Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 11:45 Áslaug Valsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. vísir/gva Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar að sögn Áslaugar Valsdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður fóru í verkfall árið 2015 til að knýja á um betri kjör en fengu á sig gerðardóm líkt og tæplega 20 önnur aðildarfélög BHM í ágúst 2015. Sá úrskurður rann út 31. ágúst í fyrra og segir Áslaug töluvert hafa verið fundað með öðrum félögum BHM. Ljósmæðrafélagið hafi fengið sameiginlegt tilboð frá ríkinu ásamt öðrum félögum, en Áslaug segir að það tilboð hafi engan veginn komið til móts við það sem ljósmæður vilja sjá í næstu kjarasamningum. „Til dæmis má benda á það að við erum með mestu menntunarkröfurnar hér innan BHM, það er 360 ECTS-einingar sem eru sex ár. Það er engin önnur starfsstétt innan BHM sem er með jafnmiklar menntunarkröfur til starfsréttinda nema þá prófessorar, og auðvitað eru einhverjir innan BHM með sambærilega menntun, en bara til að fá starfsréttindin þá þurfa ljósmæður 360 ECTS-einingar,“ segir Áslaug í samtali við Vísi.Reikningsdæmi sem gengur ekki upp Facebook-færsla sem ljósmóðirin Heiða Björk Jóhannsdóttir setti á síðu sína í vikunni hefur fengið mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum. Í færslunni vekur Heiða Björk athygli á því að þegar hún hóf störf sem ljósmóðir lækkaði hún í launum frá því sem hún hafði í laun sem hjúkrunarfræðingur en þessar starfsstéttir eru ekki í sömu launatöflu. Þannig bendir hún á að þegar hún hafi verið ljósmæðranemi og verið búin með eitt ár í því framhaldsnámi hafi hún fengið hærri laun en hún fékk síðan þegar hún hóf störf sem ljósmóðir. Áslaug segir þetta vera reikningsdæmi sem gengur ekki upp. „Þú ert komin með tvenn starfsréttindi, bæði sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, og þú kemur með ýmsa færni með þér í ljósmóðurstarfið úr hjúkruninni. Það sér hver maður að þetta er gjörsamlega galið,“ segir Áslaug. Hún segir ástandið hafa verið eins þegar að hún kláraði ljósmæðranámið fyrir um 18 árum. „Þá var ég búin að vera hjúkrunarfræðingur í einhver 16 eða 17 ár og ég lækkaði náttúrulega alveg hroðalega í launum. Ég hefði aldrei farið í ljósmóðurnámið ef ég hefði gert mér grein fyrir því á þeim tíma hvað þetta var mikil tekjuskerðing.“ Vilja fá launaleiðréttingu Annað sem Áslaug bendir á er að tekjuþróun ljósmæðra hafi ekki verið í takt við aðra. „Það er alltaf verið að tala um þennan víðfræga SALEK-ramma sem er 32 prósenta launahækkun. Launaþróun ljósmæðra er ekki nema 17 prósent á sama tíma. Svo sér það hver maður að það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir,“ segir Áslaug. Salek-samkomulagið kveður á um samræmda launastefnu til ársloka 2018. Í samkomulaginu kemur fram að laun megi ekki hækka um meira en sem nemur 32 prósentum frá nóvember 2013 til ársloka 2018. En hverjar eru helstu kröfur ljósmæðra í kjaraviðræðum við ríkið nú? „Það er að fá þessa launaleiðréttingu. Við höfum setið svo eftir og það hafa allir siglt fram úr okkur mjög mikið. Við viljum bara fá leiðréttingu til jafns við aðra. Síðan er auðvitað ekkert eðlilegt við það að við röðumst lægra en hjúkrunarfræðingar eftir viðbótarnám,“ segir Áslaug. Hún bendir einnig á að það fari að koma að endurnýjun í stéttinni. Um 500 félagsmenn eru í Ljósmæðrafélaginu en um 280 og 300 eru starfandi ljósmæður. Spurð út í nýliðun segir Áslaug að um 10 ljósmæður útskrifist á ári en þegar hún taldi seinast voru aðeins 13 ljósmæður yngri en 35 ára og meira en helmingur af félagsmönnum er eldri en 55 ára. Það sé því ljóst að vandi blasi við eftir 10 ár verði ekkert að gert. Ljósmæður fóru í verkfall árið 2105. Formaður þeirra vonar að ekki komi til verkfalls nú.vísir/vilhelmVonar að ekki komi til verkfalls „Og hver heldur þú að horfi á það og hugsi „Mig langar rosalega að verða ljósmóðir. Það tekur mig sex ár, ókei, ég verð fyrst hjúkrunarfræðingur, vinn kannski í eitt ár, svo bæti ég við mig tveimur árum í háskólanámi og þá fæ ég lægri laun.“ Hver heldurðu að velji þetta? Þetta er reikningsdæmi sem gengur ekki upp.“ Áslaug segir að hún sé ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir komandi kjaraviðræður hjá ríkissáttasemjara. „Ég er bara svona í meðalhófi bjartsýn. Þeir hafa þennan kostnaðarramma upp á 2,1 prósent núna og svo 2 prósent síðar sem þeir eru að bjóða og það dugar okkur ekki til þess að komast á þann stað sem önnur félög hafa fengið. Þannig að þegar þetta má ekki kosta neitt þá veit ég ekki hvernig þetta fer en þetta er samt sanngirnismál. Ég held að það sjái það hver maður að það er engin sanngirni í því að bæta við sig menntun og lækka í launum,“ segir Áslaug. Eins og áður segir fóru ljósmæður í verkfall árið 2015. Aðspurð hvort eitthvað sé byrjað að ræða það innan raða ljósmæðra að beita verkfallsvopninu á ný segir hún svo ekki vera. „Við vonum svo sannarlega að við þurfum svo sannarlega ekki að gera neitt svona. Ef almenn skynsemi er höfð að leiðarljósi þá er ljóst að það þarf að leiðrétta okkar mál. Staðreyndin er sú að við sitjum eftir og það er óásættanlegt.“ Kjaramál Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra. 30. maí 2017 16:29 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar að sögn Áslaugar Valsdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður fóru í verkfall árið 2015 til að knýja á um betri kjör en fengu á sig gerðardóm líkt og tæplega 20 önnur aðildarfélög BHM í ágúst 2015. Sá úrskurður rann út 31. ágúst í fyrra og segir Áslaug töluvert hafa verið fundað með öðrum félögum BHM. Ljósmæðrafélagið hafi fengið sameiginlegt tilboð frá ríkinu ásamt öðrum félögum, en Áslaug segir að það tilboð hafi engan veginn komið til móts við það sem ljósmæður vilja sjá í næstu kjarasamningum. „Til dæmis má benda á það að við erum með mestu menntunarkröfurnar hér innan BHM, það er 360 ECTS-einingar sem eru sex ár. Það er engin önnur starfsstétt innan BHM sem er með jafnmiklar menntunarkröfur til starfsréttinda nema þá prófessorar, og auðvitað eru einhverjir innan BHM með sambærilega menntun, en bara til að fá starfsréttindin þá þurfa ljósmæður 360 ECTS-einingar,“ segir Áslaug í samtali við Vísi.Reikningsdæmi sem gengur ekki upp Facebook-færsla sem ljósmóðirin Heiða Björk Jóhannsdóttir setti á síðu sína í vikunni hefur fengið mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum. Í færslunni vekur Heiða Björk athygli á því að þegar hún hóf störf sem ljósmóðir lækkaði hún í launum frá því sem hún hafði í laun sem hjúkrunarfræðingur en þessar starfsstéttir eru ekki í sömu launatöflu. Þannig bendir hún á að þegar hún hafi verið ljósmæðranemi og verið búin með eitt ár í því framhaldsnámi hafi hún fengið hærri laun en hún fékk síðan þegar hún hóf störf sem ljósmóðir. Áslaug segir þetta vera reikningsdæmi sem gengur ekki upp. „Þú ert komin með tvenn starfsréttindi, bæði sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, og þú kemur með ýmsa færni með þér í ljósmóðurstarfið úr hjúkruninni. Það sér hver maður að þetta er gjörsamlega galið,“ segir Áslaug. Hún segir ástandið hafa verið eins þegar að hún kláraði ljósmæðranámið fyrir um 18 árum. „Þá var ég búin að vera hjúkrunarfræðingur í einhver 16 eða 17 ár og ég lækkaði náttúrulega alveg hroðalega í launum. Ég hefði aldrei farið í ljósmóðurnámið ef ég hefði gert mér grein fyrir því á þeim tíma hvað þetta var mikil tekjuskerðing.