Aldrei fleiri erlendir gestir á Sónar Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2018 11:03 Dúndrandi reif í bílakjallaranum í Hörpu er fastur liður Sónarhátíðarinnar. Vísir/Andri Marinó Sónar Reykjavík kynnir í dag síðustu listamennina sem bætast við dagskrá hátíðarinnar sem fram fer í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Þegar hefur verið tilkynnt að Underworld, ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar, Danny Brown, TOKiMONSTA, Lindström, Nadia Rose, Denis Sulta og Ben Frost komi fram á hátíðinni ásamt rjómanum af því besta sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða. GusGus frumflytur efni af nýrri breiðskífu sinni, Lies are More Flexible, á Sónar Reykjavík 2018. Breski trap meistarinn TroyBoi er á leiðinni til landsins og kemur fram á hátíðinni. Kiasmos snýr aftur á hátíðina og býður upp á DJ-sett. Null + Void er listamannanafn Kurt Uenala. Uenala hefur fram til þessa unnið mestmegnis á bakvið tjöldin með listamönnum á borð við Depeche Mode, Moby og The Kills. Nýverið gaf hann út breiðskífuna Cryosleep sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Aðrar nýjar viðbætur við dagskrá hátíðarinnar eru; Sykur, Cyber, Elli Grill og Bríet sem kemur fram á einum af sínum fyrstu tónleikum á Sónar Reykjavík 2018. Líkt og undanfarin ár er lögð áhersla á að bjóða upp á nýja og spennandi tónlist frá upprennandi listafólki, innlendu sem og erlendu. Meðal annars í samvinnu við Red Bull Music Academy á einu af fjórum sviðum hátíðarinnar; SonarComplex í Kaldalóni. Fyrirpartý fyrir hátíðina verða haldin dagana 14. og 15. mars og fara fram í Lucky Records, Húrra og Gamla Nýló. Kjörið er að hefja skemmtunina þar og koma sér í hátíðargírinn. Nánari dagskrá má nálgast á www.sonarreykjavik.com. „Aldrei hafa fleiri erlendir gestir keypt sér miða á Sónar Reykjavík eins og fyrir hátíðina í ár. Áhugi á Sónar Reykjavík, og þeim íslensku listamönnum sem þar koma fram, hefur aukist mikið undanfarin misseri. Sónar Reykjavík var nýlega valin ein af bestu tónlistarhátíðum í Evrópu af tímaritinu Time Out, The Guardian og The Observer telja hana eina af þeim bestu í heimi til að skemmta sér á og dagblaðið Metro vísaði til hátíðarinnar sem eins af “heitustu” stöðum álfunnar,“ segir í tilkynningunni frá Sónar Reykjavík. Listamennirnir sem koma fram á Sónar Reykjavík 2018 koma frá öllum heimshornum, m.a. Perú (CAO), Kólumbíu (Julián Mayorga), Ítalíu (Lorenzo Senni) og Frakklandi (Lafawndah). Þetta er í takt við dagskrá síðasta árs þar sem m.a. komu fram listamenn frá Kína og Japan. Listamenn sem koma fram á Sónar Reykjavík 2018 eru: Andartak, Árni Skeng, Bad Gyal (ES), Ben Frost (AU/IS), Bjarki, Blissful, Bríet, CAO (PE), Cassy b2b Yamaho (US/IS), Cold, Countess Malaise, Cyber, Danny Brown (US), Denis Sulta (UK), Elli Grill, EVA808, Flóni, GusGus, Hildur Guðnadóttir, Högni, Intr0beatz, Jasss, jlin, the Joey Christ show, JóiPé x Króli, Jónbjörn, Julián Mayorga (PE), Kiasmos, Klein (UK), Kode 9 x Kōji Morimoto av (UK/JP), Lafawndah (FR), Lena Willikens (DE), Lindstrøm (NO), Lorenzo Senni (IT), Lord Pusswhip, Mighty Bear, Moor Mother (US), Nadia Rose (UK), Null + Void (CH/US), Reykjavíkurdætur, serpentwithfeet (US), Silvia Kastel (IT), Simon Fknhndsm, Sunna, Sykur, TOKiMONSTA (US), Troyboi (UK), Underworld, Volruptus, Vök og Yagya. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík. Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Fyrsta Sónar hátíð ársins 2018 fer fram á Íslandi. Í kjöfar Sónar Reykjavík fara síðan fram Sónar hátíðir í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires síðar á árinu. Sónar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Sónar Reykjavík kynnir í dag síðustu listamennina sem bætast við dagskrá hátíðarinnar sem fram fer í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Þegar hefur verið tilkynnt að Underworld, ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar, Danny Brown, TOKiMONSTA, Lindström, Nadia Rose, Denis Sulta og Ben Frost komi fram á hátíðinni ásamt rjómanum af því besta sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða. GusGus frumflytur efni af nýrri breiðskífu sinni, Lies are More Flexible, á Sónar Reykjavík 2018. Breski trap meistarinn TroyBoi er á leiðinni til landsins og kemur fram á hátíðinni. Kiasmos snýr aftur á hátíðina og býður upp á DJ-sett. Null + Void er listamannanafn Kurt Uenala. Uenala hefur fram til þessa unnið mestmegnis á bakvið tjöldin með listamönnum á borð við Depeche Mode, Moby og The Kills. Nýverið gaf hann út breiðskífuna Cryosleep sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Aðrar nýjar viðbætur við dagskrá hátíðarinnar eru; Sykur, Cyber, Elli Grill og Bríet sem kemur fram á einum af sínum fyrstu tónleikum á Sónar Reykjavík 2018. Líkt og undanfarin ár er lögð áhersla á að bjóða upp á nýja og spennandi tónlist frá upprennandi listafólki, innlendu sem og erlendu. Meðal annars í samvinnu við Red Bull Music Academy á einu af fjórum sviðum hátíðarinnar; SonarComplex í Kaldalóni. Fyrirpartý fyrir hátíðina verða haldin dagana 14. og 15. mars og fara fram í Lucky Records, Húrra og Gamla Nýló. Kjörið er að hefja skemmtunina þar og koma sér í hátíðargírinn. Nánari dagskrá má nálgast á www.sonarreykjavik.com. „Aldrei hafa fleiri erlendir gestir keypt sér miða á Sónar Reykjavík eins og fyrir hátíðina í ár. Áhugi á Sónar Reykjavík, og þeim íslensku listamönnum sem þar koma fram, hefur aukist mikið undanfarin misseri. Sónar Reykjavík var nýlega valin ein af bestu tónlistarhátíðum í Evrópu af tímaritinu Time Out, The Guardian og The Observer telja hana eina af þeim bestu í heimi til að skemmta sér á og dagblaðið Metro vísaði til hátíðarinnar sem eins af “heitustu” stöðum álfunnar,“ segir í tilkynningunni frá Sónar Reykjavík. Listamennirnir sem koma fram á Sónar Reykjavík 2018 koma frá öllum heimshornum, m.a. Perú (CAO), Kólumbíu (Julián Mayorga), Ítalíu (Lorenzo Senni) og Frakklandi (Lafawndah). Þetta er í takt við dagskrá síðasta árs þar sem m.a. komu fram listamenn frá Kína og Japan. Listamenn sem koma fram á Sónar Reykjavík 2018 eru: Andartak, Árni Skeng, Bad Gyal (ES), Ben Frost (AU/IS), Bjarki, Blissful, Bríet, CAO (PE), Cassy b2b Yamaho (US/IS), Cold, Countess Malaise, Cyber, Danny Brown (US), Denis Sulta (UK), Elli Grill, EVA808, Flóni, GusGus, Hildur Guðnadóttir, Högni, Intr0beatz, Jasss, jlin, the Joey Christ show, JóiPé x Króli, Jónbjörn, Julián Mayorga (PE), Kiasmos, Klein (UK), Kode 9 x Kōji Morimoto av (UK/JP), Lafawndah (FR), Lena Willikens (DE), Lindstrøm (NO), Lorenzo Senni (IT), Lord Pusswhip, Mighty Bear, Moor Mother (US), Nadia Rose (UK), Null + Void (CH/US), Reykjavíkurdætur, serpentwithfeet (US), Silvia Kastel (IT), Simon Fknhndsm, Sunna, Sykur, TOKiMONSTA (US), Troyboi (UK), Underworld, Volruptus, Vök og Yagya. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík. Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Fyrsta Sónar hátíð ársins 2018 fer fram á Íslandi. Í kjöfar Sónar Reykjavík fara síðan fram Sónar hátíðir í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires síðar á árinu.
Sónar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira