Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að stuðla að félagslegum stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2018 13:04 Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Vísir/ernir Forsætisráðherra segir eðlilegt að verkalýðshreyfingin krefjist félagslegs stöðugleika á sama tíma og stefnt sé að stöðugleika í efnahagsmálum. Verkalýðshreyfingin þrýstir á aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mun kynna stjórnvöldum kröfur sínar í næstu viku. Alþýðusambandið, sambönd innan þess og einstök verkalýðsfélög hafa fram að mánaðamótum til að gera upp við sig hvort þau segi upp kjarasamningum eða fallist á samkomulag við Samtök atvinnulífsins innan endurskoðunarnefndar ASÍ og SA. Takist það munu samningar gilda út þetta ár. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun forysta Alþýðusambandsins kynna kröfur sínar gagnvart stjórnvöldum í næstu viku. En verkalýðshreyfingin krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða samhliða kjarasamningum til að tryggja félagslegan stöðugleika. Þær kröfur lúta að skattamálum og ýmsum bótum eins og húsnæðis- og barnabótum. Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Þess í stað verði laun kjörinna fulltrúa og dómara endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa opinberra starfsmanna og niðurstöður nefndar þar að lútandi síðan bornar undir Alþingi. Tillögur nefndarinnar voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gær að hún vonaði að frumvarp um málið og breytingar gætu litið dagsins ljós á þessu ári.Nú er Alþingi þekkt fyrir þrasgirni. Ef þessi mál eiga að koma einu sinni á ári þangað inn heldur þú að þar náist sátt um málin?„Ég er í stjórnmálum því ég er mjög bjartsýn manneskja. Þannig að ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á þetta líka. Ég held að það sé mikill vilji til þess að breyta fyrirkomulaginu á Alþingi,“ segir Katrín. Einnig þurfi að ná samstöðu um almenna launatölfræði í landinu þannig að samstaða sé um mælingar á þróun launa og vinna sé hafin við það. Allt frá því ríkisstjórnin tók við hefur hún átt í viðræðum við forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtök atvinnulífsins þar sem meðal annars hefur verið horft til þess að samningum á almenna markaðnum kunni að verða sagt upp eftir hálfan mánuð.Mun ríkisstjórnin koma með eitthvað inn í þær viðræður á næstu dögum eða þessum hálfa mánuði sem er til mánaðamóta?„Við höfum verið að eiga mjög góð samtöl við aðila vinnumarkaðarins að undanförnu um framtíðarsýn í málefnum vinnumarkaðarins. Líka um ýmsar félagslegar aðgerðir sem verkalýðshreyfingin hefur sett á oddinn um aðgerðir til að miða hér að efnahagslegum stöðugleika. Þannig að við viljum að sjálfsögðu halda því samtali áfram og vinna með aðilum vinnumarkaðarins að tryggja hér ekki aðeins efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Nýlega hafi verið gerðir samningar við tólf félög innan Bandalags háskólamanna og aðilar á almenna vinnumarkaðnum sitji nú við samningaborðið. „En við erum auðvitað meðvituð um að það er krafa uppi um félagslegar aðgerðir að hálfu stjórnvalda á næstu misserum og árum. Við erum að sjálfsögðu að fara yfir það í okkar ranni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Forsætisráðherra segir eðlilegt að verkalýðshreyfingin krefjist félagslegs stöðugleika á sama tíma og stefnt sé að stöðugleika í efnahagsmálum. Verkalýðshreyfingin þrýstir á aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mun kynna stjórnvöldum kröfur sínar í næstu viku. Alþýðusambandið, sambönd innan þess og einstök verkalýðsfélög hafa fram að mánaðamótum til að gera upp við sig hvort þau segi upp kjarasamningum eða fallist á samkomulag við Samtök atvinnulífsins innan endurskoðunarnefndar ASÍ og SA. Takist það munu samningar gilda út þetta ár. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun forysta Alþýðusambandsins kynna kröfur sínar gagnvart stjórnvöldum í næstu viku. En verkalýðshreyfingin krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða samhliða kjarasamningum til að tryggja félagslegan stöðugleika. Þær kröfur lúta að skattamálum og ýmsum bótum eins og húsnæðis- og barnabótum. Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Þess í stað verði laun kjörinna fulltrúa og dómara endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa opinberra starfsmanna og niðurstöður nefndar þar að lútandi síðan bornar undir Alþingi. Tillögur nefndarinnar voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gær að hún vonaði að frumvarp um málið og breytingar gætu litið dagsins ljós á þessu ári.Nú er Alþingi þekkt fyrir þrasgirni. Ef þessi mál eiga að koma einu sinni á ári þangað inn heldur þú að þar náist sátt um málin?„Ég er í stjórnmálum því ég er mjög bjartsýn manneskja. Þannig að ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á þetta líka. Ég held að það sé mikill vilji til þess að breyta fyrirkomulaginu á Alþingi,“ segir Katrín. Einnig þurfi að ná samstöðu um almenna launatölfræði í landinu þannig að samstaða sé um mælingar á þróun launa og vinna sé hafin við það. Allt frá því ríkisstjórnin tók við hefur hún átt í viðræðum við forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtök atvinnulífsins þar sem meðal annars hefur verið horft til þess að samningum á almenna markaðnum kunni að verða sagt upp eftir hálfan mánuð.Mun ríkisstjórnin koma með eitthvað inn í þær viðræður á næstu dögum eða þessum hálfa mánuði sem er til mánaðamóta?„Við höfum verið að eiga mjög góð samtöl við aðila vinnumarkaðarins að undanförnu um framtíðarsýn í málefnum vinnumarkaðarins. Líka um ýmsar félagslegar aðgerðir sem verkalýðshreyfingin hefur sett á oddinn um aðgerðir til að miða hér að efnahagslegum stöðugleika. Þannig að við viljum að sjálfsögðu halda því samtali áfram og vinna með aðilum vinnumarkaðarins að tryggja hér ekki aðeins efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Nýlega hafi verið gerðir samningar við tólf félög innan Bandalags háskólamanna og aðilar á almenna vinnumarkaðnum sitji nú við samningaborðið. „En við erum auðvitað meðvituð um að það er krafa uppi um félagslegar aðgerðir að hálfu stjórnvalda á næstu misserum og árum. Við erum að sjálfsögðu að fara yfir það í okkar ranni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00
Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00