Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 14:00 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar Vísir/Völundur Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. Formaður Framsýnar á Húsavík segir mikinn titring innan hreyfingarinnar og margir vilji segja samningunum upp. Það var mat bæði aðildarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir ári að forsendur kjarasamninga hefðu brugðist vegna ákvarðana kjararáðs um kjör æðstu ráðamanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um breytingar á kjarasamningum sem tryggði framlengingu þeirra til loka þessa mánaðar. Síðan þá hefur kjararáð tekið ákvarðanir um kjör ýmissa hópa sem verkalýðshreyfingin telur vera langt umfram það sem samið hafi verið um á almennum markaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frá því ríkisstjórn var mynduð átt í viðræðum við hana um kjaramál, en fjöldi samninga opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna á næstu misserum. Samkvæmt gildandi kjarasamningum á almenna markaðnum fer nú fram endurskoðun á samningunum og ef ekki tekst samkomulag um hana er hægt að segja samningunum upp nú um mánaðamótin.Tvennt þurfi að gerast á næstu vikum Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem hvatt er til þess að samningunum verði sagt upp. Aðalsteinn Baldursson formaður félagsins segir þó enn ekki fullreynt hvort samkomulag takist á næstu tveimur vikum við Samtök atvinnulífsins.„Menn hafa núna febrúar til að meta stöðuna og koma með tillögur um breytingar. En komi þær ekki til á að segja upp samningum að okkar mati frá og með næstu mánaðamótum,“ segir Aðalsteinn.Vilji menn framlengja kjarasamningum þurfi að hækka lægstu launin sem enn séu undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði.„Það þarf að koma til hækkun þar. Síðan erum við að sjá sjálft kerfið eins og atvinnuleysisbæturnar sem eru í sögulegu lágmarki meðan tryggingargjaldinu er haldið hátt uppi. Í staðinn fyrir að peningarnir renni til þeirra sem eru atvinnulausir rennur þetta beint í ríkiskassann. Það eru skattamálin, það er verið að pína okkar fólk meira en aðra varðandi skatta,“ segir Aðalsteinn.Tvennt þurfi að gerast á næstu tveimur vikum, annars vegar að ríkisstjórnin komi þegar í stað með aðgerðir til kjarabóta og hins vegar að samkomulag náist við Samtök atvinnulífsins um hækkun lægstu launa. Að öðrum kosti eigi að segja samningum upp. Í fyrra hafi verið ákveðið að bíða vegna samninga sem fram undan voru við opinbera starfsmenn en síðan þá hafi kjararáð verið algerlega úti á túni í ákvörðun kjara einstakra hópa.„Það er kannski líka það sem heldur okkar fólki á tánum og elur á reiðinni. Það eru þessir úrskurðir kjararáðs í tíma og ótíma með gríðarlegar hækkanir. Svo ekki sé talað um aðra hluti eins og nú kemur í ljós varðandi aksturinn hjá alþingismönnum og annað sem vekur furðu fólks,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. Formaður Framsýnar á Húsavík segir mikinn titring innan hreyfingarinnar og margir vilji segja samningunum upp. Það var mat bæði aðildarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir ári að forsendur kjarasamninga hefðu brugðist vegna ákvarðana kjararáðs um kjör æðstu ráðamanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um breytingar á kjarasamningum sem tryggði framlengingu þeirra til loka þessa mánaðar. Síðan þá hefur kjararáð tekið ákvarðanir um kjör ýmissa hópa sem verkalýðshreyfingin telur vera langt umfram það sem samið hafi verið um á almennum markaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frá því ríkisstjórn var mynduð átt í viðræðum við hana um kjaramál, en fjöldi samninga opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna á næstu misserum. Samkvæmt gildandi kjarasamningum á almenna markaðnum fer nú fram endurskoðun á samningunum og ef ekki tekst samkomulag um hana er hægt að segja samningunum upp nú um mánaðamótin.Tvennt þurfi að gerast á næstu vikum Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem hvatt er til þess að samningunum verði sagt upp. Aðalsteinn Baldursson formaður félagsins segir þó enn ekki fullreynt hvort samkomulag takist á næstu tveimur vikum við Samtök atvinnulífsins.„Menn hafa núna febrúar til að meta stöðuna og koma með tillögur um breytingar. En komi þær ekki til á að segja upp samningum að okkar mati frá og með næstu mánaðamótum,“ segir Aðalsteinn.Vilji menn framlengja kjarasamningum þurfi að hækka lægstu launin sem enn séu undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði.„Það þarf að koma til hækkun þar. Síðan erum við að sjá sjálft kerfið eins og atvinnuleysisbæturnar sem eru í sögulegu lágmarki meðan tryggingargjaldinu er haldið hátt uppi. Í staðinn fyrir að peningarnir renni til þeirra sem eru atvinnulausir rennur þetta beint í ríkiskassann. Það eru skattamálin, það er verið að pína okkar fólk meira en aðra varðandi skatta,“ segir Aðalsteinn.Tvennt þurfi að gerast á næstu tveimur vikum, annars vegar að ríkisstjórnin komi þegar í stað með aðgerðir til kjarabóta og hins vegar að samkomulag náist við Samtök atvinnulífsins um hækkun lægstu launa. Að öðrum kosti eigi að segja samningum upp. Í fyrra hafi verið ákveðið að bíða vegna samninga sem fram undan voru við opinbera starfsmenn en síðan þá hafi kjararáð verið algerlega úti á túni í ákvörðun kjara einstakra hópa.„Það er kannski líka það sem heldur okkar fólki á tánum og elur á reiðinni. Það eru þessir úrskurðir kjararáðs í tíma og ótíma með gríðarlegar hækkanir. Svo ekki sé talað um aðra hluti eins og nú kemur í ljós varðandi aksturinn hjá alþingismönnum og annað sem vekur furðu fólks,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira