Fyrsti íslenski rabbíninn mun beita sér gegn umskurðarbanninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 07:48 Frá guðsþjónustu gyðinga á Íslandi. Þeir munu nú fá fast aðsetur í Reykjavík. BEREL PEWZNER Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Avi verður þar með fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi en Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Fram til þess hafa rabbínar reglulega flogið hingað til lands til að fullnægja trúarþörfum íslenska gyðingasamfélagsins. Sýnagógan mun gagnast þeim 250 gyðingum sem ætlað er að búi hér á landi en hún mun tilheyra Chabad-Lubavitch söfnuðinum. Rúmlega 1100 slíka söfnuði má finna í Evrópu og um 5000 í heiminum öllum. Greint er frá útnefningunni á vefnum Chabad.org sem er meðal víðlesnustu vefsetra um gyðingdóminn.Sjá einnig: Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þar er saga gyðinga á Íslandi lauslega rakin og rætt við Mike Levin, sem segja má að sé óopinber talsmaður gyðinga hér á landi. Hann telur að það sé löngu tímabært að rabbíni setjist að hér á landi. „Ef einhver beitir sér af öllu afli fyrir samfélag gyðinga á Íslandi getur hann áorkað miklu,“ er haft eftir Levin. Það séu þó ekki aðeins íslenskir gyðingar sem munu njóta góðs af sýnagóguninni að sögn Levin heldur einnig þær þúsundir gyðinga sem hingað koma sem ferðamenn á hverju ári. Athygli vekur að greint er frá útnefningu Avi Feldman skömmu eftir að frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja, sem tíðkast í gyðingdómi, ratar í heimsfréttirnar. Í samtali við Jewish Times segir rabbíninn Feldman að hann muni reyna að vekja athygli á „mikilvægi“ umskurðarins hér á landi. „Við munum reyna að vekja Íslendinga, og ekki síst þingmenn, til umhugsunar um frumvarpið og vonum að inn í það verði bætt undanþágu fyrir trúarathafnir,“ er haft eftir Feldman. Nánar má fræðast um hinn nýja rabbína á vef Chabad en þar ræðir hann meðal annars um innflutning á kosher-afurðum, sem eru af skornum skammti á Íslandi, og dálæti gyðinga á Íslandi. Ekki fylgir þó sögunni hvar sýnagógan verður til húsa í Reykjavík.Hér að neðan má sjá umfjöllun Ísland í dag frá árinu 2015 um samfélag gyðinga á Íslandi. Tengdar fréttir Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Avi verður þar með fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi en Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Fram til þess hafa rabbínar reglulega flogið hingað til lands til að fullnægja trúarþörfum íslenska gyðingasamfélagsins. Sýnagógan mun gagnast þeim 250 gyðingum sem ætlað er að búi hér á landi en hún mun tilheyra Chabad-Lubavitch söfnuðinum. Rúmlega 1100 slíka söfnuði má finna í Evrópu og um 5000 í heiminum öllum. Greint er frá útnefningunni á vefnum Chabad.org sem er meðal víðlesnustu vefsetra um gyðingdóminn.Sjá einnig: Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þar er saga gyðinga á Íslandi lauslega rakin og rætt við Mike Levin, sem segja má að sé óopinber talsmaður gyðinga hér á landi. Hann telur að það sé löngu tímabært að rabbíni setjist að hér á landi. „Ef einhver beitir sér af öllu afli fyrir samfélag gyðinga á Íslandi getur hann áorkað miklu,“ er haft eftir Levin. Það séu þó ekki aðeins íslenskir gyðingar sem munu njóta góðs af sýnagóguninni að sögn Levin heldur einnig þær þúsundir gyðinga sem hingað koma sem ferðamenn á hverju ári. Athygli vekur að greint er frá útnefningu Avi Feldman skömmu eftir að frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja, sem tíðkast í gyðingdómi, ratar í heimsfréttirnar. Í samtali við Jewish Times segir rabbíninn Feldman að hann muni reyna að vekja athygli á „mikilvægi“ umskurðarins hér á landi. „Við munum reyna að vekja Íslendinga, og ekki síst þingmenn, til umhugsunar um frumvarpið og vonum að inn í það verði bætt undanþágu fyrir trúarathafnir,“ er haft eftir Feldman. Nánar má fræðast um hinn nýja rabbína á vef Chabad en þar ræðir hann meðal annars um innflutning á kosher-afurðum, sem eru af skornum skammti á Íslandi, og dálæti gyðinga á Íslandi. Ekki fylgir þó sögunni hvar sýnagógan verður til húsa í Reykjavík.Hér að neðan má sjá umfjöllun Ísland í dag frá árinu 2015 um samfélag gyðinga á Íslandi.
Tengdar fréttir Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25
Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04