Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. mars 2018 00:30 A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Vísir/Ernir Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins með 80 prósent greiddra atkvæða. Niðurstöður lágu fyrir nú um miðnætti. A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Kosningin stóð yfir í tvo daga og lauk kosningunni klukkan 20 í kvöld. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig í viðtali við Vísi um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Í fyrsta sinn í sögu félagsins börðust tveir listar um hylli kjósenda. Ingvar Vigur Halldórsson var formannsefni A-listans, en Sólveig Anna var formannsefni B-listans. Óhætt er að segja að nokkuð föst skot hafi gengið á milli fylkinganna tveggja í kosningabaráttunni. Frambjóðendur A-listans hafa meðal annars gagnrýnt stuðning einstaklinga í sósíalistaflokknum við B-lista Sólveigar en á móti hafa frambjóðendur B-listans sagt ójafnræði ríkja í baráttunni og að núverandi stjórn Eflingar standi ótvírætt með A-listanum.Sjá einnig: Sólveig í skýjunum með sigurinn en mætir á leikskólann í fyrramálið Í gær greindi Vísir frá yffirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýstu því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á að kjósa A-listann. Í yfirlýsingu í gærkvöldi sagði Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, að þeir starfsmenn sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað hafi ekki kannast við atvikið. Þeir sem voru með Sólveigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Eflingar eru Magdalena Kwiatkowska hjá Café Paris, Aðalgeir Björnsson, tækjastjóri hjá Eimskip, Anna Marta Marjankowska hjá Náttúru þrif, Daníel Örn Arnarsson hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu, Guðmundur Jónatan Baldursson, bílstjóri hjá Snæland Grímsson, Jamie Mcquilkin hjá Resource International ehf. og Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar. Á kjörskrá voru 16.578 félagsmenn og af þeim greiddu 2.618 atkvæði. B listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 2099 atkvæði. A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru 4. Kjaramál Tengdar fréttir Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins með 80 prósent greiddra atkvæða. Niðurstöður lágu fyrir nú um miðnætti. A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Kosningin stóð yfir í tvo daga og lauk kosningunni klukkan 20 í kvöld. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig í viðtali við Vísi um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Í fyrsta sinn í sögu félagsins börðust tveir listar um hylli kjósenda. Ingvar Vigur Halldórsson var formannsefni A-listans, en Sólveig Anna var formannsefni B-listans. Óhætt er að segja að nokkuð föst skot hafi gengið á milli fylkinganna tveggja í kosningabaráttunni. Frambjóðendur A-listans hafa meðal annars gagnrýnt stuðning einstaklinga í sósíalistaflokknum við B-lista Sólveigar en á móti hafa frambjóðendur B-listans sagt ójafnræði ríkja í baráttunni og að núverandi stjórn Eflingar standi ótvírætt með A-listanum.Sjá einnig: Sólveig í skýjunum með sigurinn en mætir á leikskólann í fyrramálið Í gær greindi Vísir frá yffirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýstu því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á að kjósa A-listann. Í yfirlýsingu í gærkvöldi sagði Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, að þeir starfsmenn sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað hafi ekki kannast við atvikið. Þeir sem voru með Sólveigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Eflingar eru Magdalena Kwiatkowska hjá Café Paris, Aðalgeir Björnsson, tækjastjóri hjá Eimskip, Anna Marta Marjankowska hjá Náttúru þrif, Daníel Örn Arnarsson hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu, Guðmundur Jónatan Baldursson, bílstjóri hjá Snæland Grímsson, Jamie Mcquilkin hjá Resource International ehf. og Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar. Á kjörskrá voru 16.578 félagsmenn og af þeim greiddu 2.618 atkvæði. B listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 2099 atkvæði. A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru 4.
Kjaramál Tengdar fréttir Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00
Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00
Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31