Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. febrúar 2018 12:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með sölunni hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir það kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með þessu hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, virkjaði í gær kauprétt á hlutnum.Vogunarsjóðirnir hafa tekið völdin Sigmundur Davíð segir þetta mikil vonbrigði en hann hefur ítrekað varað við því að ríkið selji frá sér hlut sinn í bankanum en hann hefur sagt Arion banka lykilinn í því að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir kaupverðið ekki nóg til að réttlæta sölu ríkisins á eignarhlutnum. „Fjármálaráðherra telur þetta ágætis ávöxtun og er þá að miða við það sem gert var 2009. Mér finnst það undarleg nálgun. Í fyrsta lagi er þetta um 80 prósent af bókfærðu virði eigna bankans þannig aðþetta nær ekki einu sinni bókfærðu virði eigna, en látum það liggja á milli hluta. Verðið er ekki aðalatriðið í þessu finnst mér, heldur sú staðreynd að stjórnvöld eru þarna búin að missa tök á atburðarásinni. Að því er virðist endanlega missa tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið, til þess að klára það sem lagt var upp með 2013 og hafði skilað ótrúlegum árangri. Vogunarsjóðirnar hafa aftur tekið völdin og má má segja að kaldhæðni málsins sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu að hjálpa Vinstri grænum að klára samningana frá 2009, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir það kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með þessu hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, virkjaði í gær kauprétt á hlutnum.Vogunarsjóðirnir hafa tekið völdin Sigmundur Davíð segir þetta mikil vonbrigði en hann hefur ítrekað varað við því að ríkið selji frá sér hlut sinn í bankanum en hann hefur sagt Arion banka lykilinn í því að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir kaupverðið ekki nóg til að réttlæta sölu ríkisins á eignarhlutnum. „Fjármálaráðherra telur þetta ágætis ávöxtun og er þá að miða við það sem gert var 2009. Mér finnst það undarleg nálgun. Í fyrsta lagi er þetta um 80 prósent af bókfærðu virði eigna bankans þannig aðþetta nær ekki einu sinni bókfærðu virði eigna, en látum það liggja á milli hluta. Verðið er ekki aðalatriðið í þessu finnst mér, heldur sú staðreynd að stjórnvöld eru þarna búin að missa tök á atburðarásinni. Að því er virðist endanlega missa tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið, til þess að klára það sem lagt var upp með 2013 og hafði skilað ótrúlegum árangri. Vogunarsjóðirnar hafa aftur tekið völdin og má má segja að kaldhæðni málsins sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu að hjálpa Vinstri grænum að klára samningana frá 2009, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29