Mannanafnanefnd Óttar Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Eftir aldalanga einangrun er Ísland orðið miðpunktur heimsins. Hingað streyma ferðamenn í tugþúsundatali og landsmenn gera garðinn frægan um allan heim. Íslendingar voru nærri því að leggja undir sig fjármálakerfi heimsins á árunum fyrir hrun. Nú hasla þeir sér völl í fótbolta, flugsamgöngum og kvikmyndagerð. Allir velmeinandi menn vita að tvennt stendur þjóðinni fyrir þrifum í nýrri útrás. Annars vegar íslenskan með sínum flóknu beygingum og hins vegar íslenska mannanafnakerfið. Það gefur augaleið að enginn verður heimsfrægur sem heitir nafni og eftirnafni sem eru sérlega hörð undir tönn. Björt framtíð hafði það lengi sem sitt eina baráttumál að leggja niður mannanafnanefnd. Nú er sá flokkur horfinn á öskuhauga sögunnar. Það er fagnaðarefni að Viðreisn skuli hafa tekið þetta mál upp á sína arma og leggi til að mannanafnalöggjöfin verði afnumin og foreldar geti skírt börn sín hvaða nafni sem er og tekið upp ættarnöfn. Nú þarf enginn í leit að frægð og frama að burðast með rammíslenskt nafn afa síns og ömmu heldur getur kallað sig Satan Angel Lannister eða hvað sem er. Það er engin tilviljun að helstu hatursmenn mannanafnanefndar á þingi skuli heita Þorgerður og Þorsteinn sem eru vonlaus nöfn í alþjóðlegu samhengi. Nú geta þau t.d. tekið upp nöfn eins og Daisy og Dodi og vegurinn til stjarnanna er greiður. Næsta skref hlýtur að vera að afnema öll lagaákvæði um íslenska tungu svo að hver og einn geti búið til og talað það tungumál sem honum er tamast hverju sinni. Réttritunarreglur eru bara forræðishyggja sem eru til trafala. Nú loksins náum við þeim tindum í alþjóðasamhengi sem okkur ber. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun
Eftir aldalanga einangrun er Ísland orðið miðpunktur heimsins. Hingað streyma ferðamenn í tugþúsundatali og landsmenn gera garðinn frægan um allan heim. Íslendingar voru nærri því að leggja undir sig fjármálakerfi heimsins á árunum fyrir hrun. Nú hasla þeir sér völl í fótbolta, flugsamgöngum og kvikmyndagerð. Allir velmeinandi menn vita að tvennt stendur þjóðinni fyrir þrifum í nýrri útrás. Annars vegar íslenskan með sínum flóknu beygingum og hins vegar íslenska mannanafnakerfið. Það gefur augaleið að enginn verður heimsfrægur sem heitir nafni og eftirnafni sem eru sérlega hörð undir tönn. Björt framtíð hafði það lengi sem sitt eina baráttumál að leggja niður mannanafnanefnd. Nú er sá flokkur horfinn á öskuhauga sögunnar. Það er fagnaðarefni að Viðreisn skuli hafa tekið þetta mál upp á sína arma og leggi til að mannanafnalöggjöfin verði afnumin og foreldar geti skírt börn sín hvaða nafni sem er og tekið upp ættarnöfn. Nú þarf enginn í leit að frægð og frama að burðast með rammíslenskt nafn afa síns og ömmu heldur getur kallað sig Satan Angel Lannister eða hvað sem er. Það er engin tilviljun að helstu hatursmenn mannanafnanefndar á þingi skuli heita Þorgerður og Þorsteinn sem eru vonlaus nöfn í alþjóðlegu samhengi. Nú geta þau t.d. tekið upp nöfn eins og Daisy og Dodi og vegurinn til stjarnanna er greiður. Næsta skref hlýtur að vera að afnema öll lagaákvæði um íslenska tungu svo að hver og einn geti búið til og talað það tungumál sem honum er tamast hverju sinni. Réttritunarreglur eru bara forræðishyggja sem eru til trafala. Nú loksins náum við þeim tindum í alþjóðasamhengi sem okkur ber. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.