Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. febrúar 2018 19:15 Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi. Viðræður hafa átt sér milli fyrirtækisins og Landsnets um orkuöflunina en annar eigandi fyrirtækisins segir verkefnið skammt á veg komið. Eigendur Storm Orku þeir Magnús og Sigurður Jóhannessynir mættu til fundarins í gær og kynntu fyrirhuguð áform fyrirtækisins. En þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum með það í huga að virkja vindorkuna á svæðinu. Það var mikill áhugi hjá Dalamönnum um fyrirhugað vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og var húsfyllir á íbúafundinum. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vindorku og um vindorkuver. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar sagði á fundinum í gær að sveitarstjórnin hefði fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Suðurlandi og Snæfellsbæ varðandi vindorkuvæðingu. Snæfellsbær hefur haft til skoðunar fjögur svæði undir vindorku á Snæfellsnesi. Í október á síðasta ári bókaði sveitarstjórn að vindmyllugarður í landi Elliða í Staðarsveit verði tekinn út úr tillögu að aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Það vindorkuver var töluvert smærra í sniðum en það sem fyrirhugað er á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Í greinargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar segir„Ljóst er að vindmyllugarður af þessari stærðargráðu, allt að þrettán myllur, fimmtíu metra háar myndu hafa mjög mikil umhverfisáhrif á svæðinu og gjörbreyta ásýnd austasta hluta Snæfellsbæjar auk þess yrði hljóðmengun töluverð fyrir bæði fólk og skepnur. Það er því skoðun bæjarstjórnar að af umhverfis- og veðurfarslegum sjónarmiðum skuli ekki gert ráð fyrir vindmyllum á þessu svæði." Jafnframt var samþykkt að taka út tillögu um vindmyllugarð milli Hellissands og Rifs. Annar eigandi Storm Orku segir verkefni í Dalabyggð skammt á veg komið.Hvað kostar svona verkefni?„Veistu, ég veit það ekki. Það er svo rosalega dýrt. Það er mjög dýrt. Ég er bara umhverfismaðurinn, ég er ekki fjármálamaðurinn,“ segir Sigurður Jóhannesson, annars eigandi Storm Orku.Er búið að fjármagna verkefnið?„Nei, við erum að fjármagna þetta sjálfir. Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Sigurður.Nú hafið þið hugmyndir um að tengja þetta burðarneti Landsnets, hafið þið rætt við þá?„Já, við höfum átt fundi með Landsneti og þeir eru bara jákvæðir. Við erum búnir að sækja um hjá þeim og svo framvegis og þetta er bara í ferli en eins og ég segir þetta er svo stutt komið,“ segir Sigurður. Skipulag Snæfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi. Viðræður hafa átt sér milli fyrirtækisins og Landsnets um orkuöflunina en annar eigandi fyrirtækisins segir verkefnið skammt á veg komið. Eigendur Storm Orku þeir Magnús og Sigurður Jóhannessynir mættu til fundarins í gær og kynntu fyrirhuguð áform fyrirtækisins. En þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum með það í huga að virkja vindorkuna á svæðinu. Það var mikill áhugi hjá Dalamönnum um fyrirhugað vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og var húsfyllir á íbúafundinum. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vindorku og um vindorkuver. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar sagði á fundinum í gær að sveitarstjórnin hefði fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Suðurlandi og Snæfellsbæ varðandi vindorkuvæðingu. Snæfellsbær hefur haft til skoðunar fjögur svæði undir vindorku á Snæfellsnesi. Í október á síðasta ári bókaði sveitarstjórn að vindmyllugarður í landi Elliða í Staðarsveit verði tekinn út úr tillögu að aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Það vindorkuver var töluvert smærra í sniðum en það sem fyrirhugað er á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Í greinargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar segir„Ljóst er að vindmyllugarður af þessari stærðargráðu, allt að þrettán myllur, fimmtíu metra háar myndu hafa mjög mikil umhverfisáhrif á svæðinu og gjörbreyta ásýnd austasta hluta Snæfellsbæjar auk þess yrði hljóðmengun töluverð fyrir bæði fólk og skepnur. Það er því skoðun bæjarstjórnar að af umhverfis- og veðurfarslegum sjónarmiðum skuli ekki gert ráð fyrir vindmyllum á þessu svæði." Jafnframt var samþykkt að taka út tillögu um vindmyllugarð milli Hellissands og Rifs. Annar eigandi Storm Orku segir verkefni í Dalabyggð skammt á veg komið.Hvað kostar svona verkefni?„Veistu, ég veit það ekki. Það er svo rosalega dýrt. Það er mjög dýrt. Ég er bara umhverfismaðurinn, ég er ekki fjármálamaðurinn,“ segir Sigurður Jóhannesson, annars eigandi Storm Orku.Er búið að fjármagna verkefnið?„Nei, við erum að fjármagna þetta sjálfir. Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Sigurður.Nú hafið þið hugmyndir um að tengja þetta burðarneti Landsnets, hafið þið rætt við þá?„Já, við höfum átt fundi með Landsneti og þeir eru bara jákvæðir. Við erum búnir að sækja um hjá þeim og svo framvegis og þetta er bara í ferli en eins og ég segir þetta er svo stutt komið,“ segir Sigurður.
Skipulag Snæfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45