Hvatning til fólks um að virða söguna, landið og umhverfið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2018 06:00 Borghildur að ganga frá gólfverki í Listasafni Árnesinga sem sýnir Þjórsá frá upptökum til ósa. „Forfeður mínir bjuggu á bökkum Þjórsár og þessi lengsta á landsins er mér hugstæð. Líka vegna hugmyndarinnar um að þar eigi að fara að umbreyta landinu vegna einnar virkjunarinnar enn,“ segir Borghildur um sýninguna Þjórsá sem hún opnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 14. Þar miðlar hún birtu, lit, hreyfingu, hljóðum, áferð, og öðrum eiginleikum umhverfisins, að því er segir í texta eftir Æsu Sigurjónsdóttur í sýningarskrá. „Ég er með tvö vídeóverk á sýningunni, annað þeirra í tvennu lagi. Svo er löng þula sem verður textaverk á vegg og því fylgir hljóð. Eitt atriðið er átta metra langt gólfverk undir gleri, sjálf Þjórsá frá upptökum til ósa,“ lýsir Borghildur. Hún tekur fram að hún standi ekki ein í framkvæmdinni þó hugmyndirnar séu hennar. Hún sé með alls konar hjálp, meðal annars við að taka upp vídeóið og hljóðverkið. Síðasta sýning Borghildar var í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2016. Hún hét Umhverfismat vegna Skarðsels við Þjórsá. Hún segir Skarðsel vera tóftir eftir bæ forfeðra hennar og þær séu á því svæði sem Hvammsvirkjun er fyrirhuguð. Þar hafi verið búið fram á áratuginn 1930-40. „Hvammsvirkjun er fyrsta skrefið í að virkja neðri hluta Þjórsár og tóftirnar fara akkúrat undir stífluvegginn. Mér finnst það sárt.“ Í nýju sýningunni sleppir Borghildur þó frásögnum af fólkinu sínu en leggur áherslu á beina náttúrutengingu við fljótið langa sem kemur upp í Hofsjökli og fellur til sjávar vestan við Þykkvabæinn. Hún segir sýninguna vinsamlega hvatningu til fólks um að læra að þekkja og virða söguna, landið og umhverfið. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Rétturinn sem fær konurnar niður á hnéin „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Sjá meira
„Forfeður mínir bjuggu á bökkum Þjórsár og þessi lengsta á landsins er mér hugstæð. Líka vegna hugmyndarinnar um að þar eigi að fara að umbreyta landinu vegna einnar virkjunarinnar enn,“ segir Borghildur um sýninguna Þjórsá sem hún opnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 14. Þar miðlar hún birtu, lit, hreyfingu, hljóðum, áferð, og öðrum eiginleikum umhverfisins, að því er segir í texta eftir Æsu Sigurjónsdóttur í sýningarskrá. „Ég er með tvö vídeóverk á sýningunni, annað þeirra í tvennu lagi. Svo er löng þula sem verður textaverk á vegg og því fylgir hljóð. Eitt atriðið er átta metra langt gólfverk undir gleri, sjálf Þjórsá frá upptökum til ósa,“ lýsir Borghildur. Hún tekur fram að hún standi ekki ein í framkvæmdinni þó hugmyndirnar séu hennar. Hún sé með alls konar hjálp, meðal annars við að taka upp vídeóið og hljóðverkið. Síðasta sýning Borghildar var í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2016. Hún hét Umhverfismat vegna Skarðsels við Þjórsá. Hún segir Skarðsel vera tóftir eftir bæ forfeðra hennar og þær séu á því svæði sem Hvammsvirkjun er fyrirhuguð. Þar hafi verið búið fram á áratuginn 1930-40. „Hvammsvirkjun er fyrsta skrefið í að virkja neðri hluta Þjórsár og tóftirnar fara akkúrat undir stífluvegginn. Mér finnst það sárt.“ Í nýju sýningunni sleppir Borghildur þó frásögnum af fólkinu sínu en leggur áherslu á beina náttúrutengingu við fljótið langa sem kemur upp í Hofsjökli og fellur til sjávar vestan við Þykkvabæinn. Hún segir sýninguna vinsamlega hvatningu til fólks um að læra að þekkja og virða söguna, landið og umhverfið.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Rétturinn sem fær konurnar niður á hnéin „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Sjá meira