Rafmagnsjeppinn Jaguar I-Pace í sænskum frosthörkum Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 10:21 Jaguar I-Pace er fríður sýnum. Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace kemur á markað í sumar, en hann var tekinn til kostanna í vikunni í 40°c frosti á snævi og ísalögðu reynsluaksturssvæði fyrirtækisins í norður-Svíþjóð. Þar fékk einn áhugasamra um kaup á nýja bílnum, Svíinn Tony Westerlund, tækifæri til að prófa bílinn til að sannreyna framúrskarandi aksturseiginleikana, stöðugleikann og afl rafmótorsins sem skilar I-Pace úr kyrrstöðu í 100 km/klst á aðeins um 4 sekúndum á þurru undirlagi. Tony Westlund býr norðarlega í Svíþjóð þar sem snjóar mikið á veturna og algengt er að frostið sé um 40°c. Hann hafði því ýmsar spurningar fram að færa varðandi stögugleika I-Pace í snjó og hálku og þáði með þökkum boð um að koma og hitta prófunarteymi Jaguar til að aka bílnum við réttar aðstæður á akstursvæðinu við Arjeplog. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan varð Westlund ekki fyrir vonbrigðum með bílinn. I-Pace er fjórhjóladrifinn fimm sæta sportjeppi með tvo rafmótora sem frumsýndur verður í endanlegri útgáfu á bílasýningunni í Genf þann 6. mars. Sérfræðingar Jaguar hafa á undanförnum misserum unnið að margvíslegum og erfiðum prófunum á bílnum við fjölbreyttar aðstæður, bæði í miklum hita í Kaliforníu og núna í sænskum vetrarhörkum til að sannreyna þol og hæfni bílsins, en alls er búið að aka I-Pace tilraunabílum yfir 2,5 milljónir kílómetra víða um heim þar sem aðstæður eru ólíkar. Nú hefur m.a. verið endanlega staðfest að 90kW rafhlöðuna er unnt að hlaða frá 0-80% á innan við 45 mínútum með DC 100kW hleðslutæki samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Jaguar. Drægi hennar er um 500 km og er bíllinn því einstaklega hagkvæmur til daglegra nota hvort sem er í bæjum, borgum eða dreifbýlum sveitum þar sem aðgangur er að hleðslu. Gert er ráð fyrir að fyrstu bílarnir komi til BL síðsumars og þá í nýjan og glæsilegan sýningarsal Jaguar Land Rover við Hestháls í Reykjavík sem opnar innan tíðar. Þess má geta að á aksturssvæði Jaguar Land Rover í norður-Svíþjóð er hægt að bóka sig á 3-4 daga námskeið hjá Jaguar Ice Academy þar sem viðskiptavinir fá leiðsögn í ís- og snjóakstri með vönum kennurum á bílum frá Jaguar og Land Rover. Sjá má frá prófunum á þessum nýja I-Pace rafmagnsjeppa í N-Svíþjóð í myndskeiði hér að neðan. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent
Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace kemur á markað í sumar, en hann var tekinn til kostanna í vikunni í 40°c frosti á snævi og ísalögðu reynsluaksturssvæði fyrirtækisins í norður-Svíþjóð. Þar fékk einn áhugasamra um kaup á nýja bílnum, Svíinn Tony Westerlund, tækifæri til að prófa bílinn til að sannreyna framúrskarandi aksturseiginleikana, stöðugleikann og afl rafmótorsins sem skilar I-Pace úr kyrrstöðu í 100 km/klst á aðeins um 4 sekúndum á þurru undirlagi. Tony Westlund býr norðarlega í Svíþjóð þar sem snjóar mikið á veturna og algengt er að frostið sé um 40°c. Hann hafði því ýmsar spurningar fram að færa varðandi stögugleika I-Pace í snjó og hálku og þáði með þökkum boð um að koma og hitta prófunarteymi Jaguar til að aka bílnum við réttar aðstæður á akstursvæðinu við Arjeplog. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan varð Westlund ekki fyrir vonbrigðum með bílinn. I-Pace er fjórhjóladrifinn fimm sæta sportjeppi með tvo rafmótora sem frumsýndur verður í endanlegri útgáfu á bílasýningunni í Genf þann 6. mars. Sérfræðingar Jaguar hafa á undanförnum misserum unnið að margvíslegum og erfiðum prófunum á bílnum við fjölbreyttar aðstæður, bæði í miklum hita í Kaliforníu og núna í sænskum vetrarhörkum til að sannreyna þol og hæfni bílsins, en alls er búið að aka I-Pace tilraunabílum yfir 2,5 milljónir kílómetra víða um heim þar sem aðstæður eru ólíkar. Nú hefur m.a. verið endanlega staðfest að 90kW rafhlöðuna er unnt að hlaða frá 0-80% á innan við 45 mínútum með DC 100kW hleðslutæki samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Jaguar. Drægi hennar er um 500 km og er bíllinn því einstaklega hagkvæmur til daglegra nota hvort sem er í bæjum, borgum eða dreifbýlum sveitum þar sem aðgangur er að hleðslu. Gert er ráð fyrir að fyrstu bílarnir komi til BL síðsumars og þá í nýjan og glæsilegan sýningarsal Jaguar Land Rover við Hestháls í Reykjavík sem opnar innan tíðar. Þess má geta að á aksturssvæði Jaguar Land Rover í norður-Svíþjóð er hægt að bóka sig á 3-4 daga námskeið hjá Jaguar Ice Academy þar sem viðskiptavinir fá leiðsögn í ís- og snjóakstri með vönum kennurum á bílum frá Jaguar og Land Rover. Sjá má frá prófunum á þessum nýja I-Pace rafmagnsjeppa í N-Svíþjóð í myndskeiði hér að neðan.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent