Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. mars 2018 07:00 Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu Barmahlíð 2 á Akureyri á síðasta ári og hafa gert fallegar breytingar. Úr einkasafni Svana Rún Símonardóttir tók í gegn hús á Akureyri með ódýrum og sniðugum lausnum. Húsið hefur áður verið meðal annars hrefnukjötsverkun og fæðingarstofa. Breytingin sem hefur verið gerð á húsinu síðustu 12 mánuði er virkilega flott og fengum við Svönu Rún til að segja frá því sem var gert í hverju rými. „Ég er 36 ára og í sambúð með Ríkarð Svavar Axelsyni. Ég er móðir tveggja drengja sem eru sjö og 11 ára og stjúpmamma fjögurra barna sem eru sex, sjö, níu og 14 ára. Félagsráðgjafi að mennt og vinn hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóð.“ Svana Rún og Ríkharð keyptu húsið 16. febrúar á síðasta ári og fluttu inn degi síðar. „Húsið er byggt 1977. Lengi vel var þar starfrækt hrefnukjötsverkun samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið. Kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir rak síðan stofu á neðri hæð hússins en það er staðsett í Barmahlíð 2 á Akureyri.“Vinna vel saman Þau biðu alls ekki lengi áður en þau hófu framkvæmdirnar en hafa svo síðasta árið verið að dunda sér í þessum verkefnum þegar tími gefst til. „Ætli megi ekki segja að ég hafi búið í húsinu í nokkrar klukkustundir þegar breytingar hófust en þær voru svolítið handahófskenndar og fljótvirknislegar, en komu vel út engu að síður, svona þegar búið var að mála og græja. Við tókum strax niður efri skápa í eldhúsinu og vegg sem lokaði stofunni að hluta. Við höfum í raun ekki rifið niður annað heldur notað það sem fyrir var með því að fegra það með málningu, fyrir utan baðherbergið en við urðum að fara í það vegna raka, enda svo sem löngu komið á tíma svona útlitslega séð líka. Við höfum í raun notað og nýtt allt sem fyrir var í húsinu, gamla eldhúsinnréttingin stendur enn, ásamt rauðu flísunum sem nú hafa verið málaðar.“ Svana Rún hefur áður tekið hús í gegn en það var meira utanhúss og svo kjallari í húsi sem hún átti í Noregi. „Hins vegar er ég alltaf að breyta og bæta innandyra og hef búið að nokkrum stöðum sem og í nokkrum löndum í gegnum ævina og hef alltaf reynt að finna ódýrar leiðir til þess að gera heimilislegt og notalegt.“ Það sem kom henni mest á óvart í framkvæmdunum í Barmahlíðinni var hvað þetta var einfalt og gaman. „Þær gengur mjög vel, við vinnum vel saman ég og maðurinn minn, og höfum gaman af því að gera þessa hluti, það er ótrúlega gaman að sjá að það þarf ekki að vera dýrt né alltaf tímafrekt að gera heimilið fallegra.“Svana er dugleg að birta hugmyndir á Instagram undir notendanafninu svanasimonardottir eða Svana - Hús og heimili.Úr einkasafniAllt stærra og bjartara Hjónin settu ekki upp neina fjárhagsáætlun heldur ákváðu að reyna að spara og eiga fyrir stórum framkvæmdum. „Við tókum baðið i gegn í fyrra og erum mjög ánægð með það. Næstu framkvæmdir eru líklegast eldhúsið, en innréttingin er síðan 1977 og komin tími til að skipta henni út en þangað til máluðum við hana og flikkuðum upp á hana fyrir nokkra þúsundkalla. Við höfum ekki eytt stórri summu í þau verkefni sem eru búin hingað til, en við erum búin að lakka hurðar og karma, mála veggi og gólf, pússa trégólfið sem fyrir var í sjónvarpsherberginu, setja upp vegg og búa til herbergi í bílskúrnum og slíkt. Við vorum að ljúka við að mála stigann hjá okkur en parketið var illa farið, ásamt því að mála flísar í forstofu og holinu bæði uppi og niðri. Breytingarnar eru engu að síður miklar, allt virkar stærra og bjartara.“Eldhúsið „Við gerðum i raun engar stórar né dýrar breytingar í eldhusinu. Við tókum efri skapana niður, máluðum borðplötuna og flísarnar með svartri glansandi Wapex 660 málningu,“ segir Svana Rún. „Við máluðum veggina og festum upp hillur.“Forstofan „Við máluðum panelvegginn í forstofunni með lit sem heitir Mystical le havre frá Sérefni, einnig máluðum við gólfið með Wapex 660 frá Sérefni líka. Liturinn er grár og er mattur sem okkur fannst vera kostur því gólfið verður ekki eins hált. Flísarnar voru rauðar að lit og lagaði okkur að lýsa aðeins upp rýmið á móti dökka veggnum.“Forstofan fyrir og eftir breytingarÚr einkasafniStofan „Við gerðum engar stórar breytingar í stofunni nema við máluðum panelvegginn í borðstofunni sem þó breytti miklu. Okkur finnst stofan kósý eins og hún er og setur arininn punktinn yfir i-ið. Við tókum niður léttan trévegg sem var svona hálfur veggur, þannig að hægt væri að labba inn í stofuna á tveimur stöðum.“Flísarnar „Við máluðum með Wapex 660 sem er mjög sterk vatnsþynnanleg epoxi málning sem fæst í öllum litum. Það var ótrúlega lítið mál að mála, þó þarf að passa upp á nokkra þætti þar sem málningin endist í um það bil klukkustund eftir blöndun, annars þykknar hún og erfitt verður að mála með henni. Þetta er tveggja þátta málning og það þarf að hræra vel upp í henni og þynna hana. Við fórum vel eftir tækniblaðinu sem fylgir málningunni og þá var þetta lítið mál. Við notuðum rúllu til að fá ekki pensilför í gólfið og tókst það vel upp.Úr einkasafniStiginn „Það var kókosteppi á stiganum sem var orðið mjög ljótt og blettótt. Við tókum það af og þá kom parket í ljós sem var þakið grænu lími. Við skröpuðum mestallt límið af með sköfu og fórum svo með sandpappír, juðara, á stigann til að ná restinni af. Við þvoðum tröppurnar vel með sápu sem fæst líka hjá Sérefni og nær fitu og óhreinindum vel af. Eftir það skelltum við Wapex beint á stigann, en það þarf ekki að grunna þegar þessi málning er notuð.“Úr einkasafniBílskúrinn „Okkur vantaði auka herbergi fyrir aupair stelpuna okkar, þannig að við ákváðum að búa til auka herbergi þar sem bílskúrinn er tvöfaldur. Það var nokkuð létt verk og kom vel út. Inn af bílskúrnum er um það bil 30 fermetra herbergi líka sem við ákváðum að nota sem sjónvarps og leikherbergi og það er mikið notað af börnunum og vinum þeirra. Í framtíðinni á þar að vera „bíóbar og nammibar“ svona fyrir laugardagskvöldin en það eru kósýkvöld fjölskyldunnar.“Úr einkasafniBaðherbergið „Við urðum að taka allt í gegn vegna raka sem farin var að myndast undir baðkarinu. Við létum sérsmíða innréttingu og flísalögðum og létum setja gólfhita í leiðinni.“Úr einkasafniMikilvægt að njóta líka Svana Rún segir að það erfiðasta í þessu ferli hafi verið að stoppa. „Mig langar að halda áfram og áfram, næsta verkefni og næsta en stundum eru aðrir hlutir mikilvægari og það þarf að kunna að njóta líka og skipuleggja næsta verkefni áður en maður byrjar. Það er gott að búa aðeins í húsinu áður en maður byrjar á því að rífa til dæmis niður hluti. Ég er til dæmis mjög fljótfær stundum og geri hlutina áður en að pæla í þeim alveg í gegn, maðurinn minn stoppar mig stundum þar sem betur fer. Hann er vandvirkari en ég, ég vil bara sjá árangur sem fyrst. Hann er betri í að mála en ég fæ frjálsar hendur í að skreyta, þar er ég best.“ Skemmtilegast fannst henni svo að sjá árangur þess sem þau voru að gera. „Það er líka gaman að sjá að maður getur gert ýmislegt sem maður hélt að maður gæti alls ekki. Það er líka ótrúlega skemmtilegt að sjá að stórar breytingar þurfa alls ekki að vera dýrar.“ Uppáhalds staður Svönu Rúnar í húsinu núna er kósý sófinn fyrir framan arininn í stofunni. Hún er mjög sátt með útkomuna á öllu sem þau gerðu og hefði í raun ekki viljað gera neitt öðruvísi. „Mér finnst mikilvægt að nýta allt sem hægt er og það er hægt að gera gamla hluti fallega á svo marga vegu. Allt sem við höfum gert hingað til er ég ánægð með, en það er alveg nóg eftir að gera þannig að verkefnin verða líklega aldrei alveg búin.“Áhugasamir geta fylgst með Svönu á Instagram undir notendanafninu Svana - Hús og heimili. Hús og heimili Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Sjá meira
Svana Rún Símonardóttir tók í gegn hús á Akureyri með ódýrum og sniðugum lausnum. Húsið hefur áður verið meðal annars hrefnukjötsverkun og fæðingarstofa. Breytingin sem hefur verið gerð á húsinu síðustu 12 mánuði er virkilega flott og fengum við Svönu Rún til að segja frá því sem var gert í hverju rými. „Ég er 36 ára og í sambúð með Ríkarð Svavar Axelsyni. Ég er móðir tveggja drengja sem eru sjö og 11 ára og stjúpmamma fjögurra barna sem eru sex, sjö, níu og 14 ára. Félagsráðgjafi að mennt og vinn hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóð.“ Svana Rún og Ríkharð keyptu húsið 16. febrúar á síðasta ári og fluttu inn degi síðar. „Húsið er byggt 1977. Lengi vel var þar starfrækt hrefnukjötsverkun samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið. Kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir rak síðan stofu á neðri hæð hússins en það er staðsett í Barmahlíð 2 á Akureyri.“Vinna vel saman Þau biðu alls ekki lengi áður en þau hófu framkvæmdirnar en hafa svo síðasta árið verið að dunda sér í þessum verkefnum þegar tími gefst til. „Ætli megi ekki segja að ég hafi búið í húsinu í nokkrar klukkustundir þegar breytingar hófust en þær voru svolítið handahófskenndar og fljótvirknislegar, en komu vel út engu að síður, svona þegar búið var að mála og græja. Við tókum strax niður efri skápa í eldhúsinu og vegg sem lokaði stofunni að hluta. Við höfum í raun ekki rifið niður annað heldur notað það sem fyrir var með því að fegra það með málningu, fyrir utan baðherbergið en við urðum að fara í það vegna raka, enda svo sem löngu komið á tíma svona útlitslega séð líka. Við höfum í raun notað og nýtt allt sem fyrir var í húsinu, gamla eldhúsinnréttingin stendur enn, ásamt rauðu flísunum sem nú hafa verið málaðar.“ Svana Rún hefur áður tekið hús í gegn en það var meira utanhúss og svo kjallari í húsi sem hún átti í Noregi. „Hins vegar er ég alltaf að breyta og bæta innandyra og hef búið að nokkrum stöðum sem og í nokkrum löndum í gegnum ævina og hef alltaf reynt að finna ódýrar leiðir til þess að gera heimilislegt og notalegt.“ Það sem kom henni mest á óvart í framkvæmdunum í Barmahlíðinni var hvað þetta var einfalt og gaman. „Þær gengur mjög vel, við vinnum vel saman ég og maðurinn minn, og höfum gaman af því að gera þessa hluti, það er ótrúlega gaman að sjá að það þarf ekki að vera dýrt né alltaf tímafrekt að gera heimilið fallegra.“Svana er dugleg að birta hugmyndir á Instagram undir notendanafninu svanasimonardottir eða Svana - Hús og heimili.Úr einkasafniAllt stærra og bjartara Hjónin settu ekki upp neina fjárhagsáætlun heldur ákváðu að reyna að spara og eiga fyrir stórum framkvæmdum. „Við tókum baðið i gegn í fyrra og erum mjög ánægð með það. Næstu framkvæmdir eru líklegast eldhúsið, en innréttingin er síðan 1977 og komin tími til að skipta henni út en þangað til máluðum við hana og flikkuðum upp á hana fyrir nokkra þúsundkalla. Við höfum ekki eytt stórri summu í þau verkefni sem eru búin hingað til, en við erum búin að lakka hurðar og karma, mála veggi og gólf, pússa trégólfið sem fyrir var í sjónvarpsherberginu, setja upp vegg og búa til herbergi í bílskúrnum og slíkt. Við vorum að ljúka við að mála stigann hjá okkur en parketið var illa farið, ásamt því að mála flísar í forstofu og holinu bæði uppi og niðri. Breytingarnar eru engu að síður miklar, allt virkar stærra og bjartara.“Eldhúsið „Við gerðum i raun engar stórar né dýrar breytingar í eldhusinu. Við tókum efri skapana niður, máluðum borðplötuna og flísarnar með svartri glansandi Wapex 660 málningu,“ segir Svana Rún. „Við máluðum veggina og festum upp hillur.