Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 08:38 Björgunarsveitir þurftu að sækja fólk í bíla á Mosfellsheiði í nótt. Vísir Um klukkan þrjú í nótt voru björgunarsveitir í Reykjavík kallaðar út til að aðstoða bílstjóra sem höfðu fest bíla á Mosfellsheiði. Fjórir bílar voru fastir á heiðinni og lauk aðgerðum nú rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Það höfðu dráttarbílar ætlað að fara í það verkefni en urðu frá að hverfa vegna ófærðar,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nokkrir hópar frá tveimur björgunarsveitum, Ársæli og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, fluttu fólkið úr þremur bílum til byggða en það tókst að losa einn bílinn. „Hann beið eftir moksturstækinu frá Vegagerðinni og ætlaði að komast niður þannig.“ Verkefnið gekk vel, björgunarsveitarhóparnir voru á leiðinni upp eftir á fimmta tímanum í morgun og höfðu lokið aðgerðinni núna rétt fyrir sjö. 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit fyrir norðan að týndum einstaklingi og svo þurfti einnig að aðstoða göngumenn sem höfðu farið út af leið. „Í gærkvöldi fóru björgunarsveitir Hveragerði og Eyrarbakka upp í Reykjadal. Þar voru tveir göngumenn villtir í hríðarveðrinu sem gekk yfir þar upp úr kvöldmataleytinu í gær. Þeir voru villtir og gekk á með éljum.“ Davíð segir að þetta hafi gengið vel. Þegar létti aðeins til náðu göngumennirnir svo að finna stiku svo þeir gátu fylgt leiðinni aftur til baka á móti björgunarsveitarfólkinu sem var á leiðinni til þeirra. Líðan þeirra var góð þegar þeir fundust.Búist er við myndarlegri lægð eftir hádegi í dag.Vísir/GVAFærð á vegumSnjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en ófært á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þungfært og skafrenningur er Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð í Ísafirði. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, Vatnsskarð eystra og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Höfn en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka. Vegagerðin vekur athygli á að í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður. Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum. Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og fara varlega á þessum svæðum. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Um klukkan þrjú í nótt voru björgunarsveitir í Reykjavík kallaðar út til að aðstoða bílstjóra sem höfðu fest bíla á Mosfellsheiði. Fjórir bílar voru fastir á heiðinni og lauk aðgerðum nú rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Það höfðu dráttarbílar ætlað að fara í það verkefni en urðu frá að hverfa vegna ófærðar,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nokkrir hópar frá tveimur björgunarsveitum, Ársæli og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, fluttu fólkið úr þremur bílum til byggða en það tókst að losa einn bílinn. „Hann beið eftir moksturstækinu frá Vegagerðinni og ætlaði að komast niður þannig.“ Verkefnið gekk vel, björgunarsveitarhóparnir voru á leiðinni upp eftir á fimmta tímanum í morgun og höfðu lokið aðgerðinni núna rétt fyrir sjö. 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit fyrir norðan að týndum einstaklingi og svo þurfti einnig að aðstoða göngumenn sem höfðu farið út af leið. „Í gærkvöldi fóru björgunarsveitir Hveragerði og Eyrarbakka upp í Reykjadal. Þar voru tveir göngumenn villtir í hríðarveðrinu sem gekk yfir þar upp úr kvöldmataleytinu í gær. Þeir voru villtir og gekk á með éljum.“ Davíð segir að þetta hafi gengið vel. Þegar létti aðeins til náðu göngumennirnir svo að finna stiku svo þeir gátu fylgt leiðinni aftur til baka á móti björgunarsveitarfólkinu sem var á leiðinni til þeirra. Líðan þeirra var góð þegar þeir fundust.Búist er við myndarlegri lægð eftir hádegi í dag.Vísir/GVAFærð á vegumSnjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en ófært á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þungfært og skafrenningur er Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð í Ísafirði. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, Vatnsskarð eystra og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Höfn en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka. Vegagerðin vekur athygli á að í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður. Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum. Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og fara varlega á þessum svæðum.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12