Minimalisti má alveg eiga 2000 bækur eða 100 skópör Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 09:00 Margrét Björk Jónsdóttir segir að margir hafi ranghugmyndir um minimalíska lífsstílinn. Vísir/Ernir Margrét Björk Jónsdóttir hefur lifað minimalískum lífsstíl í rúm tvö ár og heldur úti skemmtilegu bloggi. Þessi breyting hefur haft mjög góð áhrif á fjölskyldulífið, hugarfarið, fjármálin og fleira. Margrét Björk er tveggja barna móðir og segir að þessi lífsstíll geti stundum verið krefjandi áskorun en er ótrúlega ánægð með að hafa kynnst minimalisma. Hún segir þó að mikið sé um misskilning og ranghugmyndir tengt þessum lífsstíl. „Ætli það sé ekki sá misskilningur að það „megi ekki“ eiga hitt eða þetta og þetta gangi helst út á að eiga sem minnst af veraldlegum hlutum. En í raun og veru snýst þetta um að líta inn á við og komast að því hvað raunverulega er það sem við viljum hafa í lífi okkar, með því að fjarlægja það sem gerir það ekki. Hvort sem það eru hlutir, fólk sem við umgöngumst, eða það hvernig við eyðum tíma okkar.“ Margrét Björk telur að hugsanlega sé ástæðan fyrir misskilningnum að umræðan snúist oftar en ekki bara um það að losa sig við hluti af heimilinu. Einhverjir haldi því að minimalismi snúist um það að neita sér um alla veraldlega hluti, eða þurfa að losa sig við allt sem þeir eiga mikið af. „Það er að sjálfsögðu partur af þessu, en fyrir mér er það bara fyrsta skrefið. Eftir að við fjölskyldan höfum losað okkur við um það bil helminginn af öllu af heimilinu finn ég að ósjálfrátt er ég orðin mun gagnrýnni á það hvað fær pláss í lífinu okkar, hvort sem það eru hlutir á heimilinu eða annað.“ Minimalistar eru allskonarMargrét ætlar í mars að byrja að taka að sér fyrirlestra um sína upplifun af þessari lífsstílsbreytingu og gefa fólki góð ráð. Í vikunni fór hún á fyrirlestur hér á landi hjá Josua Becker, manninum á bak við síðuna Becoming minimalist. Fyrirlesturinn var þrír tímar en Margrét segir að hann hafi liðið eins og nokkrar mínútur. „Flestir sem eru vel að sér í þessum minimalíska lífstíl hafa heyrt á hann minnst, enda mjög áberandi talsmaður innan „samfélagsins.“ Hann hefur meðal annars skrifað fjölda bóka, og kom fram í myndinni The Minimalists sem kom út á Netflix í fyrra og vakti mikla athygli. Hann var alveg frábær, Joshua er svo „venjulegur“ maður þrátt fyrir að vera orðinn svona þekkt nafn. Hann talaði á þann hátt að flestir ef ekki allir gátu fundið sig í einhverjum af þeim aðstæðum sem hann lýsti.“ Margrét segir að samkvæmt skilgreiningu Becker sé minimalismi tól sem gerir okkur kleift að einbeita okkur að því sem við höfum ánægju af – með því að fjarlægja það sem gerir það ekki. „Minimalisti má því eiga 2000 bækur, ef þær veita honum hamingju. Minimalisti má meira að segja eiga 100 skópör, eða eins mörg og hann vill á meðan honum langar til þess. Minimalisti má eiga svo fáa hluti að þeir passa allir í eina ferðatösku. Minimalisti þarf ekki að láta frá sér neitt sem hann virkilega langar til að eiga. Minimalistar borða ekki upp úr ruslagámum, nema þeir vilji það. Minimalistar eru nefnilega allskonar,“ skrifaði Margrét í nýrri færslu á blogginu sínu. Blogg Margrétar Bjarkar, minimalist.is, má finna hér. Hús og heimili Tengdar fréttir Að eiga sem minnst hefur marga kosti Háskólaneminn Margrét Björk Jónsdóttir hefur lifað minimalískum lífsstíl í um tvö ár. Hún segir þann lífsstíl hafa haft afar góð áhrif á hugarfarið, fjármálin og fjölskyldulífið svo fátt eitt sé nefnt. 