Ekkert fundað hjá starfshópi í nærri ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. mars 2018 07:30 SA og SÍS telja að frumvarpið geti kæft allar stærri framkvæmdir í fæðingu. Vísir/vilhelm Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum fundaði aldrei frá marsmánuði 2017 til febrúar 2018. Hópurinn var skipaður í apríl 2016 og átti að skila af sér frumvarpi haustið 2016 og átti heildarendurskoðun á lögunum að vera lokið í árslok 2016. Drög að frumvarpinu voru lögð fram í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum frá SA, SÍS og tveimur fulltrúum Skipulagsstofnunar. Þá var þar þáverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Formaður ráðsins var úr ráðuneytinu. Hópurinn lauk störfum í ágreiningi og skiluðu fulltrúar SA og SÍS séráliti við breytingarnar. „Ef vilji hefði verið fyrir af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefði mátt nýta þann tíma sem liðinn er mun betur, þannig að fyrir lægi heildstætt frumvarp um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Þess í stað hyggst ráðherra leggja fram tvö frumvörp um breytingar á lögunum sem bæði fela í sér íþyngjandi breytingar fyrir framkvæmdaraðila og leyfisveitendur,“ segir í séráliti þeirra. Í frumvörpunum tveimur, sem varða breytingar á lögum um umhverfismat og breytingar á skipulagslögum, eru meðal annars lagðar til breyttar hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Vísir/AntonNýtt ákvæði um undanþágu frá mati kæmi inn í lögin og ítarlegri ákvæði um ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar. Þá er þar ákvæði um að birting upplýsinga og ákvarðana skuli vera rafræn. SA og SÍS óskuðu eftir því að sérálit þeirra myndi fylgja frumvarpsdrögunum í gáttinni en ekki var orðið við því. Því var álitið sent sérstaklega inn sem umsögn við tillögurnar. Kemur þar fram að þau hafi lagt sérstaka áherslu á að athugasemdir og ábendingar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa liggi fyrir eins snemma í ferlinu og unnt er, að ekki verði aukið á óvissu og að framkvæmdaraðilar og fjárfestar viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga og hve langan tíma ferlið taki. „Ekkert af þessu náðist fram á þessu stigi endurskoðunar laganna. Mikilvægt er að skýr áætlun liggi fyrir sem fyrst um að ljúka heildarendurskoðun laganna,“ segir í umsögninni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að framkvæmdaleyfi muni gilda í þrjú ár í stað tíu áður. SA og SÍS telja það óheppilegt og til þess fallið að tefja mjög fyrir framkvæmdum öllum. „Það er auðvelt að sjá fyrir sér að einstakar framkvæmdir festist í endalausu kæruferli,“ segir í umsögninni. „Áhrifin verða fyrst og fremst á umfangsmiklar framkvæmdir til dæmis samgönguframkvæmdir, iðjuver, virkjanir, rannsóknarboranir, fiskeldi og einstaka framkvæmdir í ferðaþjónustu. Færa má rök fyrir því að áform ráðuneytisins geti sett allar umfangsmiklar framkvæmdir í uppnám.“ Hægt er að gera athugasemdir við drögin í samráðsgáttinni til 9. mars. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum fundaði aldrei frá marsmánuði 2017 til febrúar 2018. Hópurinn var skipaður í apríl 2016 og átti að skila af sér frumvarpi haustið 2016 og átti heildarendurskoðun á lögunum að vera lokið í árslok 2016. Drög að frumvarpinu voru lögð fram í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum frá SA, SÍS og tveimur fulltrúum Skipulagsstofnunar. Þá var þar þáverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Formaður ráðsins var úr ráðuneytinu. Hópurinn lauk störfum í ágreiningi og skiluðu fulltrúar SA og SÍS séráliti við breytingarnar. „Ef vilji hefði verið fyrir af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefði mátt nýta þann tíma sem liðinn er mun betur, þannig að fyrir lægi heildstætt frumvarp um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Þess í stað hyggst ráðherra leggja fram tvö frumvörp um breytingar á lögunum sem bæði fela í sér íþyngjandi breytingar fyrir framkvæmdaraðila og leyfisveitendur,“ segir í séráliti þeirra. Í frumvörpunum tveimur, sem varða breytingar á lögum um umhverfismat og breytingar á skipulagslögum, eru meðal annars lagðar til breyttar hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Vísir/AntonNýtt ákvæði um undanþágu frá mati kæmi inn í lögin og ítarlegri ákvæði um ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar. Þá er þar ákvæði um að birting upplýsinga og ákvarðana skuli vera rafræn. SA og SÍS óskuðu eftir því að sérálit þeirra myndi fylgja frumvarpsdrögunum í gáttinni en ekki var orðið við því. Því var álitið sent sérstaklega inn sem umsögn við tillögurnar. Kemur þar fram að þau hafi lagt sérstaka áherslu á að athugasemdir og ábendingar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa liggi fyrir eins snemma í ferlinu og unnt er, að ekki verði aukið á óvissu og að framkvæmdaraðilar og fjárfestar viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga og hve langan tíma ferlið taki. „Ekkert af þessu náðist fram á þessu stigi endurskoðunar laganna. Mikilvægt er að skýr áætlun liggi fyrir sem fyrst um að ljúka heildarendurskoðun laganna,“ segir í umsögninni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að framkvæmdaleyfi muni gilda í þrjú ár í stað tíu áður. SA og SÍS telja það óheppilegt og til þess fallið að tefja mjög fyrir framkvæmdum öllum. „Það er auðvelt að sjá fyrir sér að einstakar framkvæmdir festist í endalausu kæruferli,“ segir í umsögninni. „Áhrifin verða fyrst og fremst á umfangsmiklar framkvæmdir til dæmis samgönguframkvæmdir, iðjuver, virkjanir, rannsóknarboranir, fiskeldi og einstaka framkvæmdir í ferðaþjónustu. Færa má rök fyrir því að áform ráðuneytisins geti sett allar umfangsmiklar framkvæmdir í uppnám.“ Hægt er að gera athugasemdir við drögin í samráðsgáttinni til 9. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent