Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2018 20:45 Grjótið kom upp af hafsbotni norðan Grímseyjar og er úr nýlegu hrauni. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar fyrir tólf árum, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur segir þó ekkert benda til að hrinan núna tengist eldsumbrotum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þegar fréttir berast af jarðskjálftahrinu við Grímsey rifjast upp viðtal sem við tókum við Bryndísi Brandsdóttur fyrir fjórum árum um viðamiklar rannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem fram fóru á árunum 2001 til 2005. Þrívíddarmyndir með fjölgeislamælingum leiddu í ljós nokkur neðansjávareldfjöll, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Bryndís sýndi okkur þá hraunmola sem náðist upp af hafsbotni árið 2005. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur í Öskju, húsi Háskóla Íslands, í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Við hittum Bryndísi aftur í dag og hún varðveitir enn hraunmolann, sem er úr nýlegu gosi á hafsbotni. Ekki hefur þó tekist að tímasetja það eldgos nákvæmlega en steinninn gæti hafa verið nokkurra ára eða fárra áratuga gamall. Hann kom upp af Stóragrunni norðan Grímseyjar, þar sem stærsta neðansjávareldfjallið er á svæðinu. Skjálftahrinan núna er mun nær Grímsey, í eldstöð sem kallast Nafir. Þar sjást hins vegar núna hvorki merki um eldgos né kvikuhreyfingar, að sögn Bryndísar. Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni en þaðan kom hraunmolinn.Svo virðist sem neðansjávargos séu algeng úti fyrir Norðurlandi. Þannig segir Bryndís að nýleg hraun hafi fundist víðar en á Stóragrunni, og nefnir svokallaðan Hól og fleiri staði á hafsbotninum. En Grímseyingar virðast þó geta verið rólegir gagnvart eldsumbrotum sem stendur, það virðist ekkert leynigos í gangi, að því er fram kemur í viðtali við Bryndísi, sem sjá má hér: Grímsey Tengdar fréttir Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar fyrir tólf árum, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur segir þó ekkert benda til að hrinan núna tengist eldsumbrotum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þegar fréttir berast af jarðskjálftahrinu við Grímsey rifjast upp viðtal sem við tókum við Bryndísi Brandsdóttur fyrir fjórum árum um viðamiklar rannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem fram fóru á árunum 2001 til 2005. Þrívíddarmyndir með fjölgeislamælingum leiddu í ljós nokkur neðansjávareldfjöll, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Bryndís sýndi okkur þá hraunmola sem náðist upp af hafsbotni árið 2005. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur í Öskju, húsi Háskóla Íslands, í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Við hittum Bryndísi aftur í dag og hún varðveitir enn hraunmolann, sem er úr nýlegu gosi á hafsbotni. Ekki hefur þó tekist að tímasetja það eldgos nákvæmlega en steinninn gæti hafa verið nokkurra ára eða fárra áratuga gamall. Hann kom upp af Stóragrunni norðan Grímseyjar, þar sem stærsta neðansjávareldfjallið er á svæðinu. Skjálftahrinan núna er mun nær Grímsey, í eldstöð sem kallast Nafir. Þar sjást hins vegar núna hvorki merki um eldgos né kvikuhreyfingar, að sögn Bryndísar. Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni en þaðan kom hraunmolinn.Svo virðist sem neðansjávargos séu algeng úti fyrir Norðurlandi. Þannig segir Bryndís að nýleg hraun hafi fundist víðar en á Stóragrunni, og nefnir svokallaðan Hól og fleiri staði á hafsbotninum. En Grímseyingar virðast þó geta verið rólegir gagnvart eldsumbrotum sem stendur, það virðist ekkert leynigos í gangi, að því er fram kemur í viðtali við Bryndísi, sem sjá má hér:
Grímsey Tengdar fréttir Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01
Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00