Þakklátur fyrir að enginn slasaðist í óhappinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 13:00 Frá vettvangi slyssins. Andrea Ósk Eigandi fyrirtækisins Stjörnugrís þakkar fyrir að ekki fór verr í umferðaróhappi flutningabíls þeirra á Sæbraut á þriðjudag. Bíllinn var að flytja kjöt og endaði afurðin öll í götunni. Við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut í meira en tvær klukkustundir. „Maður þakkar forsjánni fyrir að enginn slasaðist,“ segir Geir Gunnar Geirsson meðeigandi í Stjörnugrís í samtali við Vísi.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna óhappsins og voru sumir vegfarendur vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að óhappið hafi undirstrikað að mörgu leyti hversu viðkvæmt gatnakerfið er og ekki þarf mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast. „Þetta er þungur flutningur og vegirnir eru ójafnir og það eru svona rendur í þeim. Hann tekur beygju og kannski hefur hann keyrt harkalega eða það hefur verið klakaójafna eða eitthvað á veginum og hann hefur henst til og þá hefur þetta gerst að það hefur komið hnykkur á farminn,“ segir Geir um óhappið.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhappsins. Vísir/HannaGrísaskrokkarnir fóru beint í urðun Einhverjir vegfarendur töldu fyrst að bíll hefði oltið á veginum en Geir segir að kassinn aftan á bílnum hafi einfaldlega sprungið. „Kassinn eða þessar umbúðir eiga að vera það sterkar að þær eiga að þola slíkt en þarna hefur það því miður gerst að svo var ekki. Hann bara springur og þeyttist hliðin úr honum þegar það kom hnykkur á farminn.“ Bíllinn var á leið í kjötvinnslu með 120 bútaða grísi. „Þetta fór allt í götuna og allt í urðun. Þetta var altjón, það má segja það.“ Geir segir að það segi sig sjálft að þetta sé fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið og eru þau nú að kanna hvort þau hafi verið tryggð fyrir óhappi með þessu.Hefði getað verið ljótt Aftari hlutinn á bílnum er alveg ónýtur en bílstjórinn slasaðist ekki í óhappinu. Geir segir mikið mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer varð enginn fyrir slysi, það er það sem skiptir mestu máli. Það hefði verið ljótt ef einhver hefði verið að aka við hliðina á bílnum til dæmis. Svo við erum þakklát forsjánni fyrir það.“ Í Vegan Ísland hópnum myndaðist umræða um svínaskrokkana á Sæbraut og vonuðu þar einhverjir að þetta myndi vekja fólk til umhugsunar um kjötát. Geir vildi ekki tjá sig um þá umræðu. „Það verður hver að hafa sína skoðun og lífsspeki.“ Samgöngur Tengdar fréttir Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Eigandi fyrirtækisins Stjörnugrís þakkar fyrir að ekki fór verr í umferðaróhappi flutningabíls þeirra á Sæbraut á þriðjudag. Bíllinn var að flytja kjöt og endaði afurðin öll í götunni. Við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut í meira en tvær klukkustundir. „Maður þakkar forsjánni fyrir að enginn slasaðist,“ segir Geir Gunnar Geirsson meðeigandi í Stjörnugrís í samtali við Vísi.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna óhappsins og voru sumir vegfarendur vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að óhappið hafi undirstrikað að mörgu leyti hversu viðkvæmt gatnakerfið er og ekki þarf mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast. „Þetta er þungur flutningur og vegirnir eru ójafnir og það eru svona rendur í þeim. Hann tekur beygju og kannski hefur hann keyrt harkalega eða það hefur verið klakaójafna eða eitthvað á veginum og hann hefur henst til og þá hefur þetta gerst að það hefur komið hnykkur á farminn,“ segir Geir um óhappið.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhappsins. Vísir/HannaGrísaskrokkarnir fóru beint í urðun Einhverjir vegfarendur töldu fyrst að bíll hefði oltið á veginum en Geir segir að kassinn aftan á bílnum hafi einfaldlega sprungið. „Kassinn eða þessar umbúðir eiga að vera það sterkar að þær eiga að þola slíkt en þarna hefur það því miður gerst að svo var ekki. Hann bara springur og þeyttist hliðin úr honum þegar það kom hnykkur á farminn.“ Bíllinn var á leið í kjötvinnslu með 120 bútaða grísi. „Þetta fór allt í götuna og allt í urðun. Þetta var altjón, það má segja það.“ Geir segir að það segi sig sjálft að þetta sé fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið og eru þau nú að kanna hvort þau hafi verið tryggð fyrir óhappi með þessu.Hefði getað verið ljótt Aftari hlutinn á bílnum er alveg ónýtur en bílstjórinn slasaðist ekki í óhappinu. Geir segir mikið mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer varð enginn fyrir slysi, það er það sem skiptir mestu máli. Það hefði verið ljótt ef einhver hefði verið að aka við hliðina á bílnum til dæmis. Svo við erum þakklát forsjánni fyrir það.“ Í Vegan Ísland hópnum myndaðist umræða um svínaskrokkana á Sæbraut og vonuðu þar einhverjir að þetta myndi vekja fólk til umhugsunar um kjötát. Geir vildi ekki tjá sig um þá umræðu. „Það verður hver að hafa sína skoðun og lífsspeki.“
Samgöngur Tengdar fréttir Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21