“Forstofan „Við máluðum panelvegginn í forstofunni með lit sem heitir Mystical le havre frá Sérefni, einnig máluðum við gólfið með Wapex 660 frá Sérefni líka. Liturinn er grár og er mattur sem okkur fannst vera kostur því gólfið verður ekki eins hált. Flísarnar voru rauðar að lit og lagaði okkur að lýsa aðeins upp rýmið á móti dökka veggnum.“Forstofan fyrir og eftir breytingarÚr einkasafniStofan „Við gerðum engar stórar breytingar í stofunni nema við máluðum panelvegginn í borðstofunni sem þó breytti miklu. Okkur finnst stofan kósý eins og hún er og setur arininn punktinn yfir i-ið. Við tókum niður léttan trévegg sem var svona hálfur veggur, þannig að hægt væri að labba inn í stofuna á tveimur stöðum.“Flísarnar „Við máluðum með Wapex 660 sem er mjög sterk vatnsþynnanleg epoxi málning sem fæst í öllum litum. Það var ótrúlega lítið mál að mála, þó þarf að passa upp á nokkra þætti þar sem málningin endist í um það bil klukkustund eftir blöndun, annars þykknar hún og erfitt verður að mála með henni. Þetta er tveggja þátta málning og það þarf að hræra vel upp í henni og þynna hana. Við fórum vel eftir tækniblaðinu sem fylgir málningunni og þá var þetta lítið mál. Við notuðum rúllu til að fá ekki pensilför í gólfið og tókst það vel upp.Úr einkasafniStiginn „Það var kókosteppi á stiganum sem var orðið mjög ljótt og blettótt. Við tókum það af og þá kom parket í ljós sem var þakið grænu lími. Við skröpuðum mestallt límið af með sköfu og fórum svo með sandpappír, juðara, á stigann til að ná restinni af. Við þvoðum tröppurnar vel með sápu sem fæst líka hjá Sérefni og nær fitu og óhreinindum vel af. Eftir það skelltum við Wapex beint á stigann, en það þarf ekki að grunna þegar þessi málning er notuð.“Úr einkasafniBílskúrinn „Okkur vantaði auka herbergi fyrir aupair stelpuna okkar, þannig að við ákváðum að búa til auka herbergi þar sem bílskúrinn er tvöfaldur. Það var nokkuð létt verk og kom vel út. Inn af bílskúrnum er um það bil 30 fermetra herbergi líka sem við ákváðum að nota sem sjónvarps og leikherbergi og það er mikið notað af börnunum og vinum þeirra. Í framtíðinni á þar að vera „bíóbar og nammibar“ svona fyrir laugardagskvöldin en það eru kósýkvöld fjölskyldunnar.“Úr einkasafniBaðherbergið „Við urðum að taka allt í gegn vegna raka sem farin var að myndast undir baðkarinu. Við létum sérsmíða innréttingu og flísalögðum og létum setja gólfhita í leiðinni.“Úr einkasafniMikilvægt að njóta líka Svana Rún segir að það erfiðasta í þessu ferli hafi verið að stoppa. „Mig langar að halda áfram og áfram, næsta verkefni og næsta en stundum eru aðrir hlutir mikilvægari og það þarf að kunna að njóta líka og skipuleggja næsta verkefni áður en maður byrjar. Það er gott að búa aðeins í húsinu áður en maður byrjar á því að rífa til dæmis niður hluti. Ég er til dæmis mjög fljótfær stundum og geri hlutina áður en að pæla í þeim alveg í gegn, maðurinn minn stoppar mig stundum þar sem betur fer. Hann er vandvirkari en ég, ég vil bara sjá árangur sem fyrst. Hann er betri í að mála en ég fæ frjálsar hendur í að skreyta, þar er ég best.“ Skemmtilegast fannst henni svo að sjá árangur þess sem þau voru að gera. „Það er líka gaman að sjá að maður getur gert ýmislegt sem maður hélt að maður gæti alls ekki. Það er líka ótrúlega skemmtilegt að sjá að stórar breytingar þurfa alls ekki að vera dýrar.“ Uppáhalds staður Svönu Rúnar í húsinu núna er kósý sófinn fyrir framan arininn í stofunni. Hún er mjög sátt með útkomuna á öllu sem þau gerðu og hefði í raun ekki viljað gera neitt öðruvísi. „Mér finnst mikilvægt að nýta allt sem hægt er og það er hægt að gera gamla hluti fallega á svo marga vegu. Allt sem við höfum gert hingað til er ég ánægð með, en það er alveg nóg eftir að gera þannig að verkefnin verða líklega aldrei alveg búin.“Áhugasamir geta fylgst með Svönu á Instagram undir notendanafninu Svana - Hús og heimili.
Hús og heimili Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Sjá meira