Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2018 13:11 Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Vísir/gva Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans harmi sleginn yfir kerfisbundnu getuleysi lögreglu í málinu. Þau séu ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. Þá hefur Barnavernd Reykjavíkur rætt við fimmtán börn sem voru skjólstæðingar mannsins. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Talið er að maðurinn hafi unnið með um tvö hundruð börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Lögreglan hefur nú tekið skýrslu af um fjörutíu manns vegna málsins, þar af sjö brotaþolum. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavernd Reykjavíkur er búið að ræða við fimmtán börn, sem voru skjólstæðingar mannsins. Ekki leikur grunur á að neitt þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hans. Enn á eftir að ræða við um tuttugu börn. Kefisbundið getuleysi Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur manninum í ágúst, segir umbjóðendur sína undrandi á því hvernig staðið hefur verið að úrvinnslu málsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.Vísir/GVA„Það virðist vera að það blasi þannig við þeim að það hafi verið kerfisbundið getuleysi og þær skýringar sem komið hafa á því hvers vegna málið fór eins og það fór innan Barnaverndar og líka innan lögreglu er auðvitað ekki fullnægjandi,“ segir Sævar Þór en eins og fram hefur komið reyndi fjölskylda piltsins ítrekað að reka á eftir rannsókn málsins þar sem þau höfðu upplýsingar um að maðurinn kynni að starfa með börnum.Fái að fylgjast með gangi málsins Sævar Þór segir að það sem aðstandendum piltsins finnst verst er að það tók þennan tíma að fá aðila til að viðurkenna mistök. Hann segir mikilvægt fyrir fórnarlömb mannsins að þau fái sem mestar upplýsingar um gang þess hjá lögreglu. Það hafi ekki verið svo. „Það er búið að klúðra ansi mörgu. Þar af leiðindi tel ég eðlilegt að yfirvöld myndu fylkja sér að baki aðstandendum og fórnarlömbum málsins og gefa þeim þá færi á að fylgjast náið með gangi málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans harmi sleginn yfir kerfisbundnu getuleysi lögreglu í málinu. Þau séu ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. Þá hefur Barnavernd Reykjavíkur rætt við fimmtán börn sem voru skjólstæðingar mannsins. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Talið er að maðurinn hafi unnið með um tvö hundruð börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Lögreglan hefur nú tekið skýrslu af um fjörutíu manns vegna málsins, þar af sjö brotaþolum. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavernd Reykjavíkur er búið að ræða við fimmtán börn, sem voru skjólstæðingar mannsins. Ekki leikur grunur á að neitt þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hans. Enn á eftir að ræða við um tuttugu börn. Kefisbundið getuleysi Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur manninum í ágúst, segir umbjóðendur sína undrandi á því hvernig staðið hefur verið að úrvinnslu málsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.Vísir/GVA„Það virðist vera að það blasi þannig við þeim að það hafi verið kerfisbundið getuleysi og þær skýringar sem komið hafa á því hvers vegna málið fór eins og það fór innan Barnaverndar og líka innan lögreglu er auðvitað ekki fullnægjandi,“ segir Sævar Þór en eins og fram hefur komið reyndi fjölskylda piltsins ítrekað að reka á eftir rannsókn málsins þar sem þau höfðu upplýsingar um að maðurinn kynni að starfa með börnum.Fái að fylgjast með gangi málsins Sævar Þór segir að það sem aðstandendum piltsins finnst verst er að það tók þennan tíma að fá aðila til að viðurkenna mistök. Hann segir mikilvægt fyrir fórnarlömb mannsins að þau fái sem mestar upplýsingar um gang þess hjá lögreglu. Það hafi ekki verið svo. „Það er búið að klúðra ansi mörgu. Þar af leiðindi tel ég eðlilegt að yfirvöld myndu fylkja sér að baki aðstandendum og fórnarlömbum málsins og gefa þeim þá færi á að fylgjast náið með gangi málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42