Þrýst á ungar leikkonur að afklæðast á tökustað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. mars 2018 15:00 Sarah Jessica Parker er ein þeirra sem upplifðu þrýsting varðandi nektaratriði snemma á ferlinum. Vísir/Getty Algengt er að ungar leikkonur séu beittar þrýstingi til þess að koma fram naktar eða hálfnaktar snemma á ferlinum. Ef þær láta undan þrýstingnum er það meðal annars vegna ótta við að missa hlutverkið eða eyðileggja ferilinn sinn. Ciera Payton segir í vandaðri umfjöllun Washington Post að þegar hún fékk hlutverk í kvikmyndinni Flight of Fury hafi hún ekki fengið afhent handritið í heild sinni áður en hún lagði af stað á tökustað. Payton lék stórt hlutverk í myndinni á móti Steven Seagal og var hún tekin upp í Rúmeníu. Í flugvélinni á leiðinni þangað las Payton handritið og henni til mikillar furðu var þar atriði þar sem hún átti að koma nakin út úr sturtu. Þetta var fyrsta stóra hlutverkið hennar sem leikkona og fékk hún áfall að sjá að hún ætti að vera þar nakin og einnig leika í kynlífsatriði með annari konu. Eftir að hún ræddi málið við Seagal og svo yfirmenn á tökustað, sem allir voru karlkyns, mætti hún því viðhorfi að hún væri með vesen. Viðbrögðin sem hún fékk var „getur þú ekki allavega sýnt brjóstin á þér?“ Payton var þá aðeins 18 ára gömul.Óttast að missa vinnuna Margar leikkonur í sjónvarpi og kvikmyndum hafa orðið fyrir slíkum þrýstingi til að koma fram alveg naktar eða naktar að hluta til. Framleiðendur og leikstjórar beita óbeinum eða beinum þrýstingi og nota jafnvel hótanir eða andlegt ofbeldi til að fá sínu fram. Salma Hayek sagði frá því í viðtali á síðasta ári að Harvey Weinstein hafi hótað að hætta framleiðslu á kvikmyndinni Frida ef hún kæmi ekki nakin fram í kynlífsatriði með annarri konu. Sara Jessica Parker og Debra Messing hafa einnig lent í slíkum hótunum, frá öðrum karlmönnum. Parker neitaði að taka upp atriðið. Sumar þessara ungu kvenna óttast að ef þær segi nei fái þær þann stimpil að þær séu „erfiðar.“ Aðrar eru hræddar við að vera rektar, skipt út í verkefninu eða settar á einhvern svartan lista í leiklistarbransanum. Svo eru margar mjög hræddar í aðstæðunum og þora ekki öðru en að hlýða og uppfylla kröfurnar til þess að þvingunin hætti.Eins og hópþrýstingur í menntaskóla Margar leikkonur hafa rætt þessi mál í gegnum árin en nú í kjölfar #MeToo byltingarinnar og Time‘s Up herferðarinnar er hlustað betur á þær. „Allir lenda í þessu,“ segir Loan Dang, meðeigandi hjá lögfræðistofu í skemmtanabransanum, í samtali við Washington Post. „Þrýst er á leikarann til að gera eitthvað sem honum líður ekki vel með. Allir segja „þú ert að tefja, getur þú ekki ákveðið þig?““ Viðkomandi líður þá kannski eins og hann geti ekki sagt nei, á tökustað umkringdur vinnufélögum. „Þetta er eiginlega eins og í menntaskóla, eins og hópþrýstingur,“ segir Orange Is the New Black-leikkonan Alysia Reiner. Snemma á ferlinum var þrýst á hana að leika í kynlífsatriði sem var ekki í handritinu. „Sérstaklega þegar þú ert ungur leikari, þá er þessi ótti „ég verð rekin og ég þarf á þessu starfi að halda.“ Það er þessi tilfinning að þér sé auðveldlega skipt út.“ Árið 2016 var brjóstaskora, bert mitti eða efsti hlutinn læri sýnt á 25,6 prósent leikkvenna sem sögðu einhverjar línur eða léku karakter sem hafði nafn í 100 vinsælustu myndum ársins. Til samanburður voru þessir líkamshlutar aðeins sýndir berir hjá 9,2 prósent karlkyns leikara í sömu myndum. Þetta voru niðurstöður rannsóknar USC háskóla í Kaliforníu. MeToo Tengdar fréttir Sér ekki eftir því að hafa staðið upp og sagt frá Björk prýðir forsíðu tímaritsins Glamour sem kemur í búðarhillur í dag. Þar ræðir hún um nánast allt milli himins og jarðar, eins og náttúruvernd, frægðina og #metoo-byltinguna sem hún hefur sterkar skoðanir á. 28. febrúar 2018 08:00 Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Jennifer Lawrence ætlar að gera sjónvarpsþætti um nýju kvennabyltingarnar á borð við #metoo, #timesup og baráttunni fyrir jöfnum kjörum kynjanna í Hollywood. 26. febrúar 2018 20:30 Allra augu beinast að Ryan Seacrest á Óskarnum vegna MeToo Fjölmiðlar spenntir fyrir því að sjá hvaða stjörnur munu ræða við fjölmiðlamanninn út af ásökunum á hendur honum. 4. mars 2018 22:24 Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Sjá meira
Algengt er að ungar leikkonur séu beittar þrýstingi til þess að koma fram naktar eða hálfnaktar snemma á ferlinum. Ef þær láta undan þrýstingnum er það meðal annars vegna ótta við að missa hlutverkið eða eyðileggja ferilinn sinn. Ciera Payton segir í vandaðri umfjöllun Washington Post að þegar hún fékk hlutverk í kvikmyndinni Flight of Fury hafi hún ekki fengið afhent handritið í heild sinni áður en hún lagði af stað á tökustað. Payton lék stórt hlutverk í myndinni á móti Steven Seagal og var hún tekin upp í Rúmeníu. Í flugvélinni á leiðinni þangað las Payton handritið og henni til mikillar furðu var þar atriði þar sem hún átti að koma nakin út úr sturtu. Þetta var fyrsta stóra hlutverkið hennar sem leikkona og fékk hún áfall að sjá að hún ætti að vera þar nakin og einnig leika í kynlífsatriði með annari konu. Eftir að hún ræddi málið við Seagal og svo yfirmenn á tökustað, sem allir voru karlkyns, mætti hún því viðhorfi að hún væri með vesen. Viðbrögðin sem hún fékk var „getur þú ekki allavega sýnt brjóstin á þér?“ Payton var þá aðeins 18 ára gömul.Óttast að missa vinnuna Margar leikkonur í sjónvarpi og kvikmyndum hafa orðið fyrir slíkum þrýstingi til að koma fram alveg naktar eða naktar að hluta til. Framleiðendur og leikstjórar beita óbeinum eða beinum þrýstingi og nota jafnvel hótanir eða andlegt ofbeldi til að fá sínu fram. Salma Hayek sagði frá því í viðtali á síðasta ári að Harvey Weinstein hafi hótað að hætta framleiðslu á kvikmyndinni Frida ef hún kæmi ekki nakin fram í kynlífsatriði með annarri konu. Sara Jessica Parker og Debra Messing hafa einnig lent í slíkum hótunum, frá öðrum karlmönnum. Parker neitaði að taka upp atriðið. Sumar þessara ungu kvenna óttast að ef þær segi nei fái þær þann stimpil að þær séu „erfiðar.“ Aðrar eru hræddar við að vera rektar, skipt út í verkefninu eða settar á einhvern svartan lista í leiklistarbransanum. Svo eru margar mjög hræddar í aðstæðunum og þora ekki öðru en að hlýða og uppfylla kröfurnar til þess að þvingunin hætti.Eins og hópþrýstingur í menntaskóla Margar leikkonur hafa rætt þessi mál í gegnum árin en nú í kjölfar #MeToo byltingarinnar og Time‘s Up herferðarinnar er hlustað betur á þær. „Allir lenda í þessu,“ segir Loan Dang, meðeigandi hjá lögfræðistofu í skemmtanabransanum, í samtali við Washington Post. „Þrýst er á leikarann til að gera eitthvað sem honum líður ekki vel með. Allir segja „þú ert að tefja, getur þú ekki ákveðið þig?““ Viðkomandi líður þá kannski eins og hann geti ekki sagt nei, á tökustað umkringdur vinnufélögum. „Þetta er eiginlega eins og í menntaskóla, eins og hópþrýstingur,“ segir Orange Is the New Black-leikkonan Alysia Reiner. Snemma á ferlinum var þrýst á hana að leika í kynlífsatriði sem var ekki í handritinu. „Sérstaklega þegar þú ert ungur leikari, þá er þessi ótti „ég verð rekin og ég þarf á þessu starfi að halda.“ Það er þessi tilfinning að þér sé auðveldlega skipt út.“ Árið 2016 var brjóstaskora, bert mitti eða efsti hlutinn læri sýnt á 25,6 prósent leikkvenna sem sögðu einhverjar línur eða léku karakter sem hafði nafn í 100 vinsælustu myndum ársins. Til samanburður voru þessir líkamshlutar aðeins sýndir berir hjá 9,2 prósent karlkyns leikara í sömu myndum. Þetta voru niðurstöður rannsóknar USC háskóla í Kaliforníu.
MeToo Tengdar fréttir Sér ekki eftir því að hafa staðið upp og sagt frá Björk prýðir forsíðu tímaritsins Glamour sem kemur í búðarhillur í dag. Þar ræðir hún um nánast allt milli himins og jarðar, eins og náttúruvernd, frægðina og #metoo-byltinguna sem hún hefur sterkar skoðanir á. 28. febrúar 2018 08:00 Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Jennifer Lawrence ætlar að gera sjónvarpsþætti um nýju kvennabyltingarnar á borð við #metoo, #timesup og baráttunni fyrir jöfnum kjörum kynjanna í Hollywood. 26. febrúar 2018 20:30 Allra augu beinast að Ryan Seacrest á Óskarnum vegna MeToo Fjölmiðlar spenntir fyrir því að sjá hvaða stjörnur munu ræða við fjölmiðlamanninn út af ásökunum á hendur honum. 4. mars 2018 22:24 Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Fleiri fréttir Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Sjá meira
Sér ekki eftir því að hafa staðið upp og sagt frá Björk prýðir forsíðu tímaritsins Glamour sem kemur í búðarhillur í dag. Þar ræðir hún um nánast allt milli himins og jarðar, eins og náttúruvernd, frægðina og #metoo-byltinguna sem hún hefur sterkar skoðanir á. 28. febrúar 2018 08:00
Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Jennifer Lawrence ætlar að gera sjónvarpsþætti um nýju kvennabyltingarnar á borð við #metoo, #timesup og baráttunni fyrir jöfnum kjörum kynjanna í Hollywood. 26. febrúar 2018 20:30
Allra augu beinast að Ryan Seacrest á Óskarnum vegna MeToo Fjölmiðlar spenntir fyrir því að sjá hvaða stjörnur munu ræða við fjölmiðlamanninn út af ásökunum á hendur honum. 4. mars 2018 22:24