30. desember 2017 14:30 Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Margrét Björk Jónsdóttir hefur lifað minimalískum lífsstíl í rúm tvö ár og heldur úti skemmtilegu bloggi. Þessi breyting hefur haft mjög góð áhrif á fjölskyldulífið, hugarfarið, fjármálin og fleira. Margrét Björk er tveggja barna móðir og segir að þessi lífsstíll geti stundum verið krefjandi áskorun en er ótrúlega ánægð með að hafa kynnst minimalisma. Hún segir þó að mikið sé um misskilning og ranghugmyndir tengt þessum lífsstíl. „Ætli það sé ekki sá misskilningur að það „megi ekki“ eiga hitt eða þetta og þetta gangi helst út á að eiga sem minnst af veraldlegum hlutum. En í raun og veru snýst þetta um að líta inn á við og komast að því hvað raunverulega er það sem við viljum hafa í lífi okkar, með því að fjarlægja það sem gerir það ekki. Hvort sem það eru hlutir, fólk sem við umgöngumst, eða það hvernig við eyðum tíma okkar.“ Margrét Björk telur að hugsanlega sé ástæðan fyrir misskilningnum að umræðan snúist oftar en ekki bara um það að losa sig við hluti af heimilinu. Einhverjir haldi því að minimalismi snúist um það að neita sér um alla veraldlega hluti, eða þurfa að losa sig við allt sem þeir eiga mikið af. „Það er að sjálfsögðu partur af þessu, en fyrir mér er það bara fyrsta skrefið. Eftir að við fjölskyldan höfum losað okkur við um það bil helminginn af öllu af heimilinu finn ég að ósjálfrátt er ég orðin mun gagnrýnni á það hvað fær pláss í lífinu okkar, hvort sem það eru hlutir á heimilinu eða annað.“ Minimalistar eru allskonarMargrét ætlar í mars að byrja að taka að sér fyrirlestra um sína upplifun af þessari lífsstílsbreytingu og gefa fólki góð ráð. Í vikunni fór hún á fyrirlestur hér á landi hjá Josua Becker, manninum á bak við síðuna Becoming minimalist. Fyrirlesturinn var þrír tímar en Margrét segir að hann hafi liðið eins og nokkrar mínútur. „Flestir sem eru vel að sér í þessum minimalíska lífstíl hafa heyrt á hann minnst, enda mjög áberandi talsmaður innan „samfélagsins.“ Hann hefur meðal annars skrifað fjölda bóka, og kom fram í myndinni The Minimalists sem kom út á Netflix í fyrra og vakti mikla athygli. Hann var alveg frábær, Joshua er svo „venjulegur“ maður þrátt fyrir að vera orðinn svona þekkt nafn. Hann talaði á þann hátt að flestir ef ekki allir gátu fundið sig í einhverjum af þeim aðstæðum sem hann lýsti.“ Margrét segir að samkvæmt skilgreiningu Becker sé minimalismi tól sem gerir okkur kleift að einbeita okkur að því sem við höfum ánægju af – með því að fjarlægja það sem gerir það ekki. „Minimalisti má því eiga 2000 bækur, ef þær veita honum hamingju. Minimalisti má meira að segja eiga 100 skópör, eða eins mörg og hann vill á meðan honum langar til þess. Minimalisti má eiga svo fáa hluti að þeir passa allir í eina ferðatösku. Minimalisti þarf ekki að láta frá sér neitt sem hann virkilega langar til að eiga. Minimalistar borða ekki upp úr ruslagámum, nema þeir vilji það. Minimalistar eru nefnilega allskonar,“ skrifaði Margrét í nýrri færslu á blogginu sínu. Blogg Margrétar Bjarkar, minimalist.is, má finna hér.
Hús og heimili Tengdar fréttir Að eiga sem minnst hefur marga kosti Háskólaneminn Margrét Björk Jónsdóttir hefur lifað minimalískum lífsstíl í um tvö ár. Hún segir þann lífsstíl hafa haft afar góð áhrif á hugarfarið, fjármálin og fjölskyldulífið svo fátt eitt sé nefnt. 30. desember 2017 14:30 Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Að eiga sem minnst hefur marga kosti Háskólaneminn Margrét Björk Jónsdóttir hefur lifað minimalískum lífsstíl í um tvö ár. Hún segir þann lífsstíl hafa haft afar góð áhrif á hugarfarið, fjármálin og fjölskyldulífið svo fátt eitt sé nefnt. 30. desember 2017 14:30
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið