Á safn af glitrandi kjólum Elín Albertsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 12:00 Alma Rut hefur í nógu að snúast á alls kyns tónleikum þessa dagana. Vísir/Ernir Það er varla settur upp sá viðburður að söngkonan Alma Rut komi ekki þar fram. Hún er þéttbókuð og hefur sungið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins. Nýlega kom hún fram með Jóhönnu Guðrúnu í Salnum í Kópavogi. Alma Rut segist vera heppin að geta starfað við áhugamálið. „Ég hef haft nóg að gera í gegnum tíðina og fengið tækifæri til að vinna með góðu fólki,“ segir hún.Alma Rut vill hafa kjólana stutta og skrautlega.Vísir/ErnirAlma Rut hefur starfað við söng frá árinu 2004. Þá tók hún þátt í áheyrnarprufum fyrir Hárið og var ein af þeim sem valin voru úr 300 manna hópi. „Ég var að vinna með frábæru fólki í Hárinu og get nefnt meðal annarra Selmu Björnsdóttur, Hilmi Snæ Guðnason, Þorvald Davíð Kristjánsson, Sverri Bergmann og Regínu Ósk. Tónlistarstjóri var Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson en ég hef unnið mikið með honum síðan, til dæmis í Todmobile undanfarin ár,“ segir hún. „Um þessar mundir er ég að klára uppistand með Gunnari Þórðarsyni og Þorsteini Eggertssyni hjá Ólafi Laufdal í Grímsborgum en þar höfum við verið um helgar. Í næstu viku hefjast æfingar á sýningunni Moulin Rouge sem verður í Hörpu 21. apríl. Þar verður öllu tjaldað til og þetta verður glæsileg sýning. Ég verð líka á tónleikum með Dúndurfréttum í Hörpu 7. apríl en þá eru liðin 45 ár frá því að Dark Side of the Moon með Pink Floyd kom út. Ég verð sömuleiðis á tónleikum með Pöpum í Bæjarbíói 10. mars og Todmobile verður líka með tónleika svo það er fullt að gerast.“ Alma Rut hefur tvisvar farið í Eurovision sem bakrödd, fyrst með Jónsa og Gretu Salóme og svo með Maríu Ólafs árið 2015.Skórnir eru flottir líka.Vísir/ErnirKynntust í Idolinu Eiginmaður hennar er Arnar Dór söngvari sem var í öðru sæti í Voice keppninni í fyrra. Þau kynntust í fyrstu Idol keppninni á Stöð 2 árið 2003. „Við erum að undirbúa uppsetningu á Michael Buble tónleikum í Salnum,“ segir Alma Rut og viðurkennir að þau syngi oft saman heima. Þau giftu sig hjá borgardómara í janúar 2017 og biðu með brúðkaupsveisluna þangað til síðasta sumar. „Við vildum hafa garðpartí og vorum einstaklega heppin með veðrið,“ segir hún. Alma Rut hefur mikinn áhuga á kjólum, sérstaklega þeim sem glitra. „Ég hef gaman af því að fylgjast með tískunni þótt ég sé ekki endilega alltaf að kaupa það nýjasta. Ég vil helst halda í eigin karakter. Þegar maður er oft á sviði þarf fyrst og fremst að hugsa um þægindin. Að líða vel eins og maður er klæddur,“ segir hún. „Ég er ótrúlega hrifin af pallíettum og glitrandi kjólum. Ég vil helst alltaf vera í slíkum fötum. Ætli ég sé ekki glysgjörn því ég á orðið nokkuð gott safn af glitrandi kjólum. Þó myndi ég telja mig diskó-rokk konu. Reyndar á ég svo marga kjóla að sláin í fataskápnum féll niður um daginn. Flesta kjólana hef ég keypt á netinu. Einnig skipta skórnir máli fyrir söngkonur. Oft er maður lengi á sviðinu og það er nauðsynlegt að vera í þægilegum skóm.“Alma Rut vinnur um þessar mundir að uppistandi með Gunnari Þórðarsyni og Þorsteini Eggertssyni hjá Ólafi Laufdal í Grímsborgum.Vísir/ErnirJákvæð útgeislun Alma Rut segir að söngkonur þurfi líka að hugsa um mataræði og líkamsrækt. „Maður þarf að vera í góðu formi þar sem sviðsframkoma er krefjandi. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega en mætti samt auðvitað vera duglegri. Á sviðinu þarf maður að vera sáttur við sjálfan sig, annars líður manni ekki vel og áheyrendur eru fljótir að taka eftir því. Andleg vinna skiptir líka máli til að útgeislunin sé jákvæð. Reynslan hefur kennt mér hvað hentar best. Þar sem vinnan mín fer fram á kvöldin og í miklum törnum fer lítið fyrir matargerð hjá mér. Oft eru æfingar á daginn og maður þarf að vera vel skipulagður svo allt gangi upp á heimilinu. Það er ekkert skemmtilegt að vera með samviskubit yfir fjölskyldunni. Ég syng með hljómsveitunum Vestanáttinni og Alaska á dansleikjum, árshátíðum, brúðkaupum og öðrum viðburðum og ég er því oft fjarverandi á kvöldin.“ Alma Rut ætlar að heimsækja vinkonu sína, Ínu Valgerði söngkonu, til Bandaríkjanna í næsta mánuði ásamt annarri vinkonu sinni og söngkonu, Írisi Hólm. „Við kynntust í gegnum tónlistina. Það er svo dýrmætt við þennan bransa að kynnast öllu þessu góða fólki.“ Alma er ættuð frá Akureyri og nam söng í Tónlistarskóla FÍH og píanóleik og söng í Tónlistarskóla Akureyrar. Hún hefur verið í stjórn Kítón sem er félag kvenna í tónlist. Þá hefur hún sungið inn á nokkrar plötur auk þess að koma fram með öllum helstu tónlistarmönnum landsins.Alma Rut hefur mikinn áhuga á kjólum, sérstaklega þeim sem glitra. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
Það er varla settur upp sá viðburður að söngkonan Alma Rut komi ekki þar fram. Hún er þéttbókuð og hefur sungið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins. Nýlega kom hún fram með Jóhönnu Guðrúnu í Salnum í Kópavogi. Alma Rut segist vera heppin að geta starfað við áhugamálið. „Ég hef haft nóg að gera í gegnum tíðina og fengið tækifæri til að vinna með góðu fólki,“ segir hún.Alma Rut vill hafa kjólana stutta og skrautlega.Vísir/ErnirAlma Rut hefur starfað við söng frá árinu 2004. Þá tók hún þátt í áheyrnarprufum fyrir Hárið og var ein af þeim sem valin voru úr 300 manna hópi. „Ég var að vinna með frábæru fólki í Hárinu og get nefnt meðal annarra Selmu Björnsdóttur, Hilmi Snæ Guðnason, Þorvald Davíð Kristjánsson, Sverri Bergmann og Regínu Ósk. Tónlistarstjóri var Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson en ég hef unnið mikið með honum síðan, til dæmis í Todmobile undanfarin ár,“ segir hún. „Um þessar mundir er ég að klára uppistand með Gunnari Þórðarsyni og Þorsteini Eggertssyni hjá Ólafi Laufdal í Grímsborgum en þar höfum við verið um helgar. Í næstu viku hefjast æfingar á sýningunni Moulin Rouge sem verður í Hörpu 21. apríl. Þar verður öllu tjaldað til og þetta verður glæsileg sýning. Ég verð líka á tónleikum með Dúndurfréttum í Hörpu 7. apríl en þá eru liðin 45 ár frá því að Dark Side of the Moon með Pink Floyd kom út. Ég verð sömuleiðis á tónleikum með Pöpum í Bæjarbíói 10. mars og Todmobile verður líka með tónleika svo það er fullt að gerast.