Stjakaði við formanni FÍL eftir kjaraviðræður Ólöf Skaftadóttir og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 6. mars 2018 07:00 Birna Hafstein, formaður FÍL, ætlaði að faðma leikhússtjórann eftir að kjaraviðræður voru leiddar til lykta, en Ari brást ókvæða við. Vísir/ernir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), lýsti stirðum samskiptum á milli sín og Ara Matthíassonar, leikhússtjóra Þjóðleikhússins, á fundi með fimmtán til tuttugu félagsmönnum sem í hlut áttu í kjölfar undirritunar nýs kjarasamnings við leikara Þjóðleikhússins í febrúar. Eftir nokkuð harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikaranna hafi samningur loks verið undirritaður. Stirt hafi verið milli Birnu og Ara á meðan á viðræðum stóð. Þegar Birna ætlaði að faðma Ara inni á skrifstofu hans í leikhúsinu, eftir að viðræðum var lokið og samningur í höfn, hafi Þjóðleikhússtjórinn þess í stað stjakað við henni í vitna viðurvist og hún hrasað í kjölfarið. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ari neitaði því ekki að atvikið hefði átti sér stað, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. „Við Birna tókumst á í þessum samningi, við tókumst í hendur við undirritun samningsins. Þó við höfum ekki faðmast við undirritunina þá höfum við faðmast síðan og ég lít á Birnu sem öflugan og kröftugan formann síns stéttarfélags sem hefur náð mikilli kjarabót fyrir leikara og er þess vegna góður formaður og samskipti mín við hana eru góð og verða vonandi áfram góð, hér eftir sem hingað til,“ útskýrði Ari í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Formleg kvörtun vegna atviksins hefur ekki borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem fer með málefni Þjóðleikhússins, né Þjóðleikhúsráði, sem fer þó aðallega með rekstrartengd málefni leikhússins. Hins vegar höfðu meðlimir Þjóðleikhúsráðs heyrt af málinu þegar það var borið undir þá og það verið rætt óformlega þeirra á milli. Ekki náðist í Birnu Hafstein við vinnslu fréttarinnar. Ari, sem hefur mikla reynslu af leikhússtörfum, tók við stöðu framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins árið 2010 og starfaði þá við hlið Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem gegndi embætti þjóðleikhússtjóra. Hann var síðan skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára, líkt og venjan er, þann 1. janúar 2015. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Menning Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara (FÍL), lýsti stirðum samskiptum á milli sín og Ara Matthíassonar, leikhússtjóra Þjóðleikhússins, á fundi með fimmtán til tuttugu félagsmönnum sem í hlut áttu í kjölfar undirritunar nýs kjarasamnings við leikara Þjóðleikhússins í febrúar. Eftir nokkuð harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikaranna hafi samningur loks verið undirritaður. Stirt hafi verið milli Birnu og Ara á meðan á viðræðum stóð. Þegar Birna ætlaði að faðma Ara inni á skrifstofu hans í leikhúsinu, eftir að viðræðum var lokið og samningur í höfn, hafi Þjóðleikhússtjórinn þess í stað stjakað við henni í vitna viðurvist og hún hrasað í kjölfarið. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ari neitaði því ekki að atvikið hefði átti sér stað, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans. „Við Birna tókumst á í þessum samningi, við tókumst í hendur við undirritun samningsins. Þó við höfum ekki faðmast við undirritunina þá höfum við faðmast síðan og ég lít á Birnu sem öflugan og kröftugan formann síns stéttarfélags sem hefur náð mikilli kjarabót fyrir leikara og er þess vegna góður formaður og samskipti mín við hana eru góð og verða vonandi áfram góð, hér eftir sem hingað til,“ útskýrði Ari í samtali við Fréttablaðið, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Formleg kvörtun vegna atviksins hefur ekki borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem fer með málefni Þjóðleikhússins, né Þjóðleikhúsráði, sem fer þó aðallega með rekstrartengd málefni leikhússins. Hins vegar höfðu meðlimir Þjóðleikhúsráðs heyrt af málinu þegar það var borið undir þá og það verið rætt óformlega þeirra á milli. Ekki náðist í Birnu Hafstein við vinnslu fréttarinnar. Ari, sem hefur mikla reynslu af leikhússtörfum, tók við stöðu framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins árið 2010 og starfaði þá við hlið Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem gegndi embætti þjóðleikhússtjóra. Hann var síðan skipaður þjóðleikhússtjóri til fimm ára, líkt og venjan er, þann 1. janúar 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Menning Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira