Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 19:05 Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum en Vísir greindi í dag frá yfirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýsir því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á það að kjósa A-listann í stjórn félagsins. Gísli Tryggvason, lögmaður B-lista, sagðist í stuttu samtali við Vísi vera búinn að boða kæru vegna málsins. Í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar kemur fram að kjörstjórn Eflingar hafi ekki borist neinar kærur vegna framkvæmdar á kosningu til stjórnar. „Formaður kjörstjórnar fékk sent afrit bréfs sem ekki var á neinn stílað þar sem tveir einstaklingar segjast hafa verið vitni að áróðri starfsmanns á kjörstað. Þó ekki sé eða hafi verið um kæru að ræða hefur verið farið yfir meint atvik með starfsmönnum og kannast þeir ekki við þá háttsemi sem ýjað er að,“ segir í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar. Tveir listar eru í framboði til stjórnar Eflingar, A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Kjördagar eru í dag og á morgun. Í bréfinu sem formaður kjörstjórnar vísar í í yfirlýsingu sinni og Vísir fjallaði um í dag segjast tveir einstaklingar hafa þann 1. mars verið að bíða þess þriðja sem var í kjörklefa þegar erlend kona kom inn á skrifstofuna. Konan kvartaði undan því að ekki væru aðgengilegar upplýsingar um kosningarnar á tungumáli sem hún skildi og að hún hefði enga hugmynd um hvað ætti að kjósa. Konan sem annaðist kosningarnar hélt því hins vegar fram að allar upplýsingar væru aðgengilegar á ensku, á vefsíðunni og hóf síðan að ræða nánar við konuna. Hún staðhæfði að A-listann skipaði mjög hæft fólk, sem þegar væri starfandi hjá félaginu, hefði gert það og vissi því hvað það væri að gera og hvernig félagið virkaði. Því væri hins vegar ekki svo farið með B-listann. Þar færi þvert á móti folk sem aldrei hefði svo mikið sem mætt á fundi félagsins, ekkert þeirra hefði starfað hjá félaginu og vissi því fátt eitt um hvernig það virkaði. Það eina sem það fólk vildi væri bara „verkfall, verkfall og aftur verkfall“ en Efling ætti að forðast verkföll því þetta væri hreyfing fólks sem hefði mjög lág laun og verkfall myndi því reynast því mjög kostnaðarsamt. Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum en Vísir greindi í dag frá yfirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýsir því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á það að kjósa A-listann í stjórn félagsins. Gísli Tryggvason, lögmaður B-lista, sagðist í stuttu samtali við Vísi vera búinn að boða kæru vegna málsins. Í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar kemur fram að kjörstjórn Eflingar hafi ekki borist neinar kærur vegna framkvæmdar á kosningu til stjórnar. „Formaður kjörstjórnar fékk sent afrit bréfs sem ekki var á neinn stílað þar sem tveir einstaklingar segjast hafa verið vitni að áróðri starfsmanns á kjörstað. Þó ekki sé eða hafi verið um kæru að ræða hefur verið farið yfir meint atvik með starfsmönnum og kannast þeir ekki við þá háttsemi sem ýjað er að,“ segir í yfirlýsingu formanns kjörstjórnar. Tveir listar eru í framboði til stjórnar Eflingar, A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Kjördagar eru í dag og á morgun. Í bréfinu sem formaður kjörstjórnar vísar í í yfirlýsingu sinni og Vísir fjallaði um í dag segjast tveir einstaklingar hafa þann 1. mars verið að bíða þess þriðja sem var í kjörklefa þegar erlend kona kom inn á skrifstofuna. Konan kvartaði undan því að ekki væru aðgengilegar upplýsingar um kosningarnar á tungumáli sem hún skildi og að hún hefði enga hugmynd um hvað ætti að kjósa. Konan sem annaðist kosningarnar hélt því hins vegar fram að allar upplýsingar væru aðgengilegar á ensku, á vefsíðunni og hóf síðan að ræða nánar við konuna. Hún staðhæfði að A-listann skipaði mjög hæft fólk, sem þegar væri starfandi hjá félaginu, hefði gert það og vissi því hvað það væri að gera og hvernig félagið virkaði. Því væri hins vegar ekki svo farið með B-listann. Þar færi þvert á móti folk sem aldrei hefði svo mikið sem mætt á fundi félagsins, ekkert þeirra hefði starfað hjá félaginu og vissi því fátt eitt um hvernig það virkaði. Það eina sem það fólk vildi væri bara „verkfall, verkfall og aftur verkfall“ en Efling ætti að forðast verkföll því þetta væri hreyfing fólks sem hefði mjög lág laun og verkfall myndi því reynast því mjög kostnaðarsamt.
Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Þúsundir utan kjörskrárinnar Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. 28. febrúar 2018 07:00
400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31