Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2018 11:15 Mikil hætta er á svifryki í Reykjavík í dag og næstu daga vegna veðursskilyrða. Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í borginni. Vísir/GVA Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að ökumenn séu að sjálfsögðu hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn nú þegar veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að svifryksmengun getur hækkað og loftgæði orðið verulega slæm. Borgin hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna tilkynningar sem hún sendi frá sér í gær þar sem varað var við því að styrkur svifryks mældist hár. Í tilkynningunni var því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunfærum og barna að stunda ekki útivist í nágrenni stórra umferðargatna og spurðu ýmsir sig að því hvers vegna borgin beindi því ekki til ökumanna að keyra ekki þegar loftgæði eru slæm. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þetta voru Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðspurð hvers vegna ökumenn hafi ekki verið hvattir til þess að draga úr notkun einkabílsins í tilkynningu borgarinnar í gær segir Svava að borgin hafi hvatt til þess áður í fjölmiðlum að fólk noti almenningssamgöngur í auknum mæli og aðra vistvæna ferðamáta. Þó megi að sjálfsögðu hvetja til þess oftar og sérstaklega þegar mikil hætta er á svifryki.Aukin notkun almenningssamgangna á stefnuskrá borgarinnar „Þetta er líka eitthvað sem borgin hefur haft á stefnuskrá sinni að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og öðrum vistvænum ferðamátum. Þess vegna er líka búið að gera þessa hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, þessi uppbygging á hjólreiðastígum sem fer fram, þetta er allt liður í tilraunum okkar til að minnka notkun einkabílsins. En það er vissulega rétt að það mætti hvetja til þess oftar og sérstaklega núna þegar við erum í svona góðu veðri um vor, og mikil hætta á svifryki, þá hvetjum við auðvitað eindregið til þess að fólk fari ekki óþarfa ferðir á bílnum, reyni frekar að nota almenningssamgöngur og sameinist í bíla,“ segir Svava og ítrekar að borgin hafi vissulega stigið fram og hvatt til notkunar á almenningssamgöngum en reynt verði að halda því enn meira á lofti. Hún kveðst beina því til ökumanna að hafa þetta í huga í dag og næstu daga þar sem veðurspáin sé þannig að ekki sé von á úrkomu fyrr en næsta miðvikudag. Þá er spáð hægum vindi og þegar útlitið er svona er meiri hætta á háum styrks svifryks. „En svo má einnig benda á það að fólk verður líka fyrir umtalsverðum áhrifum inni í bílnum þegar maður er að keyra á þessum götum. Við tökum útiloftið inn í bílinn okkar og þar erum við föst á meðan við erum í umferðinni. Þannig að það er heldur ekkert rosalega heilsusamlegt að vera á ferð á þessum stóru umferðargötum í bílunum sínum.“ Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar eru loftgæði í borginni góð í augnablikinu en fylgjast má með mælingum hér. Samgöngur Tengdar fréttir Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að ökumenn séu að sjálfsögðu hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn nú þegar veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að svifryksmengun getur hækkað og loftgæði orðið verulega slæm. Borgin hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna tilkynningar sem hún sendi frá sér í gær þar sem varað var við því að styrkur svifryks mældist hár. Í tilkynningunni var því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunfærum og barna að stunda ekki útivist í nágrenni stórra umferðargatna og spurðu ýmsir sig að því hvers vegna borgin beindi því ekki til ökumanna að keyra ekki þegar loftgæði eru slæm. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þetta voru Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðspurð hvers vegna ökumenn hafi ekki verið hvattir til þess að draga úr notkun einkabílsins í tilkynningu borgarinnar í gær segir Svava að borgin hafi hvatt til þess áður í fjölmiðlum að fólk noti almenningssamgöngur í auknum mæli og aðra vistvæna ferðamáta. Þó megi að sjálfsögðu hvetja til þess oftar og sérstaklega þegar mikil hætta er á svifryki.Aukin notkun almenningssamgangna á stefnuskrá borgarinnar „Þetta er líka eitthvað sem borgin hefur haft á stefnuskrá sinni að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og öðrum vistvænum ferðamátum. Þess vegna er líka búið að gera þessa hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, þessi uppbygging á hjólreiðastígum sem fer fram, þetta er allt liður í tilraunum okkar til að minnka notkun einkabílsins. En það er vissulega rétt að það mætti hvetja til þess oftar og sérstaklega núna þegar við erum í svona góðu veðri um vor, og mikil hætta á svifryki, þá hvetjum við auðvitað eindregið til þess að fólk fari ekki óþarfa ferðir á bílnum, reyni frekar að nota almenningssamgöngur og sameinist í bíla,“ segir Svava og ítrekar að borgin hafi vissulega stigið fram og hvatt til notkunar á almenningssamgöngum en reynt verði að halda því enn meira á lofti. Hún kveðst beina því til ökumanna að hafa þetta í huga í dag og næstu daga þar sem veðurspáin sé þannig að ekki sé von á úrkomu fyrr en næsta miðvikudag. Þá er spáð hægum vindi og þegar útlitið er svona er meiri hætta á háum styrks svifryks. „En svo má einnig benda á það að fólk verður líka fyrir umtalsverðum áhrifum inni í bílnum þegar maður er að keyra á þessum götum. Við tökum útiloftið inn í bílinn okkar og þar erum við föst á meðan við erum í umferðinni. Þannig að það er heldur ekkert rosalega heilsusamlegt að vera á ferð á þessum stóru umferðargötum í bílunum sínum.“ Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar eru loftgæði í borginni góð í augnablikinu en fylgjast má með mælingum hér.
Samgöngur Tengdar fréttir Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20