Pedersen: Slæmt umtal hafði engin áhrif Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 22:19 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Bára Craig Pedersen var ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins eftir fimm stiga sigur á Finnlandi í kvöld, 81-76. Með sigrinum heldur Ísland í vonina um að komast á HM 2019. „Þetta var mikilvægur sigur. Það er nokkuð síðan að við unnum síðast leik enda höfum við verið að spila við sterkar þjóðir - meðal annars Finnland. Það var ekki bara mikilvægt að vinna leikinn heldur einnig hvernig við unnum leikinn. Við spiluðum vel í kvöld,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Þó svo að það hafi ekki allt gengið upp í kvöld vorum við að gera margt mjög vel og betur en í síðustu leikjum. Baráttan var til staðar í kvöld og hún þarf að vera það líka á sunnudag,“ sagði hann enn fremur. Umræðan um landsliðið síðustu árin hefur verið afar jákvæð en gagnrýni hefur látið á sér kræla síðustu daga og vikur. Pedersen segir að það hafi engin áhrif haft á leikmenn. „Það var einhver umræða í byrjun vikunnar en það var aldrei komið með þetta inn á æfingar. Ég fann aldrei fyrir þessu í loftinu á æfingum. Þetta var raunar mun betri æfingavika en ég bjóst við. Hún hefur verið algerlega framúrskarandi.“ Ísland mætir Tékklandi á sunnudag í mikilvægum leik og þá snýr Tryggvi Snær Hlinason aftur í liðið en hann var veðurtepptur í Svíþjóð í kvöld og komst því ekki í leikinn. „Tékkarnir eru með nokkra mjög stóra leikmenn og við þurfum því að Tryggvi verði klár í slaginn eins fljótt og mögulegt er. Ef við hefðum þurft að velja á milli leikja sem Tryggvi gæti spilað þá hefði það verið leikurinn á sunnudag. Við þurfum á hæðinni hans að halda,“ sagði Pedersen sem segist auðvitað vonsvikinn að Tryggvi hafi misst af leiknum í kvöld. „Við hefðum getað notað Tryggva nokkrum sinnum í kvöld. En á móti kemur að við þurfum að breyta vörninni okkar þegar hann spilar og það getur stundum verið ruglingslegt. Það væri auðvitað alltaf betra að eiga þann möguleika að geta notað leikmann eins og Tryggva. En maður hefur enga stjórn á sumum málum og þetta var eitt af þeim.“ Körfubolti Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Craig Pedersen var ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins eftir fimm stiga sigur á Finnlandi í kvöld, 81-76. Með sigrinum heldur Ísland í vonina um að komast á HM 2019. „Þetta var mikilvægur sigur. Það er nokkuð síðan að við unnum síðast leik enda höfum við verið að spila við sterkar þjóðir - meðal annars Finnland. Það var ekki bara mikilvægt að vinna leikinn heldur einnig hvernig við unnum leikinn. Við spiluðum vel í kvöld,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Þó svo að það hafi ekki allt gengið upp í kvöld vorum við að gera margt mjög vel og betur en í síðustu leikjum. Baráttan var til staðar í kvöld og hún þarf að vera það líka á sunnudag,“ sagði hann enn fremur. Umræðan um landsliðið síðustu árin hefur verið afar jákvæð en gagnrýni hefur látið á sér kræla síðustu daga og vikur. Pedersen segir að það hafi engin áhrif haft á leikmenn. „Það var einhver umræða í byrjun vikunnar en það var aldrei komið með þetta inn á æfingar. Ég fann aldrei fyrir þessu í loftinu á æfingum. Þetta var raunar mun betri æfingavika en ég bjóst við. Hún hefur verið algerlega framúrskarandi.“ Ísland mætir Tékklandi á sunnudag í mikilvægum leik og þá snýr Tryggvi Snær Hlinason aftur í liðið en hann var veðurtepptur í Svíþjóð í kvöld og komst því ekki í leikinn. „Tékkarnir eru með nokkra mjög stóra leikmenn og við þurfum því að Tryggvi verði klár í slaginn eins fljótt og mögulegt er. Ef við hefðum þurft að velja á milli leikja sem Tryggvi gæti spilað þá hefði það verið leikurinn á sunnudag. Við þurfum á hæðinni hans að halda,“ sagði Pedersen sem segist auðvitað vonsvikinn að Tryggvi hafi misst af leiknum í kvöld. „Við hefðum getað notað Tryggva nokkrum sinnum í kvöld. En á móti kemur að við þurfum að breyta vörninni okkar þegar hann spilar og það getur stundum verið ruglingslegt. Það væri auðvitað alltaf betra að eiga þann möguleika að geta notað leikmann eins og Tryggva. En maður hefur enga stjórn á sumum málum og þetta var eitt af þeim.“
Körfubolti Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira