Höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag en spár gerðu ráð fyrir Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. febrúar 2018 12:52 Veðurstofan spáir slæmu veðri víðsvegar um landið í dag. Verst verður veðrið á Suðausturlandi seint í dag með norðvestan roki eða jafnvel ofsaveðri. Um landið norðvestanvert og norðanverðum Vestfjörðum er útlit fyrir stórhríð. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðanverðavestfirði og Norðvesturland þar sem búist er við stormi og mikil snjókomu og skafrenningi og því líkur á mikilli ófærð. Á Suðausturlandi er spáð 25-30 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s frá Mýrdal austur á Breiðamerkursand. Gera má ráð fyrir hættulegum aðstæðum fyrir ferðalanga og líkur á foktjóni. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag er spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er allt svolítið snúið þar sem lægðarmiðjan er nánast á landinu en það verður vonskuveður víða en ekki endilega alltaf þar sem við gerðum ráð fyrir því. Fólk þarf að fylgjast mjög vel með spám, þetta er kannski ruglingslegt en þetta er mjög snúin staða sem er uppi núna. Það verður samt víða vont, það verður kannski skást á norðaustur- og austurlandi núna síðdegis og síðan virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa mun betur í dag heldur en spáin í gær gerði ráð fyrir en í staðinn er gert ráð fyrir að í fyrramálið og fram eftir degi verði hér leiðindaveður á Faxaflóasvæðinu.“ Nú þegar hefur nokkrum leiðum verið lokað vegna ófærðar eða veðurs en þetta eru Mývatns- og Möðrudalsöræfum ásamt Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði og veginum um Fagradal. Einnig er lokaður vegarkaflinn frá Vík að Skaftafelli. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir víðtækum lokunum á þjóðvegum víðsvegar um landið gangi veðurspár eftir um helgina og eru vegarendur beðnir um að kynna sér það á heimasíðu Vegagerðarinnar. Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík segir að þar séu menn viðbúnir gangi veðurspáin eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fara nokkur þúsund ferðamenn um suður og suðausturland á bílaleigubílum á degi hverju. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum til þeirra. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52 Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Veðurstofan spáir slæmu veðri víðsvegar um landið í dag. Verst verður veðrið á Suðausturlandi seint í dag með norðvestan roki eða jafnvel ofsaveðri. Um landið norðvestanvert og norðanverðum Vestfjörðum er útlit fyrir stórhríð. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðanverðavestfirði og Norðvesturland þar sem búist er við stormi og mikil snjókomu og skafrenningi og því líkur á mikilli ófærð. Á Suðausturlandi er spáð 25-30 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s frá Mýrdal austur á Breiðamerkursand. Gera má ráð fyrir hættulegum aðstæðum fyrir ferðalanga og líkur á foktjóni. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag er spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er allt svolítið snúið þar sem lægðarmiðjan er nánast á landinu en það verður vonskuveður víða en ekki endilega alltaf þar sem við gerðum ráð fyrir því. Fólk þarf að fylgjast mjög vel með spám, þetta er kannski ruglingslegt en þetta er mjög snúin staða sem er uppi núna. Það verður samt víða vont, það verður kannski skást á norðaustur- og austurlandi núna síðdegis og síðan virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa mun betur í dag heldur en spáin í gær gerði ráð fyrir en í staðinn er gert ráð fyrir að í fyrramálið og fram eftir degi verði hér leiðindaveður á Faxaflóasvæðinu.“ Nú þegar hefur nokkrum leiðum verið lokað vegna ófærðar eða veðurs en þetta eru Mývatns- og Möðrudalsöræfum ásamt Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði og veginum um Fagradal. Einnig er lokaður vegarkaflinn frá Vík að Skaftafelli. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir víðtækum lokunum á þjóðvegum víðsvegar um landið gangi veðurspár eftir um helgina og eru vegarendur beðnir um að kynna sér það á heimasíðu Vegagerðarinnar. Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík segir að þar séu menn viðbúnir gangi veðurspáin eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fara nokkur þúsund ferðamenn um suður og suðausturland á bílaleigubílum á degi hverju. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum til þeirra.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52 Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40
Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52
Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44