“ Alma Rut hefur tvisvar farið í Eurovision sem bakrödd, fyrst með Jónsa og Gretu Salóme og svo með Maríu Ólafs árið 2015.Skórnir eru flottir líka.Vísir/ErnirKynntust í Idolinu Eiginmaður hennar er Arnar Dór söngvari sem var í öðru sæti í Voice keppninni í fyrra. Þau kynntust í fyrstu Idol keppninni á Stöð 2 árið 2003. „Við erum að undirbúa uppsetningu á Michael Buble tónleikum í Salnum,“ segir Alma Rut og viðurkennir að þau syngi oft saman heima. Þau giftu sig hjá borgardómara í janúar 2017 og biðu með brúðkaupsveisluna þangað til síðasta sumar. „Við vildum hafa garðpartí og vorum einstaklega heppin með veðrið,“ segir hún. Alma Rut hefur mikinn áhuga á kjólum, sérstaklega þeim sem glitra. „Ég hef gaman af því að fylgjast með tískunni þótt ég sé ekki endilega alltaf að kaupa það nýjasta. Ég vil helst halda í eigin karakter. Þegar maður er oft á sviði þarf fyrst og fremst að hugsa um þægindin. Að líða vel eins og maður er klæddur,“ segir hún. „Ég er ótrúlega hrifin af pallíettum og glitrandi kjólum. Ég vil helst alltaf vera í slíkum fötum. Ætli ég sé ekki glysgjörn því ég á orðið nokkuð gott safn af glitrandi kjólum. Þó myndi ég telja mig diskó-rokk konu. Reyndar á ég svo marga kjóla að sláin í fataskápnum féll niður um daginn. Flesta kjólana hef ég keypt á netinu. Einnig skipta skórnir máli fyrir söngkonur. Oft er maður lengi á sviðinu og það er nauðsynlegt að vera í þægilegum skóm.“Alma Rut vinnur um þessar mundir að uppistandi með Gunnari Þórðarsyni og Þorsteini Eggertssyni hjá Ólafi Laufdal í Grímsborgum.Vísir/ErnirJákvæð útgeislun Alma Rut segir að söngkonur þurfi líka að hugsa um mataræði og líkamsrækt. „Maður þarf að vera í góðu formi þar sem sviðsframkoma er krefjandi. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega en mætti samt auðvitað vera duglegri. Á sviðinu þarf maður að vera sáttur við sjálfan sig, annars líður manni ekki vel og áheyrendur eru fljótir að taka eftir því. Andleg vinna skiptir líka máli til að útgeislunin sé jákvæð. Reynslan hefur kennt mér hvað hentar best. Þar sem vinnan mín fer fram á kvöldin og í miklum törnum fer lítið fyrir matargerð hjá mér. Oft eru æfingar á daginn og maður þarf að vera vel skipulagður svo allt gangi upp á heimilinu. Það er ekkert skemmtilegt að vera með samviskubit yfir fjölskyldunni. Ég syng með hljómsveitunum Vestanáttinni og Alaska á dansleikjum, árshátíðum, brúðkaupum og öðrum viðburðum og ég er því oft fjarverandi á kvöldin.“ Alma Rut ætlar að heimsækja vinkonu sína, Ínu Valgerði söngkonu, til Bandaríkjanna í næsta mánuði ásamt annarri vinkonu sinni og söngkonu, Írisi Hólm. „Við kynntust í gegnum tónlistina. Það er svo dýrmætt við þennan bransa að kynnast öllu þessu góða fólki.“ Alma er ættuð frá Akureyri og nam söng í Tónlistarskóla FÍH og píanóleik og söng í Tónlistarskóla Akureyrar. Hún hefur verið í stjórn Kítón sem er félag kvenna í tónlist. Þá hefur hún sungið inn á nokkrar plötur auk þess að koma fram með öllum helstu tónlistarmönnum landsins.Alma Rut hefur mikinn áhuga á kjólum, sérstaklega þeim sem glitra.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira