Átta bíla árekstur í Kópavogi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 13:52 Tanja situr föst í bíl rétt fyrir aftan áreksturinn. Hún reiknar með því að vera þar í nokkurn tíma í viðbót. Tanja Teresa Leifsdóttir Átta bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópabogi klukkan tíu mínútur fyrir eitt í dag. Mikil umferðarteppa varð á svæðinu og var veginum lokað til suðurs. „Þeir eru byrjaðir að losa bílana núna og við verðum hérna örugglega í klukkutíma í viðbót,“ segir Tanja Teresa Leifsdóttir en hún situr föst í bílaröðinni aftan við áreksturinn. Hún segir mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það voru engin alvarleg slys á fólki, bara minniháttar en ein í sjokki,“ segir Tanja. Sjálf var hún á leið í vinnu en hvetur aðra til að fara ekki út úr húsi á meðan óveðrinu stendur. Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói K„Ekki fara neitt. Þetta er bara bilun. Það kemur blindbylur allt í einu. Það er ekkert vit í því." Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á vettvangi en aðstæður eru erfiðar og skyggnið takmarkað. „Við viljum koma því til fólks að halda sig heima því það er mannskaðaveður í Reykjavík eins og er,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort Hafnarfjarðarvegur verði opnuð aftur. „Við þurfum að byrja á því að koma bílunum í burtu og svo sjáum við til. Fólk á bara að halda sig heima, það eru skilaboðin frá slökkviliði og lögreglu.“ Löng bílaröð á Kringlumýrarbraut.Vísir/Jói KEyþór segir að allar björgunarsveitir séu komnar með hópa í hús en eins og kom fram á Vísi voru þær allar kallaðar út núna eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum í höfuðborginni í dag. „Menn eru viðbúnir hinu versta.“Nánar er fjallað um veðrið á veðurvef Vísis og í Veðurvaktinni hér að neðan.
Átta bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópabogi klukkan tíu mínútur fyrir eitt í dag. Mikil umferðarteppa varð á svæðinu og var veginum lokað til suðurs. „Þeir eru byrjaðir að losa bílana núna og við verðum hérna örugglega í klukkutíma í viðbót,“ segir Tanja Teresa Leifsdóttir en hún situr föst í bílaröðinni aftan við áreksturinn. Hún segir mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það voru engin alvarleg slys á fólki, bara minniháttar en ein í sjokki,“ segir Tanja. Sjálf var hún á leið í vinnu en hvetur aðra til að fara ekki út úr húsi á meðan óveðrinu stendur. Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói K„Ekki fara neitt. Þetta er bara bilun. Það kemur blindbylur allt í einu. Það er ekkert vit í því." Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á vettvangi en aðstæður eru erfiðar og skyggnið takmarkað. „Við viljum koma því til fólks að halda sig heima því það er mannskaðaveður í Reykjavík eins og er,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort Hafnarfjarðarvegur verði opnuð aftur. „Við þurfum að byrja á því að koma bílunum í burtu og svo sjáum við til. Fólk á bara að halda sig heima, það eru skilaboðin frá slökkviliði og lögreglu.“ Löng bílaröð á Kringlumýrarbraut.Vísir/Jói KEyþór segir að allar björgunarsveitir séu komnar með hópa í hús en eins og kom fram á Vísi voru þær allar kallaðar út núna eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum í höfuðborginni í dag. „Menn eru viðbúnir hinu versta.“Nánar er fjallað um veðrið á veðurvef Vísis og í Veðurvaktinni hér að neðan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Lögregla hvetur fólk til að halda sig heima. 11. febrúar 2018 13:20 Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Vonskuveður er á höfuðborgarsvæðinu í dag og er fólk beðið að fara ekki út að óþörfu. 11. febrúar 2018 12:49 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Lögregla hvetur fólk til að halda sig heima. 11. febrúar 2018 13:20
Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Vonskuveður er á höfuðborgarsvæðinu í dag og er fólk beðið að fara ekki út að óþörfu. 11. febrúar 2018 12:49