Brexit: Viðræður hafnar um að tryggja stöðu Íslendinga í Bretlandi Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2018 11:09 Alls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Vísir/Getty Viðræður eru hafnar milli breskra stjórnvalda og stjórnvalda á Íslandi, Noregi og Liechtenstein sem hafa það að markmiði að tryggja íslenskum, norskum og liechtensteinskum ríkisborgurum sambærilega stöðu og ríkisborgurum ESB-ríkja í Bretlandi, eftir að Bretland gengur úr sambandinu á næsta ári. Viðræðurnar taka einnig til þess að staða Breta sem búsettir eru í umræddum EFTA-ríkjunum verði tryggð.Frá þessu er greint á heimasíðu breskra stjórnvalda. Bretar náðu í desember samkomulagi við ESB-ríkin um stöðu og réttindi Breta í aðildarríkjum ESB, og ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi, eftir útgöngu Bretlands. Alls búa nú þrjár milljónir ríkisborgara aðildarríkja ESB í Bretlandi og ein milljón Breta í aðildarríkjum ESB. Í fréttinni segir að fulltrúar breskra stjórnvalda hafi nú fundað með fulltrúum EES-EFTA ríkjanna í þeim tilgangi að tryggja að samkomulagið taki einnig til Íslands, Noregs og Liechtenstein. Samkomulagið sem Bretar náðu við ESB-ríkin nær til búsetu, rétt til heilsugæslu, lífeyrisréttinda, gagnkvæmri viðurkenningu á starfsréttindum og fleira.Tvö þúsund Íslendingar í BretlandiAlls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Um 15 þúsund Bretar búa í Noregi, um átta hundruð á Íslandi og um sextíu í Liechtenstein. Fyrsti fundur breskra íslenskra, norskra og liechtensteinskra embættismanna fór fram síðastliðinn mánudag þar sem allir málsaðilar lýstu yfir vilja til að ná samkomulagi. Þá voru næstu skref viðræðnanna útlistuð. Brexit Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Viðræður eru hafnar milli breskra stjórnvalda og stjórnvalda á Íslandi, Noregi og Liechtenstein sem hafa það að markmiði að tryggja íslenskum, norskum og liechtensteinskum ríkisborgurum sambærilega stöðu og ríkisborgurum ESB-ríkja í Bretlandi, eftir að Bretland gengur úr sambandinu á næsta ári. Viðræðurnar taka einnig til þess að staða Breta sem búsettir eru í umræddum EFTA-ríkjunum verði tryggð.Frá þessu er greint á heimasíðu breskra stjórnvalda. Bretar náðu í desember samkomulagi við ESB-ríkin um stöðu og réttindi Breta í aðildarríkjum ESB, og ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi, eftir útgöngu Bretlands. Alls búa nú þrjár milljónir ríkisborgara aðildarríkja ESB í Bretlandi og ein milljón Breta í aðildarríkjum ESB. Í fréttinni segir að fulltrúar breskra stjórnvalda hafi nú fundað með fulltrúum EES-EFTA ríkjanna í þeim tilgangi að tryggja að samkomulagið taki einnig til Íslands, Noregs og Liechtenstein. Samkomulagið sem Bretar náðu við ESB-ríkin nær til búsetu, rétt til heilsugæslu, lífeyrisréttinda, gagnkvæmri viðurkenningu á starfsréttindum og fleira.Tvö þúsund Íslendingar í BretlandiAlls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Um 15 þúsund Bretar búa í Noregi, um átta hundruð á Íslandi og um sextíu í Liechtenstein. Fyrsti fundur breskra íslenskra, norskra og liechtensteinskra embættismanna fór fram síðastliðinn mánudag þar sem allir málsaðilar lýstu yfir vilja til að ná samkomulagi. Þá voru næstu skref viðræðnanna útlistuð.
Brexit Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent