Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 18:30 Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. Þótt tillaga um að segja upp gildandi samningum hafi verið felld í dag ríki samstaða um markmiðin í komandi samningum. Mikil spenna ríkti fyrir fund formanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins í dag enda höfðu forystumenn nokkurra fjölmennustu félaganna innan sambandsins boðað að þeir myndu greiða atkvæði með því að samningum við Samtök atvinnulífsins yrði sagt upp. Þessi fundur formanna innan Alþýðusambandsins á Hilton Nordica var á margan hátt sögulegur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari aðferð er beitt til að taka afstöðu til þess hvort segja eigi upp gildandi kjarasamningum. En þótt meirihluti félagsmanna á bak við formenn félaganna hefði viljað það var það niðurstaða meirihluta formanna að segja samningunum ekki upp. En til að segja upp samningunum þurfti bæði meirihluti formanna og meirihluti félagsmanna innan félaga þeirra að samþykkja uppsögn samninga.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vildi sjálfur segja samningunum upp en segir ljóst að skiptar skoðanir hafi verið á málinu. Þess vegna hafi hann lagt til að ákvörðun um framhaldið yrði tekin með þeim hætti sem gert var. Niðurstaðan sé að tæplega 60 prósent formanna telji eðlilegt að láta gildandi samning renna út en það breyti því ekki að mikil gremja ríki meðal félagsmanna ASÍ. „Þannig að skilaboðin hérna eru frekar þessi; við ætlum sjálf að velja okkur tímasetninguna. Menn eru mjög ósáttir við atburðarásina. Menn eru ósáttir með hlutskipti okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Hins vegar telji menn eðlilegt að þriggja prósenta launahækkun og hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund í maí komi fram.Forseti ASÍ vill ofurskatt á ofurlaunForseti ASÍ segir að undirbúningur hefjist strax að því sækja fram af hörku í haust bæði gagnvart SA og ríkisstjórninni þar sem skerðingar bóta hafa étið upp kjarabætur. Þá þurfi að taka á ofurlaunum bankamanna og annarra, en nýjasta dæmið sýni að Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs sitji í stjórn Landsvirkjunar og geri þar tillögur um um mikla hækkun launa æðstu stjórnenda þar.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/Stefán„Við höfum lengi talið að það ætti einfaldlega að setja mjög háan skatt, 60 prósent skatt, á ofurtekjur. Og það eigi að setja í skattalöggjöfina að fyrirtækjum sé ekki heimilt að draga frá skatti í sínu skattauppgjöri launagreiðslur á þessum mælikvarða,“ segir Gylfi. Hann voni að aðildarfélög ASÍ fari sameinuð fram í komandi samningum enda sýni reynslan að samstaðan skili mestum árangri. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta félagsins innan ASÍ, segir að nú þurfi að móta kröfur og fylgja þeim hart eftir. VR sé tilbúið til samstarfs við öll verkalýðsfélög, bæði á almennum og opinberum markaði, sem tekið geti undir kröfur félagsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag sé hins vegar gríðarleg vonbrigði. „Ef við getum ekki staðið í lappirnar og sagt upp samningum þegar forsendur eru brostnar sé ég engan tilgang að vera með þessi forsenduákvæði yfirhöfuð inn í samningum. Vegna þess að þetta er ekkert að bíta,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. Þótt tillaga um að segja upp gildandi samningum hafi verið felld í dag ríki samstaða um markmiðin í komandi samningum. Mikil spenna ríkti fyrir fund formanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins í dag enda höfðu forystumenn nokkurra fjölmennustu félaganna innan sambandsins boðað að þeir myndu greiða atkvæði með því að samningum við Samtök atvinnulífsins yrði sagt upp. Þessi fundur formanna innan Alþýðusambandsins á Hilton Nordica var á margan hátt sögulegur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari aðferð er beitt til að taka afstöðu til þess hvort segja eigi upp gildandi kjarasamningum. En þótt meirihluti félagsmanna á bak við formenn félaganna hefði viljað það var það niðurstaða meirihluta formanna að segja samningunum ekki upp. En til að segja upp samningunum þurfti bæði meirihluti formanna og meirihluti félagsmanna innan félaga þeirra að samþykkja uppsögn samninga.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vildi sjálfur segja samningunum upp en segir ljóst að skiptar skoðanir hafi verið á málinu. Þess vegna hafi hann lagt til að ákvörðun um framhaldið yrði tekin með þeim hætti sem gert var. Niðurstaðan sé að tæplega 60 prósent formanna telji eðlilegt að láta gildandi samning renna út en það breyti því ekki að mikil gremja ríki meðal félagsmanna ASÍ. „Þannig að skilaboðin hérna eru frekar þessi; við ætlum sjálf að velja okkur tímasetninguna. Menn eru mjög ósáttir við atburðarásina. Menn eru ósáttir með hlutskipti okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Hins vegar telji menn eðlilegt að þriggja prósenta launahækkun og hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund í maí komi fram.Forseti ASÍ vill ofurskatt á ofurlaunForseti ASÍ segir að undirbúningur hefjist strax að því sækja fram af hörku í haust bæði gagnvart SA og ríkisstjórninni þar sem skerðingar bóta hafa étið upp kjarabætur. Þá þurfi að taka á ofurlaunum bankamanna og annarra, en nýjasta dæmið sýni að Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs sitji í stjórn Landsvirkjunar og geri þar tillögur um um mikla hækkun launa æðstu stjórnenda þar.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/Stefán„Við höfum lengi talið að það ætti einfaldlega að setja mjög háan skatt, 60 prósent skatt, á ofurtekjur. Og það eigi að setja í skattalöggjöfina að fyrirtækjum sé ekki heimilt að draga frá skatti í sínu skattauppgjöri launagreiðslur á þessum mælikvarða,“ segir Gylfi. Hann voni að aðildarfélög ASÍ fari sameinuð fram í komandi samningum enda sýni reynslan að samstaðan skili mestum árangri. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta félagsins innan ASÍ, segir að nú þurfi að móta kröfur og fylgja þeim hart eftir. VR sé tilbúið til samstarfs við öll verkalýðsfélög, bæði á almennum og opinberum markaði, sem tekið geti undir kröfur félagsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag sé hins vegar gríðarleg vonbrigði. „Ef við getum ekki staðið í lappirnar og sagt upp samningum þegar forsendur eru brostnar sé ég engan tilgang að vera með þessi forsenduákvæði yfirhöfuð inn í samningum. Vegna þess að þetta er ekkert að bíta,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00