Gerir ekki athugun á ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Umboðsmaður Alþingis telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen. VISIR/ANTON BRINK Umboðsmaður Alþingis mun ekki gera frumkvæðisathugun á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við ráðningu fimmtán dómara við Landsrétt. Umboðsmaður telur umfjöllun dómstóla svara nægilega vangaveltum um undirbúning og ákvarðanir ráðherrans í málinu. „Í ljósi fyrirliggjandi umfjöllunar dómstóla og Alþingis um undirbúning og ákvarðanir dómsmálaráðherra vegna tillagna um skipun dómara í landsrétt telur umboðsmaður alþingis ekki tilefni til þess að hann taki einstök atriði þess máls til athugunar að eigin frumkvæði,“ segir í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Nefndin ákvað 6. febrúar að gefa umboðsmanni rými til að taka afstöðu til þess hvort hann hæfi frumkvæðisathugun á málinu. Hæstaréttardómar hafa fallið gegn ráðherranum þar sem hún fór ekki eftir stjórnsýslulögum. „Af lestri þessara dóma fékk ég ekki annað séð en að þar væri nægjanlega upplýst um málsatvik og lagaatriði,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hins vegar ætlar umboðsmaður að skoða að nýju stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf. „Hefur umboðsmaður hugað að því að hefja frumkvæðisathugun þar sem dregin verða fram dæmi um áhrif slíkrar stigagjafar og hvernig hún horfir við með tilliti til reglna stjórnsýsluréttarins, úrlausna dómstóla og vandaðra stjórnsýsluhátta og þá sérstaklega með það í huga að hvaða leyti þurfi að vanda betur til þessara mála.“ Einnig segir umboðsmaður ekki tilefni til athugunar á ráðgjafarskyldu opinberra starfsmanna. Ráðherrann hafi fengið ráðgjöf í samræmi við lagaskyldu opinberra starfsmanna en þó ekki fylgt henni. „Það hvaða upplýsingar þingmenn höfðu um þennan þátt málsins þegar þeir fjölluðu um það fellur einnig utan starfsviðs umboðsmanns,“ segir í bréfi umboðsmanns. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis mun ekki gera frumkvæðisathugun á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við ráðningu fimmtán dómara við Landsrétt. Umboðsmaður telur umfjöllun dómstóla svara nægilega vangaveltum um undirbúning og ákvarðanir ráðherrans í málinu. „Í ljósi fyrirliggjandi umfjöllunar dómstóla og Alþingis um undirbúning og ákvarðanir dómsmálaráðherra vegna tillagna um skipun dómara í landsrétt telur umboðsmaður alþingis ekki tilefni til þess að hann taki einstök atriði þess máls til athugunar að eigin frumkvæði,“ segir í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Nefndin ákvað 6. febrúar að gefa umboðsmanni rými til að taka afstöðu til þess hvort hann hæfi frumkvæðisathugun á málinu. Hæstaréttardómar hafa fallið gegn ráðherranum þar sem hún fór ekki eftir stjórnsýslulögum. „Af lestri þessara dóma fékk ég ekki annað séð en að þar væri nægjanlega upplýst um málsatvik og lagaatriði,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hins vegar ætlar umboðsmaður að skoða að nýju stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf. „Hefur umboðsmaður hugað að því að hefja frumkvæðisathugun þar sem dregin verða fram dæmi um áhrif slíkrar stigagjafar og hvernig hún horfir við með tilliti til reglna stjórnsýsluréttarins, úrlausna dómstóla og vandaðra stjórnsýsluhátta og þá sérstaklega með það í huga að hvaða leyti þurfi að vanda betur til þessara mála.“ Einnig segir umboðsmaður ekki tilefni til athugunar á ráðgjafarskyldu opinberra starfsmanna. Ráðherrann hafi fengið ráðgjöf í samræmi við lagaskyldu opinberra starfsmanna en þó ekki fylgt henni. „Það hvaða upplýsingar þingmenn höfðu um þennan þátt málsins þegar þeir fjölluðu um það fellur einnig utan starfsviðs umboðsmanns,“ segir í bréfi umboðsmanns.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30
Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00