Kvennakór Suðurnesja fagnar 50 ára afmæli með tónleikum Guðný Hrönn skrifar 22. febrúar 2018 12:15 Kvennakór Suðurnesja er 50 ára í dag. Kórinn fagnar tímamótunum með stórtónleikum og svo utanlandsferð í vor. Það var á þessum degi árið 1968 sem 27 konur komu saman og stofnuðu Kvennakór Suðurnesja. Kórinn er því 50 ára í dag og í tilefni dagsins syngur hann á afmælistónleikum í Hljómahöll í Reykjanesbæ í kvöld. Helga Hrönn Ólafsdóttir er einn af 38 meðlimum kórsins en hún hefur sungið með kórnum í 18 ár. Hún er að vonum spennt fyrir kvöldinu. „Við höldum stórtónleika í tilefni dagsins þar sem við syngjum með hljómsveit. Og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar og Fríða Dís úr Klassart syngja með okkur. Og það er uppselt þannig að það er spennandi,“ segir Helga og hlær. Til viðbótar við afmælistónleikana heldur kórinn einnig upp á afmælið með kórferð til Færeyja í maí. „Þar ætlum við að taka þátt í færeysku kóramóti þar sem eingöngu færeyskir kórar syngja, en við fáum líka að vera með. Við hittum nefnilega á skipuleggjanda mótsins og okkur var þá boðið að vera með. Við förum út með kórbullurnar okkar, það eru eiginmennirnir,“ segir Helga glöð í bragði. Eins og áður sagði hefur Helga verið í Kvennakór Suðurnesja í 18 ár. Hún segir það alltaf jafn skemmtilegt. „Toppurinn er þegar við förum í Skálholt í æfingabúðir einu sinni á ári. Við erum þar yfir helgi og æfum og æfum og skemmtum okkur.“ Tónlist Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það var á þessum degi árið 1968 sem 27 konur komu saman og stofnuðu Kvennakór Suðurnesja. Kórinn er því 50 ára í dag og í tilefni dagsins syngur hann á afmælistónleikum í Hljómahöll í Reykjanesbæ í kvöld. Helga Hrönn Ólafsdóttir er einn af 38 meðlimum kórsins en hún hefur sungið með kórnum í 18 ár. Hún er að vonum spennt fyrir kvöldinu. „Við höldum stórtónleika í tilefni dagsins þar sem við syngjum með hljómsveit. Og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar og Fríða Dís úr Klassart syngja með okkur. Og það er uppselt þannig að það er spennandi,“ segir Helga og hlær. Til viðbótar við afmælistónleikana heldur kórinn einnig upp á afmælið með kórferð til Færeyja í maí. „Þar ætlum við að taka þátt í færeysku kóramóti þar sem eingöngu færeyskir kórar syngja, en við fáum líka að vera með. Við hittum nefnilega á skipuleggjanda mótsins og okkur var þá boðið að vera með. Við förum út með kórbullurnar okkar, það eru eiginmennirnir,“ segir Helga glöð í bragði. Eins og áður sagði hefur Helga verið í Kvennakór Suðurnesja í 18 ár. Hún segir það alltaf jafn skemmtilegt. „Toppurinn er þegar við förum í Skálholt í æfingabúðir einu sinni á ári. Við erum þar yfir helgi og æfum og æfum og skemmtum okkur.“
Tónlist Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira