Elstu tré Hafnarfjarðar felld til að bjarga Siggubæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Lerkitrjánum við suðurgafl Siggubæjar mun hafa verið plantað árið 1926. Hafnarfjarðarbær „Þetta er eiginlega spurning um hvort það sé hægt að viðhalda húsinu eða hvort trén eigi að fá að vera,“ segir Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, um tvö af elstu trjám bæjarins sem til stendur að fella. Um er að ræða tvö lerkitré sem standa við suðurgafl Siggubæjar, eins elsta húss Hafnarfjarðar, sem heyrir undir byggðasafn bæjarins. Í greinargerð garðyrkjustjóra segir að lerkið hafi „í áratugi verið hægt og bítandi að berja húsið og þá þakkantinn“ þannig að verulega sjái á. „Til að hægt sé að lagfæra bæinn neyðumst við til að fjarlægja trén.“ Upphaflega vildi Steinar að trjánum yrði hlíft. „Er algerlega á móti því að fella þau,“ sagði hann í tölvupósti er bæjarskrifstofurnar inntu hann álits á málinu. Benti hann á að trén væru með þeim elstu sem vitað sé um í Hafnarfirði. Á lóðinni sé jafnframt heggur sem sé elsta tré bæjarins svo vitað sé. Heggurinn sé væntanlega rótarskot frá tré sem plantað hafi verið árið 1913. „Það ætti í raun að friða þessi tré!“ lagði Steinar áherslu á. Nú segist Steinar hafa kynnt sér málið nánar. „Ég sagði að mér fyndist sögunnar vegna að það ætti að friða þau en nú er ég búinn að skoða aðstæður betur,“ segir Steinar og bendir á að lerkitrén hafi á sínum tíma verið sett alveg upp við suðurgafl hússins, sennilega til að tryggja þeim skjól. Að auki sé klöpp undir þeim og því séu þau fremur lítil. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Þetta er eiginlega spurning um hvort það sé hægt að viðhalda húsinu eða hvort trén eigi að fá að vera,“ segir Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, um tvö af elstu trjám bæjarins sem til stendur að fella. Um er að ræða tvö lerkitré sem standa við suðurgafl Siggubæjar, eins elsta húss Hafnarfjarðar, sem heyrir undir byggðasafn bæjarins. Í greinargerð garðyrkjustjóra segir að lerkið hafi „í áratugi verið hægt og bítandi að berja húsið og þá þakkantinn“ þannig að verulega sjái á. „Til að hægt sé að lagfæra bæinn neyðumst við til að fjarlægja trén.“ Upphaflega vildi Steinar að trjánum yrði hlíft. „Er algerlega á móti því að fella þau,“ sagði hann í tölvupósti er bæjarskrifstofurnar inntu hann álits á málinu. Benti hann á að trén væru með þeim elstu sem vitað sé um í Hafnarfirði. Á lóðinni sé jafnframt heggur sem sé elsta tré bæjarins svo vitað sé. Heggurinn sé væntanlega rótarskot frá tré sem plantað hafi verið árið 1913. „Það ætti í raun að friða þessi tré!“ lagði Steinar áherslu á. Nú segist Steinar hafa kynnt sér málið nánar. „Ég sagði að mér fyndist sögunnar vegna að það ætti að friða þau en nú er ég búinn að skoða aðstæður betur,“ segir Steinar og bendir á að lerkitrén hafi á sínum tíma verið sett alveg upp við suðurgafl hússins, sennilega til að tryggja þeim skjól. Að auki sé klöpp undir þeim og því séu þau fremur lítil.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira