„Veturinn á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 11. febrúar 2018 21:13 Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í tvö ár. Rebekka Guðleifsdóttir „Veturinn hérna á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Rebekka Guðleifsdóttir en mynd sem hún tók af sér að hengja upp þvott í dag hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Á sjöundra hundrað manns hafa deilt myndinni þegar þetta er skrifað og nær athyglin langt fyrir utan landsteinana. Rebekka segir að það hafi komið henni verulega á óvart hvað myndin fær mikla athygli. „Mér að óvörum er þessi mynd að vekja fáránlega mikla athygli. Ég hef áður birt myndir af mér þar sem ég er berfætt eða léttklædd í snjó og vaðandi út í vötn um miðjan vetur sem aldrei hafa vakið athygli í líkingu við þetta.“ Segir hún að það sé ekki auðvelt að ná á mynd hvað snjórinn er mikill á Ísafirði þessa dagana. „Þessi mynd var fyrst og fremst gerð í gríni. Það er erfitt að ná á mynd hvað snjórinn hérna er yfirþyrmandi mikill í augnablikinu og því datt mér í hug að stilla upp þeirri súrrealísku senu að vera að reyna að hengja upp þvott þegar þvottasnúran er næstum komin á kaf,“ segir hún. Hún þurfti að moka slóð út að snúrunni en snjórinn var 1,6 metri á hæð. „Ég er sjálf 1,74 svo ég er ekki lítil. Snjórinn náði mér upp á axlir og ég mokaði alveg niður á gras,“ segir hún. Stærðarinnar skafli sé til hliðar við rammann sem myndin sýnir, snjórinn sem þurfti að moka til að komast út að snúrunni. Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í um það bil tvö ár. „Ég er Hafnfirðingur og hef aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Rebekka. Svona leit garðurinn út áður en Rebekka lét til skarar skríða. Veður Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Sjá meira
„Veturinn hérna á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Rebekka Guðleifsdóttir en mynd sem hún tók af sér að hengja upp þvott í dag hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Á sjöundra hundrað manns hafa deilt myndinni þegar þetta er skrifað og nær athyglin langt fyrir utan landsteinana. Rebekka segir að það hafi komið henni verulega á óvart hvað myndin fær mikla athygli. „Mér að óvörum er þessi mynd að vekja fáránlega mikla athygli. Ég hef áður birt myndir af mér þar sem ég er berfætt eða léttklædd í snjó og vaðandi út í vötn um miðjan vetur sem aldrei hafa vakið athygli í líkingu við þetta.“ Segir hún að það sé ekki auðvelt að ná á mynd hvað snjórinn er mikill á Ísafirði þessa dagana. „Þessi mynd var fyrst og fremst gerð í gríni. Það er erfitt að ná á mynd hvað snjórinn hérna er yfirþyrmandi mikill í augnablikinu og því datt mér í hug að stilla upp þeirri súrrealísku senu að vera að reyna að hengja upp þvott þegar þvottasnúran er næstum komin á kaf,“ segir hún. Hún þurfti að moka slóð út að snúrunni en snjórinn var 1,6 metri á hæð. „Ég er sjálf 1,74 svo ég er ekki lítil. Snjórinn náði mér upp á axlir og ég mokaði alveg niður á gras,“ segir hún. Stærðarinnar skafli sé til hliðar við rammann sem myndin sýnir, snjórinn sem þurfti að moka til að komast út að snúrunni. Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í um það bil tvö ár. „Ég er Hafnfirðingur og hef aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Rebekka. Svona leit garðurinn út áður en Rebekka lét til skarar skríða.
Veður Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Sjá meira