Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 11:30 Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands Spáð er suðaustanstormi síðdegis og mikilli rigningu suðaustanlands. Vegagerðin varar við því að færð geti spillst frá hádegi og Veðurstofa Íslands hefur sett á gula viðvörun fyrir allt landið vegna veðurs í dag. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að stormurinn væri keimlíkur þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Allt að 40 m/s við fjöllMisjafnt er eftir svæðum hvenær gula viðvörunin tekur gildi í dag en hún byrjar á Suðausturlandinu þar sem búist er við mjög hvassri suðaustanátt og mikilli rigningu. Hætt er við vatnavöxtum á svæðinu og eru auknar líkur á skriðuföllum. Gula viðvörunin er í gildi frá því klukkan 13 í dag þangað til klukkan 11 á morgun. Á Suðurlandi er gul viðvörun frá því klukkan 14 og spáir þar suðaustan 18 til 25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu. Ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Faxaflóa er varað við svipuðu veðri frá klukkan 15 í dag og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Á Miðhálendinu er spáð roki eða ofsaveðri, lélegu skyggni og slæmu ferðaveðri eftir klukkan 14.30. Á Vestfjörðum er gert ráð fyrir gulu ástandi og hríð frá því klukkan 15 og er spáð hvassri suðaustanátt með slyddu og snjókomu. Skyggni verður lélegt og akstursskilyrði erfið. Frá því klukkan 18 er gert ráð fyrir Suðaustan 18-25 m/s og talsverðri rigningu. Snarpar vindhviður verða við fjöll svo ferðalangar sýni aðgát. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun frá klukkan 16 og er búist við suðaustan hvassviðri eða stormi og talsverðri rigningu. Fólk er beðið að hga að niðurföllum og lausum munum. Á Breiðafirði er gert ráð fyrir Suðaustan 20-25 m/s og talsverðri rigningu eftir klukkan 18 í dag. Gætu orðið mjög snarpar vindhviður á Snæfellsnesi og ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Ströndum, á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra er gul viðvörun frá klukkan 18 og er spáð suðaustan 20 til 25 metrum á sekúndu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra gætu vindhviður við fjöll farið yfir 40 metra á sekúndu. Fólk er beðið að huga að lausamunum á þessum svæðum og ferðalangar beðnir að sýna aðgát. Á Austfjörðum er einnig gul viðvörun frá klukkan 18, Suðaustan 15-23 m/s og talsverð rigning, hætt við vatnavöxtum og auknar líkur á skriðuföllum.Erfið akstursskilyrðiSamkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við því að færð geti spillst á milli 12 og 15 í dag á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði þar til hlýnar. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna flughálku þegar vindur vex seinnipartinn í dag og í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í dag er útlit fyrir að lægðin verði orðin mjög myndarleg seinnipartinn í dag og verður þá kominn suðaustan stormur af hennar völdum á öllu landinu. „Með fylgir úrkoma, sums staðar sést slydda eða snjókoma í fyrstu, en megnið af úrkomunni sem fellur í dag verður rigning og verður hún í talsverðu magni sunnan- og vestanlands. Það hlýnar hjá okkur og í kvöld er útlit fyrir 5 til 10 stiga hita um allt land,“ samkvæmt veðurfræðingi Veðurstofunnar. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði og á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Skaftafelli en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða krapi. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Fjórir bílar voru fastir á Mosfellsheiði í nótt. 23. febrúar 2018 08:38 Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. 22. febrúar 2018 22:39 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Spáð er suðaustanstormi síðdegis og mikilli rigningu suðaustanlands. Vegagerðin varar við því að færð geti spillst frá hádegi og Veðurstofa Íslands hefur sett á gula viðvörun fyrir allt landið vegna veðurs í dag. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að stormurinn væri keimlíkur þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Allt að 40 m/s við fjöllMisjafnt er eftir svæðum hvenær gula viðvörunin tekur gildi í dag en hún byrjar á Suðausturlandinu þar sem búist er við mjög hvassri suðaustanátt og mikilli rigningu. Hætt er við vatnavöxtum á svæðinu og eru auknar líkur á skriðuföllum. Gula viðvörunin er í gildi frá því klukkan 13 í dag þangað til klukkan 11 á morgun. Á Suðurlandi er gul viðvörun frá því klukkan 14 og spáir þar suðaustan 18 til 25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu. Ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Faxaflóa er varað við svipuðu veðri frá klukkan 15 í dag og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Á Miðhálendinu er spáð roki eða ofsaveðri, lélegu skyggni og slæmu ferðaveðri eftir klukkan 14.30. Á Vestfjörðum er gert ráð fyrir gulu ástandi og hríð frá því klukkan 15 og er spáð hvassri suðaustanátt með slyddu og snjókomu. Skyggni verður lélegt og akstursskilyrði erfið. Frá því klukkan 18 er gert ráð fyrir Suðaustan 18-25 m/s og talsverðri rigningu. Snarpar vindhviður verða við fjöll svo ferðalangar sýni aðgát. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun frá klukkan 16 og er búist við suðaustan hvassviðri eða stormi og talsverðri rigningu. Fólk er beðið að hga að niðurföllum og lausum munum. Á Breiðafirði er gert ráð fyrir Suðaustan 20-25 m/s og talsverðri rigningu eftir klukkan 18 í dag. Gætu orðið mjög snarpar vindhviður á Snæfellsnesi og ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Ströndum, á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra er gul viðvörun frá klukkan 18 og er spáð suðaustan 20 til 25 metrum á sekúndu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra gætu vindhviður við fjöll farið yfir 40 metra á sekúndu. Fólk er beðið að huga að lausamunum á þessum svæðum og ferðalangar beðnir að sýna aðgát. Á Austfjörðum er einnig gul viðvörun frá klukkan 18, Suðaustan 15-23 m/s og talsverð rigning, hætt við vatnavöxtum og auknar líkur á skriðuföllum.Erfið akstursskilyrðiSamkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við því að færð geti spillst á milli 12 og 15 í dag á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði þar til hlýnar. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna flughálku þegar vindur vex seinnipartinn í dag og í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í dag er útlit fyrir að lægðin verði orðin mjög myndarleg seinnipartinn í dag og verður þá kominn suðaustan stormur af hennar völdum á öllu landinu. „Með fylgir úrkoma, sums staðar sést slydda eða snjókoma í fyrstu, en megnið af úrkomunni sem fellur í dag verður rigning og verður hún í talsverðu magni sunnan- og vestanlands. Það hlýnar hjá okkur og í kvöld er útlit fyrir 5 til 10 stiga hita um allt land,“ samkvæmt veðurfræðingi Veðurstofunnar. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði og á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Skaftafelli en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða krapi.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Fjórir bílar voru fastir á Mosfellsheiði í nótt. 23. febrúar 2018 08:38 Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. 22. febrúar 2018 22:39 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Fjórir bílar voru fastir á Mosfellsheiði í nótt. 23. febrúar 2018 08:38
Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12
Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. 22. febrúar 2018 22:39