Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Sólveig segir að hin róttæka orðræða B-listans höfði vel til fólksins í Eflingu. Hún er boðberi breytinga í verkalýðsbaráttunni. Vísir/Anton „Þegar ég ákvað að slá til þá ákvað ég að ég vildi ekki einu sinni vita hvað svona verkalýðsforkólfur er með í laun. En ég er væntanlega að fara að hækka eitthvað hressilega, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla og nýkjörinn formaður Eflingar, spurð hvort hún muni ekki hækka í launum þegar hún tekur við formennskunni á aðalfundi félagsins 26. apríl. Hún segist ekki heldur hafa kannað eftir að niðurstaðan varð ljós hver laun hennar yrðu. „Ég er ekki einu sinni búin að sofa almennilega.“ Meirihluti félagsmanna í ASÍ er félagsmenn VR og Eflingar og munu því væntanlega eiga meirihluta fulltrúa á sambandsþingi ASÍ sem fer fram í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Fréttablaðið að hann geti hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ, eða að VR segi sig úr samtökunum. Sólveig segist ekki vera farin að leiða hugann að því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á forystu ASÍ í kjölfar breytinga á stjórn Eflingar. „Núna erum við bara að njóta þessarar sigurstundar. Við erum bara enn þá þar. Ekki aðeins vinnum við þessa kosningu heldur vinnum við yfirburðasigur. Sem segir okkur það að ekki einungis langaði fólk í breytingar heldur höfðar orðræða okkar, þessi róttæka orðræða, rosalega sterkt til fólks þegar henni er beitt. Við lítum því þannig á að við séum með sterkt umboð frá meðlimum. Það gefur náttúrlega augaleið að það verður ekki fetuð sama braut og það eru miklar breytingar í vændum,“ segir Sólveig. B-listinn, framboð Sólveigar og félaga hennar, hlaut 80 prósent greiddra atkvæða í Eflingarkosningunum. Sólveig segir að yfirburðirnir hafi komið sér og öðrum frambjóðendum B-listans á óvart. „Ég átti nú ekki von á þessu. Ég verð að viðurkenna það, en við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn,“ segir Sólveig. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Þegar ég ákvað að slá til þá ákvað ég að ég vildi ekki einu sinni vita hvað svona verkalýðsforkólfur er með í laun. En ég er væntanlega að fara að hækka eitthvað hressilega, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla og nýkjörinn formaður Eflingar, spurð hvort hún muni ekki hækka í launum þegar hún tekur við formennskunni á aðalfundi félagsins 26. apríl. Hún segist ekki heldur hafa kannað eftir að niðurstaðan varð ljós hver laun hennar yrðu. „Ég er ekki einu sinni búin að sofa almennilega.“ Meirihluti félagsmanna í ASÍ er félagsmenn VR og Eflingar og munu því væntanlega eiga meirihluta fulltrúa á sambandsþingi ASÍ sem fer fram í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Fréttablaðið að hann geti hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ, eða að VR segi sig úr samtökunum. Sólveig segist ekki vera farin að leiða hugann að því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á forystu ASÍ í kjölfar breytinga á stjórn Eflingar. „Núna erum við bara að njóta þessarar sigurstundar. Við erum bara enn þá þar. Ekki aðeins vinnum við þessa kosningu heldur vinnum við yfirburðasigur. Sem segir okkur það að ekki einungis langaði fólk í breytingar heldur höfðar orðræða okkar, þessi róttæka orðræða, rosalega sterkt til fólks þegar henni er beitt. Við lítum því þannig á að við séum með sterkt umboð frá meðlimum. Það gefur náttúrlega augaleið að það verður ekki fetuð sama braut og það eru miklar breytingar í vændum,“ segir Sólveig. B-listinn, framboð Sólveigar og félaga hennar, hlaut 80 prósent greiddra atkvæða í Eflingarkosningunum. Sólveig segir að yfirburðirnir hafi komið sér og öðrum frambjóðendum B-listans á óvart. „Ég átti nú ekki von á þessu. Ég verð að viðurkenna það, en við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn,“ segir Sólveig.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42