Sögðu skilið við plaströr um helgina Guðný Hrönn skrifar 5. mars 2018 07:00 Geoffrey Þór Huntington-Williams hefur umsjón með rekstri Priksins, Húrra og Bravó. Margt fólk og fyrirtæki reyna nú að draga úr plastnotkun með ýmsum hætti til að sporna gegn plastmengun sem er stórt vandamál víða um heim. Sem dæmi um fyrirtæki sem tók nýverið skref í átt að minni plastnotkun má nefna Mjólkursamsöluna. „Nú tökum við aftur jákvætt skref í umhverfismálum og drögum úr plastnotkun með því að hætta að setja rör á G-mjólkina. Minna plast og enn auðveldara að skila til endurvinnslu,“ sagði í tilkynningu MS sem birtist seint í síðasta mánuð. Dæmi um önnur fyrirtæki sem vinna nú að því að minnka plast eru veitinga- og skemmtistaðirnir Prikið, Húrra og Bravó en um helgina var tilkynnt að á þeim stöðum væri hætt að bjóða viðskiptavinum upp á sogrör úr plasti. Áætlað er að áður hafi um 20.000 plaströr endað í ruslinu á mánuði á þessum stöðum. „Ef við tökum bara Prikið, þá eru það um 1.500-2.000 rör sem sparast á viku,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Priksins. „Og ef við tökum Bravó og Húrra með í dæmið líka, þá er þetta rosalegt magn sogröra á mánuði,“ segir Geoffrey sem hefur einnig yfirumsjón með rekstri Bravó og Húrra.Ógrynni einnota sogröra úr plasti fer í ruslið á degi hverjum. Vonandi munu slík plaströr heyra sögunni til í framtíðinni.Vísir/gettyGeoffrey segir starfsfólk Priksins stöðugt vera að leita leiða til þess að minnka sorp. „Við erum alltaf að reyna að taka skref í rétta átt og þetta er mjög eðlileg þróun,“ útskýrir hann. Hann segir fyrstu viðbrögð vera góð. „Viðbrögðin hafa verið vægast sagt góð, þetta er eitthvað sem fólk vill.“ Geoffrey bætir við að það fólk sem þarf á sogrörum að halda geti fengið papparör. „Auðvitað verða einhver rör í boði fyrir það fólk með vantar nauðsynlega rör, til dæmis ung börn og annað fólk sem á erfitt með að drekka úr glasi, þá bjóðum við upp á papparör í staðinn. Svo hefur fólk sagt okkur frá fjölnota málmrörum og við erum að skoða þetta allt saman. En við tökum allavega plastið út.“ Spurður út í hvort hann sjái fyrir sér að aðrar og svipaðar breytingar verði gerðar á þessum stöðum á næstu misserum segir hann: „Það er ekkert ákveðið en við höldum alltaf áfram því þetta eru kannski litlir hlutir og litlar ákvarðanir sem geta skilað miklu.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira
Margt fólk og fyrirtæki reyna nú að draga úr plastnotkun með ýmsum hætti til að sporna gegn plastmengun sem er stórt vandamál víða um heim. Sem dæmi um fyrirtæki sem tók nýverið skref í átt að minni plastnotkun má nefna Mjólkursamsöluna. „Nú tökum við aftur jákvætt skref í umhverfismálum og drögum úr plastnotkun með því að hætta að setja rör á G-mjólkina. Minna plast og enn auðveldara að skila til endurvinnslu,“ sagði í tilkynningu MS sem birtist seint í síðasta mánuð. Dæmi um önnur fyrirtæki sem vinna nú að því að minnka plast eru veitinga- og skemmtistaðirnir Prikið, Húrra og Bravó en um helgina var tilkynnt að á þeim stöðum væri hætt að bjóða viðskiptavinum upp á sogrör úr plasti. Áætlað er að áður hafi um 20.000 plaströr endað í ruslinu á mánuði á þessum stöðum. „Ef við tökum bara Prikið, þá eru það um 1.500-2.000 rör sem sparast á viku,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Priksins. „Og ef við tökum Bravó og Húrra með í dæmið líka, þá er þetta rosalegt magn sogröra á mánuði,“ segir Geoffrey sem hefur einnig yfirumsjón með rekstri Bravó og Húrra.Ógrynni einnota sogröra úr plasti fer í ruslið á degi hverjum. Vonandi munu slík plaströr heyra sögunni til í framtíðinni.Vísir/gettyGeoffrey segir starfsfólk Priksins stöðugt vera að leita leiða til þess að minnka sorp. „Við erum alltaf að reyna að taka skref í rétta átt og þetta er mjög eðlileg þróun,“ útskýrir hann. Hann segir fyrstu viðbrögð vera góð. „Viðbrögðin hafa verið vægast sagt góð, þetta er eitthvað sem fólk vill.“ Geoffrey bætir við að það fólk sem þarf á sogrörum að halda geti fengið papparör. „Auðvitað verða einhver rör í boði fyrir það fólk með vantar nauðsynlega rör, til dæmis ung börn og annað fólk sem á erfitt með að drekka úr glasi, þá bjóðum við upp á papparör í staðinn. Svo hefur fólk sagt okkur frá fjölnota málmrörum og við erum að skoða þetta allt saman. En við tökum allavega plastið út.“ Spurður út í hvort hann sjái fyrir sér að aðrar og svipaðar breytingar verði gerðar á þessum stöðum á næstu misserum segir hann: „Það er ekkert ákveðið en við höldum alltaf áfram því þetta eru kannski litlir hlutir og litlar ákvarðanir sem geta skilað miklu.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira