Kjarasamningar halda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 14:15 Frá blaðamannafundi sem hófst að loknum formannafundinum. vísir/heimir már Samþykkt var á formannafundi aðildarfélaga ASÍ sem lauk nú rétt í þessu að kjarasamningar halda. 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. Kosningin fór fram með leynilegri atkvæðagreiðslu á fundinum sem fór fram á Hilton Nordica. Að loknum fundi formannanna settist samninganefnd ASÍ á fund en hún fer með formlegt vald til að segja upp kjarasamningum. Nefndin ákvað það hins vegar á fundi sínum í morgun að gera niðurstöðu formannafundarins að sinni og er hún því bindandi. 52.890 félagar ASÍ voru á bak við þá formenn aðildarfélaga sem greiddu atkvæði með því að segja upp kjarasamningum og 26.172 félagar á bak við þá sem sögðu nei. Kjarasamningarnir halda því til áramóta þegar þeir renna út. Á blaðamannafundi forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar eftir formannafundinn kom fram að næstu skref séu að undirbúa næstu samninga. Þeir boða hörku og segja að staðan sé alvarleg. Tilkynningu ASÍ vegna málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Formannafundur ASÍ sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum.Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig.Niðurstaða formanna:Já, vil segja upp 21 (42,9%)Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)Vægiskosning:Já 52.890 (66,9%)Nei 26.172 (33,1%)Í atkvæðagreiðslunni þurfti bæði meirihluta fundarmanna sem fóru með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa. Þar sem ekki náðist meirihluti fundarmanna var tillaga um uppsögn samninga felld.Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði munu því gilda til ársloka.Þeir sem vildu halda í samninginn töluðu m.a. um að aðeins væru 9 mánuðir eftir af samningnum og hann tryggði 3% almenna launahækkun 1. maí og rúmlega 7% hækkun lágmarkslauna. Nota ætti tímann til hausts til að móta kröfugerð og undirbúa næstu kjaraviðræður.Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verkalýðshreyfingin setti fótinn niður í samfélagi misskiptingar. Stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að taka til sín ávinning af starfi verkalýðshreyfingarinnar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórnvöld tekið að stórum hluta til baka með skerðingu bóta. Úrskurðir kjararáðs og hækkanir á launum æðstu stjórnenda banka og Landsvirkjunar urðu auk þess mörgum fundarmönnum tilefni til gagnrýni.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Samþykkt var á formannafundi aðildarfélaga ASÍ sem lauk nú rétt í þessu að kjarasamningar halda. 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. Kosningin fór fram með leynilegri atkvæðagreiðslu á fundinum sem fór fram á Hilton Nordica. Að loknum fundi formannanna settist samninganefnd ASÍ á fund en hún fer með formlegt vald til að segja upp kjarasamningum. Nefndin ákvað það hins vegar á fundi sínum í morgun að gera niðurstöðu formannafundarins að sinni og er hún því bindandi. 52.890 félagar ASÍ voru á bak við þá formenn aðildarfélaga sem greiddu atkvæði með því að segja upp kjarasamningum og 26.172 félagar á bak við þá sem sögðu nei. Kjarasamningarnir halda því til áramóta þegar þeir renna út. Á blaðamannafundi forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar eftir formannafundinn kom fram að næstu skref séu að undirbúa næstu samninga. Þeir boða hörku og segja að staðan sé alvarleg. Tilkynningu ASÍ vegna málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Formannafundur ASÍ sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum.Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig.Niðurstaða formanna:Já, vil segja upp 21 (42,9%)Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)Vægiskosning:Já 52.890 (66,9%)Nei 26.172 (33,1%)Í atkvæðagreiðslunni þurfti bæði meirihluta fundarmanna sem fóru með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa. Þar sem ekki náðist meirihluti fundarmanna var tillaga um uppsögn samninga felld.Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði munu því gilda til ársloka.Þeir sem vildu halda í samninginn töluðu m.a. um að aðeins væru 9 mánuðir eftir af samningnum og hann tryggði 3% almenna launahækkun 1. maí og rúmlega 7% hækkun lágmarkslauna. Nota ætti tímann til hausts til að móta kröfugerð og undirbúa næstu kjaraviðræður.Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verkalýðshreyfingin setti fótinn niður í samfélagi misskiptingar. Stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að taka til sín ávinning af starfi verkalýðshreyfingarinnar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórnvöld tekið að stórum hluta til baka með skerðingu bóta. Úrskurðir kjararáðs og hækkanir á launum æðstu stjórnenda banka og Landsvirkjunar urðu auk þess mörgum fundarmönnum tilefni til gagnrýni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30
Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05