“ Vilja fá launaleiðréttingu Annað sem Áslaug bendir á er að tekjuþróun ljósmæðra hafi ekki verið í takt við aðra. „Það er alltaf verið að tala um þennan víðfræga SALEK-ramma sem er 32 prósenta launahækkun. Launaþróun ljósmæðra er ekki nema 17 prósent á sama tíma. Svo sér það hver maður að það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir,“ segir Áslaug. Salek-samkomulagið kveður á um samræmda launastefnu til ársloka 2018. Í samkomulaginu kemur fram að laun megi ekki hækka um meira en sem nemur 32 prósentum frá nóvember 2013 til ársloka 2018. En hverjar eru helstu kröfur ljósmæðra í kjaraviðræðum við ríkið nú? „Það er að fá þessa launaleiðréttingu. Við höfum setið svo eftir og það hafa allir siglt fram úr okkur mjög mikið. Við viljum bara fá leiðréttingu til jafns við aðra. Síðan er auðvitað ekkert eðlilegt við það að við röðumst lægra en hjúkrunarfræðingar eftir viðbótarnám,“ segir Áslaug. Hún bendir einnig á að það fari að koma að endurnýjun í stéttinni. Um 500 félagsmenn eru í Ljósmæðrafélaginu en um 280 og 300 eru starfandi ljósmæður. Spurð út í nýliðun segir Áslaug að um 10 ljósmæður útskrifist á ári en þegar hún taldi seinast voru aðeins 13 ljósmæður yngri en 35 ára og meira en helmingur af félagsmönnum er eldri en 55 ára. Það sé því ljóst að vandi blasi við eftir 10 ár verði ekkert að gert. Ljósmæður fóru í verkfall árið 2105. Formaður þeirra vonar að ekki komi til verkfalls nú.vísir/vilhelmVonar að ekki komi til verkfalls „Og hver heldur þú að horfi á það og hugsi „Mig langar rosalega að verða ljósmóðir. Það tekur mig sex ár, ókei, ég verð fyrst hjúkrunarfræðingur, vinn kannski í eitt ár, svo bæti ég við mig tveimur árum í háskólanámi og þá fæ ég lægri laun.“ Hver heldurðu að velji þetta? Þetta er reikningsdæmi sem gengur ekki upp.“ Áslaug segir að hún sé ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir komandi kjaraviðræður hjá ríkissáttasemjara. „Ég er bara svona í meðalhófi bjartsýn. Þeir hafa þennan kostnaðarramma upp á 2,1 prósent núna og svo 2 prósent síðar sem þeir eru að bjóða og það dugar okkur ekki til þess að komast á þann stað sem önnur félög hafa fengið. Þannig að þegar þetta má ekki kosta neitt þá veit ég ekki hvernig þetta fer en þetta er samt sanngirnismál. Ég held að það sjái það hver maður að það er engin sanngirni í því að bæta við sig menntun og lækka í launum,“ segir Áslaug. Eins og áður segir fóru ljósmæður í verkfall árið 2015. Aðspurð hvort eitthvað sé byrjað að ræða það innan raða ljósmæðra að beita verkfallsvopninu á ný segir hún svo ekki vera. „Við vonum svo sannarlega að við þurfum svo sannarlega ekki að gera neitt svona. Ef almenn skynsemi er höfð að leiðarljósi þá er ljóst að það þarf að leiðrétta okkar mál. Staðreyndin er sú að við sitjum eftir og það er óásættanlegt.“
Kjaramál Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra. 30. maí 2017 16:29 Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20
Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra. 30. maí 2017 16:29
Raskanir verða á sónarskoðunum og mæðravernd vegna verkfalls ljósmæðra Verkföll aðildarfélaga BHM hefjast að öllu óbreyttu eftir páska, og munu hafa vítæk áhrif á starfsemi Landspítalans. Ljósmæður eru á meðal þeirra sem leggja niður störf og verða því meðal annars raskanir á sónarskoðunum, valkeisaraskurðum og mæðravernd. 4. apríl 2015 19:00