Allra augu beinast að Ryan Seacrest á Óskarnum vegna MeToo Birgir Olgeirsson skrifar 4. mars 2018 22:24 Ryan Seacrest á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Vísir/Getty Óskarsverðlaunin verða afhent vestanhafs í nótt en fjölmiðlar ytra hafa velt því upp hvernig vera fjölmiðlamannsins Ryan Seacrest mun leggjast í þá sem sækja hátíðina.Seacrest hefur verið sakaður um að hafa áreitt stílista sinn kynferðislega á árunum 2007 til 2013. Síðastliðinn mánudag fjallaði Variety um ásakanirnar á hendur honum en hann er sagður hafa káfað á henni, slegið hana svo fast á afturendann að hún fékk mar og neytt höfuð hennar í klof sitt á meðan hún batt skóreimar hans. Seacrest starfar fyrir sjónvarpsstöðina E! en þar var framkvæmd innanhúss rannsókn á þessum ásökunum. Niðurstaða hennar var sú að skortur væri á sönnunargögnum til að geta komist að niðurstöðu. Ákvað sjónvarpsstöðin að aðhafast ekki frekar í málinu og því má búast við því að Seacrest muni standa á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í kvöld og reyna að ná viðtölum við stjörnurnar.Stofnandi MeToo-byltingarinnar segir það slæma ákvörðun af E! að senda Seacrest á Óskarinn.Vísir/GettyÆtla að spyrja stjörnurnar út í Seacrest Á vef Page Six er rætt við framleiðanda hjá sjónvarpsþættinum Access sem verður með umfjöllun á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. Rob Silverstein segir í samtali við Page Six að þáttastjórnendurnir Scott Evans og Kit Hoover hafi verið búnir undir að spyrja stjörnurnar á rauða dreglinum út í MeToo-byltinguna og hvort þær muni ræða við Ryan Seacrest á rauða dreglinum. Page Six ræðir einnig við kynningarfulltrúa frá New York sem er með nokkrar stjörnur á sínum snærum. Sá segist vonast til að stjörnurnar sem hann vinnur fyrir eigi eftir að hafa vit á því að neita Seacrest um viðtal.Jennifer Lawrence var óviss Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence sagði við útvarpsmanninn Howard Stern í liðinni viku að hún væri ekki viss um hvort hún muni fara í viðtal hjá Seacrest.Á vef Deadline er greint frá því að E! hafi tekið þá ákvörðun að hafa 30 sekúndna seinkun til að geta brugðist við ef eitthvað óvænt kemur upp á varðandi útsendinguna með Seacrest. Talskona E! segir í samtali við Deadline að um hefðbundið vinnulag sé að ræða. Deadline bendir hins vegar á að flestar sjónvarpsstöðvar séu með um fimm sekúndna seinkun á sínum útsendingum. Tarana Burke, sem stofnaði til MeToo-byltingarinnar, segir í samtali við Variety að E! ætti að hætta við að senda Seacrest á Óskarinn MeToo Óskarinn Tengdar fréttir Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11 Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00 „Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent vestanhafs í nótt en fjölmiðlar ytra hafa velt því upp hvernig vera fjölmiðlamannsins Ryan Seacrest mun leggjast í þá sem sækja hátíðina.Seacrest hefur verið sakaður um að hafa áreitt stílista sinn kynferðislega á árunum 2007 til 2013. Síðastliðinn mánudag fjallaði Variety um ásakanirnar á hendur honum en hann er sagður hafa káfað á henni, slegið hana svo fast á afturendann að hún fékk mar og neytt höfuð hennar í klof sitt á meðan hún batt skóreimar hans. Seacrest starfar fyrir sjónvarpsstöðina E! en þar var framkvæmd innanhúss rannsókn á þessum ásökunum. Niðurstaða hennar var sú að skortur væri á sönnunargögnum til að geta komist að niðurstöðu. Ákvað sjónvarpsstöðin að aðhafast ekki frekar í málinu og því má búast við því að Seacrest muni standa á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í kvöld og reyna að ná viðtölum við stjörnurnar.Stofnandi MeToo-byltingarinnar segir það slæma ákvörðun af E! að senda Seacrest á Óskarinn.Vísir/GettyÆtla að spyrja stjörnurnar út í Seacrest Á vef Page Six er rætt við framleiðanda hjá sjónvarpsþættinum Access sem verður með umfjöllun á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. Rob Silverstein segir í samtali við Page Six að þáttastjórnendurnir Scott Evans og Kit Hoover hafi verið búnir undir að spyrja stjörnurnar á rauða dreglinum út í MeToo-byltinguna og hvort þær muni ræða við Ryan Seacrest á rauða dreglinum. Page Six ræðir einnig við kynningarfulltrúa frá New York sem er með nokkrar stjörnur á sínum snærum. Sá segist vonast til að stjörnurnar sem hann vinnur fyrir eigi eftir að hafa vit á því að neita Seacrest um viðtal.Jennifer Lawrence var óviss Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence sagði við útvarpsmanninn Howard Stern í liðinni viku að hún væri ekki viss um hvort hún muni fara í viðtal hjá Seacrest.Á vef Deadline er greint frá því að E! hafi tekið þá ákvörðun að hafa 30 sekúndna seinkun til að geta brugðist við ef eitthvað óvænt kemur upp á varðandi útsendinguna með Seacrest. Talskona E! segir í samtali við Deadline að um hefðbundið vinnulag sé að ræða. Deadline bendir hins vegar á að flestar sjónvarpsstöðvar séu með um fimm sekúndna seinkun á sínum útsendingum. Tarana Burke, sem stofnaði til MeToo-byltingarinnar, segir í samtali við Variety að E! ætti að hætta við að senda Seacrest á Óskarinn
MeToo Óskarinn Tengdar fréttir Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11 Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00 „Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11
Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00
„Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34