Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari látin Birgir Olgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 16:06 Ólöf Pálsdóttir var 97 ára að aldri þegar hún lést. Aðsend Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag 21. febrúar, 97 ára að aldri.Ólöf sýndi og seldi verk víða um heim, þar á meðal opinberum aðilum.AðsendÓlöf Pálsdóttir fæddist að í Reykjavík 14. apríl 1920. Ólöf var dóttir Páls Ólafssonar frá Hjarðarholti, framkvæmdastjóra og ræðismanns, og Hildar Stefánsdóttur frá Auðkúlu. Ólöf nam við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn árin 1949-1955 hjá prófessorunum Aksel Jörgensen og Utzon Frank. Hún útskráðist þaðan með gullverðlaun fyrir verk sitt “Sonur” sem stendur nú í Hljómskálagarðinum. Frekara nám stundaði hún í Kaíró árið 1954 hjá prófessorWissa Wassef og 1957 í Róm hjá prófessor Fazzini. Ólöf sýndi og seldi verk víða um heim, þar á meðal opinberum aðilum. Höggmynd hennar “Tónlistarmaðurinn”, af sellóleikaranum Erling Blöndal Bengtsson, stendur við Hörpu. Ólöf var einn af stofnendum listamannasamtakanna “Den Nordiske” og hélt sýningar í Kettle’s Yard Museum við Cambridge háskóla og víðar í Bretlandi, svo og í Danmörku, Færeyjum, Frakklandi og Þýskalandi. Ólöf var sæmd íslensku fálkaorðunni árið 1970. Ólöf kvæntist Sigurði Bjarnasyni frá Vigur, fyrrverandi alþingismanni, ritstjóra og síðar sendiherra. Þau hjón eignuðust tvö börn, Hildi Helgu og Ólaf Pál. Andlát Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag 21. febrúar, 97 ára að aldri.Ólöf sýndi og seldi verk víða um heim, þar á meðal opinberum aðilum.AðsendÓlöf Pálsdóttir fæddist að í Reykjavík 14. apríl 1920. Ólöf var dóttir Páls Ólafssonar frá Hjarðarholti, framkvæmdastjóra og ræðismanns, og Hildar Stefánsdóttur frá Auðkúlu. Ólöf nam við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn árin 1949-1955 hjá prófessorunum Aksel Jörgensen og Utzon Frank. Hún útskráðist þaðan með gullverðlaun fyrir verk sitt “Sonur” sem stendur nú í Hljómskálagarðinum. Frekara nám stundaði hún í Kaíró árið 1954 hjá prófessorWissa Wassef og 1957 í Róm hjá prófessor Fazzini. Ólöf sýndi og seldi verk víða um heim, þar á meðal opinberum aðilum. Höggmynd hennar “Tónlistarmaðurinn”, af sellóleikaranum Erling Blöndal Bengtsson, stendur við Hörpu. Ólöf var einn af stofnendum listamannasamtakanna “Den Nordiske” og hélt sýningar í Kettle’s Yard Museum við Cambridge háskóla og víðar í Bretlandi, svo og í Danmörku, Færeyjum, Frakklandi og Þýskalandi. Ólöf var sæmd íslensku fálkaorðunni árið 1970. Ólöf kvæntist Sigurði Bjarnasyni frá Vigur, fyrrverandi alþingismanni, ritstjóra og síðar sendiherra. Þau hjón eignuðust tvö börn, Hildi Helgu og Ólaf Pál.
Andlát Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira