Ekki fyrir annan en lögreglu að taka á fólki í geðrofi vegna neyslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2018 21:40 Neysla á kókaíni hefur aukist mikið hér á landi síðustu misseri, að mati lögreglu og yfirlækna á bráðageðdeild og Vogi. Læknarnir segja að efnið geti valdið bráðageðrofi og í sumum tilfellum þurfi lögregla að skerast í leikinn. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að greinilega væri mun meira kókaín í umferð nú en áður. Efnið geti valdið geðrofi, oftast í mjög skamman tíma og þá yfirleitt meðan að fólk sé í vímu. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá síðasta ári kemur fram að neysla á kókaíni virðist aukast ört líkt og á síðasta hagvaxtarskeiði. Þá megi fullyrða að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í Íslandssögunni. Þetta hefur mikil áhrif en árlega leggjast um 700 manns inn á Vog vegna neyslu á örvandi efnum en meðalaldur þess er 35 ára.Örvandi efni geti valdið tímabundnu geðrofi Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist finna fyrir meiri neyslu á kókaíni nú en áður. „Við sjáum að þessi örvandi lyfjaneysla sem hefur staðið yfir mjög lengi hérna hjá okkur á Íslandi, hún er bara ennþá mjög áberandi. Síðustu misserin hefur kókaín átt þar stærri hlut að máli,“ segir Valgerður. Hún segir að örvandi efni geti valdið geðrofi í skamman tíma. „Þá líkist það því að fólk sé kannski með geðrofssjúkdóma en er í geðrofi vegna neyslunnar. Það er mjög vel þekkt og hefur ákveðna skilgreiningu en þá rennur það af þegar víman rennur af.“ Hún segir afar erfitt fyrir aðstandendur að ráða við fólk í slíku ástandi og stundum þurfi lögregla að skerast í leikinn. „Það er mikill hegðunarvandi og jafnvel ofbeldi og erfiðleikar að það er kannski ekki fyrir neinn að taka á því, annan heldur en lögreglu. Það er ekkert skrítið við það.“ Tengdar fréttir Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Neysla á kókaíni hefur aukist mikið hér á landi síðustu misseri, að mati lögreglu og yfirlækna á bráðageðdeild og Vogi. Læknarnir segja að efnið geti valdið bráðageðrofi og í sumum tilfellum þurfi lögregla að skerast í leikinn. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að greinilega væri mun meira kókaín í umferð nú en áður. Efnið geti valdið geðrofi, oftast í mjög skamman tíma og þá yfirleitt meðan að fólk sé í vímu. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá síðasta ári kemur fram að neysla á kókaíni virðist aukast ört líkt og á síðasta hagvaxtarskeiði. Þá megi fullyrða að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í Íslandssögunni. Þetta hefur mikil áhrif en árlega leggjast um 700 manns inn á Vog vegna neyslu á örvandi efnum en meðalaldur þess er 35 ára.Örvandi efni geti valdið tímabundnu geðrofi Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist finna fyrir meiri neyslu á kókaíni nú en áður. „Við sjáum að þessi örvandi lyfjaneysla sem hefur staðið yfir mjög lengi hérna hjá okkur á Íslandi, hún er bara ennþá mjög áberandi. Síðustu misserin hefur kókaín átt þar stærri hlut að máli,“ segir Valgerður. Hún segir að örvandi efni geti valdið geðrofi í skamman tíma. „Þá líkist það því að fólk sé kannski með geðrofssjúkdóma en er í geðrofi vegna neyslunnar. Það er mjög vel þekkt og hefur ákveðna skilgreiningu en þá rennur það af þegar víman rennur af.“ Hún segir afar erfitt fyrir aðstandendur að ráða við fólk í slíku ástandi og stundum þurfi lögregla að skerast í leikinn. „Það er mikill hegðunarvandi og jafnvel ofbeldi og erfiðleikar að það er kannski ekki fyrir neinn að taka á því, annan heldur en lögreglu. Það er ekkert skrítið við það.“
Tengdar fréttir Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00
Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21