Þakklátur fyrir að enginn slasaðist í óhappinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 13:00 Frá vettvangi slyssins. Andrea Ósk Eigandi fyrirtækisins Stjörnugrís þakkar fyrir að ekki fór verr í umferðaróhappi flutningabíls þeirra á Sæbraut á þriðjudag. Bíllinn var að flytja kjöt og endaði afurðin öll í götunni. Við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut í meira en tvær klukkustundir. „Maður þakkar forsjánni fyrir að enginn slasaðist,“ segir Geir Gunnar Geirsson meðeigandi í Stjörnugrís í samtali við Vísi.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna óhappsins og voru sumir vegfarendur vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að óhappið hafi undirstrikað að mörgu leyti hversu viðkvæmt gatnakerfið er og ekki þarf mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast. „Þetta er þungur flutningur og vegirnir eru ójafnir og það eru svona rendur í þeim. Hann tekur beygju og kannski hefur hann keyrt harkalega eða það hefur verið klakaójafna eða eitthvað á veginum og hann hefur henst til og þá hefur þetta gerst að það hefur komið hnykkur á farminn,“ segir Geir um óhappið.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhappsins. Vísir/HannaGrísaskrokkarnir fóru beint í urðun Einhverjir vegfarendur töldu fyrst að bíll hefði oltið á veginum en Geir segir að kassinn aftan á bílnum hafi einfaldlega sprungið. „Kassinn eða þessar umbúðir eiga að vera það sterkar að þær eiga að þola slíkt en þarna hefur það því miður gerst að svo var ekki. Hann bara springur og þeyttist hliðin úr honum þegar það kom hnykkur á farminn.“ Bíllinn var á leið í kjötvinnslu með 120 bútaða grísi. „Þetta fór allt í götuna og allt í urðun. Þetta var altjón, það má segja það.“ Geir segir að það segi sig sjálft að þetta sé fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið og eru þau nú að kanna hvort þau hafi verið tryggð fyrir óhappi með þessu.Hefði getað verið ljótt Aftari hlutinn á bílnum er alveg ónýtur en bílstjórinn slasaðist ekki í óhappinu. Geir segir mikið mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer varð enginn fyrir slysi, það er það sem skiptir mestu máli. Það hefði verið ljótt ef einhver hefði verið að aka við hliðina á bílnum til dæmis. Svo við erum þakklát forsjánni fyrir það.“ Í Vegan Ísland hópnum myndaðist umræða um svínaskrokkana á Sæbraut og vonuðu þar einhverjir að þetta myndi vekja fólk til umhugsunar um kjötát. Geir vildi ekki tjá sig um þá umræðu. „Það verður hver að hafa sína skoðun og lífsspeki.“ Samgöngur Tengdar fréttir Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Eigandi fyrirtækisins Stjörnugrís þakkar fyrir að ekki fór verr í umferðaróhappi flutningabíls þeirra á Sæbraut á þriðjudag. Bíllinn var að flytja kjöt og endaði afurðin öll í götunni. Við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut í meira en tvær klukkustundir. „Maður þakkar forsjánni fyrir að enginn slasaðist,“ segir Geir Gunnar Geirsson meðeigandi í Stjörnugrís í samtali við Vísi.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna óhappsins og voru sumir vegfarendur vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að óhappið hafi undirstrikað að mörgu leyti hversu viðkvæmt gatnakerfið er og ekki þarf mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast. „Þetta er þungur flutningur og vegirnir eru ójafnir og það eru svona rendur í þeim. Hann tekur beygju og kannski hefur hann keyrt harkalega eða það hefur verið klakaójafna eða eitthvað á veginum og hann hefur henst til og þá hefur þetta gerst að það hefur komið hnykkur á farminn,“ segir Geir um óhappið.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhappsins. Vísir/HannaGrísaskrokkarnir fóru beint í urðun Einhverjir vegfarendur töldu fyrst að bíll hefði oltið á veginum en Geir segir að kassinn aftan á bílnum hafi einfaldlega sprungið. „Kassinn eða þessar umbúðir eiga að vera það sterkar að þær eiga að þola slíkt en þarna hefur það því miður gerst að svo var ekki. Hann bara springur og þeyttist hliðin úr honum þegar það kom hnykkur á farminn.“ Bíllinn var á leið í kjötvinnslu með 120 bútaða grísi. „Þetta fór allt í götuna og allt í urðun. Þetta var altjón, það má segja það.“ Geir segir að það segi sig sjálft að þetta sé fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið og eru þau nú að kanna hvort þau hafi verið tryggð fyrir óhappi með þessu.Hefði getað verið ljótt Aftari hlutinn á bílnum er alveg ónýtur en bílstjórinn slasaðist ekki í óhappinu. Geir segir mikið mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer varð enginn fyrir slysi, það er það sem skiptir mestu máli. Það hefði verið ljótt ef einhver hefði verið að aka við hliðina á bílnum til dæmis. Svo við erum þakklát forsjánni fyrir það.“ Í Vegan Ísland hópnum myndaðist umræða um svínaskrokkana á Sæbraut og vonuðu þar einhverjir að þetta myndi vekja fólk til umhugsunar um kjötát. Geir vildi ekki tjá sig um þá umræðu. „Það verður hver að hafa sína skoðun og lífsspeki.“
Samgöngur Tengdar fréttir Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21