærslu ráðherra og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur embættisfærslur ráðherra til skoðunar. Þær raddir gerast háværari að ráðherra eigi að axla pólitíska ábyrgð og segja af sér en lítið hefur verið rætt um þá lagalegu ábyrgð ráðherra sem kveðið er á um í stjórnarskránni. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. „Ábyrgð ráðherra er tvíþætt; annars vegar þessi lagalega sem yrði þá dæmd af Landsdómi og svo möguleg persónuleg bótaábyrgð ráðherra og hins vegar hin pólitíska ábyrgð sem fram til þessa hefur verið litin þeim augum að ráðherra þurfi að segja af sér ef hann missir traust þingsins,“ segir Björg og lætur þess getið að nú séu menn farnir að skýra hina pólitísku ábyrgð í þessu samhengi með vísan til þess að kjósendur greiði atkvæði á fjögurra ára fresti. „Lagalega ábyrgðin er mögulega fyrir hendi og í þessu tilviki kæmi þá til skoðunar hvort það feli í sér stórfellt gáleysi að láta þetta mál ganga svona þrátt fyrir allar viðvaranir um að þetta væri andstætt lögum,“ segir Björg en nefnir einnig að málið sé vart komið á það stig að ákæra sé til umræðu. „Það þarf mjög mikið til að koma til þess að ráðherra verði ákærður fyrir refsiverð embættisbrot og ofan á bætist að viðhorf manna hér eru þannig að það eigi alls ekki að kalla Landsdóm saman aftur,“ segir Björg og bætir við: „Það þýðir með öðrum orðum að ráðherra er í rauninni friðhelgur og nýtur í raun réttri friðhelgi fyrir ákærum um refsiverð brot því hann verður eingöngu dæmdur fyrir sínar embættisfærslur í Landsdómi en ekki fyrir öðrum dómstólum.“ Hún áréttar að þetta sé staðan á meðan ekkert komi í stað Landsdómsfyrirkomulagsins og notkunarleysi þess sé réttlætt með því að kerfið sé úrelt. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar tekur undir með Björgu. „Það er allavega búið að aftengja Landsdóm og virðist orðinn samhljómur um að sú leið gangi ekki lengur. Það sem eftir situr er þá hin pólitíska ábyrgð, það er, að ráðherra víki, en stjórnskipulega ábyrgðin er bara engin, það er alveg rétt,“ segir Helga Vala. Aðspurð segir hún ekki liggja fyrir hvað gerist þegar athugun nefndarinnar lýkur. „Á fundinum á morgun er ætlunin að taka ákvörðun um næstu skref. Ég hef þegar lýst þeirri tillögu sem ég hyggst leggja fram, að nefndin dragi sig í hlé að svo stöddu til að Umboðsmaður Alþingis fái tækifæri til að athuga hvort tilefni sé til frumkvæðisathugunar,“ segir Helga Vala.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsdómur Landsréttarmálið Tengdar fréttir Pólitíkin skilar auðu um ráðherraábyrgð og Landsdóm Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum. 26. nóvember 2017 21:00 Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd mun skoða stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. 20. desember 2017 18:30 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Pólitíkin skilar auðu um ráðherraábyrgð og Landsdóm Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum. 26. nóvember 2017 21:00
Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd mun skoða stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. 20. desember 2017 18:30