Sunddrottning gæti orðið dansdrottning Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2018 11:26 Hrafnhildur Lúthersdóttir kann svo sannarlega að synda, en getur hún dansað? Það mun koma í ljós í þáttunum. Vísir/Stefán Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. „Mér líst ótrúlega vel á að taka þátt og hlakka rosalega mikið til!“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Hrafnhildur er ein fremsta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Hrafnhildur er aðeins 26 ára, en hún varð í 2. sæti í kjöri á íþróttamanni ársins árið 2016. Hún hafnaði í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Þá varð Hrafnhildur fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á stórmóti í 50 metra laug. „Ég hef enga dansreynslu þannig séð en ég er ekki feimin við að henda mér út á dansgólfið þegar það er tækifæri til,“ segir Hrafnhildur á léttum nótum. Hvort það verði Hrafnhildur eða einhver hinna níu þjóðþekktu Íslendinga sem mun standa uppi sem sigurvegari í vor á eftir að koma í ljós. Hún er í það minnsta klár í slaginn. „Ég er ekki stressuð, allavega ekki ennþá, bara spennt!“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, annar kynna þáttarins, ræddi þættina í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Allir geta dansað Dans Tengdar fréttir Gera íslenska útgáfu af Dancing with the Stars Skagakonurnar Sigrún Ósk og Eva Laufey stýra þættinum. 13. febrúar 2018 20:50 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. „Mér líst ótrúlega vel á að taka þátt og hlakka rosalega mikið til!“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Hrafnhildur er ein fremsta íþróttakona sem Ísland hefur alið. Hrafnhildur er aðeins 26 ára, en hún varð í 2. sæti í kjöri á íþróttamanni ársins árið 2016. Hún hafnaði í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Þá varð Hrafnhildur fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á stórmóti í 50 metra laug. „Ég hef enga dansreynslu þannig séð en ég er ekki feimin við að henda mér út á dansgólfið þegar það er tækifæri til,“ segir Hrafnhildur á léttum nótum. Hvort það verði Hrafnhildur eða einhver hinna níu þjóðþekktu Íslendinga sem mun standa uppi sem sigurvegari í vor á eftir að koma í ljós. Hún er í það minnsta klár í slaginn. „Ég er ekki stressuð, allavega ekki ennþá, bara spennt!“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, annar kynna þáttarins, ræddi þættina í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun.
Allir geta dansað Dans Tengdar fréttir Gera íslenska útgáfu af Dancing with the Stars Skagakonurnar Sigrún Ósk og Eva Laufey stýra þættinum. 13. febrúar 2018 20:50 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Gera íslenska útgáfu af Dancing with the Stars Skagakonurnar Sigrún Ósk og Eva Laufey stýra þættinum. 13. febrúar 2018 20:50