Leika sónötur í rómantískum stíl og líka falleg sönglög Liszts Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2018 11:00 Edda og Bryndís Halla tóku smá hlé frá spilamennskunni. Vísir/anton Sónötur og ljóðræn smálög munu hljóma í Kaldalóni, Hörpu á morgun, sunnudag. Á tónleikum sem hefjast klukkan 17 flytja þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir verk fyrir selló og píanó eftir Liszt, Bridge og Brahms. Þegar ég hringi í Eddu segir hún þær akkúrat í þögn í miðri æfingu á einni af sónötu Bridge! Spurð hvort þær kunni þetta ekki allt svarar hún glaðlega: „Það er aldrei góðs viti að þykjast of öruggur en við erum búnar að vinna mjög vel síðan ég kom heim og vorum búnar að taka skorpu fyrr í vetur. Við erum samtaka í að vilja vinna svona verkefni á löngum tíma. Edda segir tónlistina sem þær eru að æfa ótrúlega fallega. „Sónatan eftir Frank Bridge er samin 1919 í mjög rómantískum stíl og undir áhrifum frá Brahms og Rachmaninoff. Svo eru sönglög sem Liszt útsetti sjálfur fyrir píanó og selló. Þau eru ekkert oft flutt en hann skrifaði mörg falleg sönglög.“ En það er enginn að syngja með ykkur, eða hvað? „Nei, það er sellóið sem syngur og ég reyni að vera auðmjúkur meðleikari,“ segir Edda. „Svo er Brahms-sónata eftir hlé. Hún fær að standa alveg sér og ein.“ Edda hefur búið yfir 40 ár í París. Kennt við tónlistarháskólana í Lyon og Versölum og spilað mikið í Frakklandi og víðar í Evrópu. En nú kveðst hún tekin að flakka milli Íslands og meginlandsins. „Þegar ég fór á eftirlaun úti kom upp í hendur mínar spennandi starf sem gestakennari við Listaháskólann hér og svo fleiri verkefni í framhaldinu. Nú er ég að kenna masterklassnemendum í Tónlistarskóla Kópavogs og Nýja tónlistarskólanum, vinna með ungum söngvurum og við Bryndís Halla ætlum að halda þrenna tónleika úti á landi. Nú er vor hér en snjór og kuldi í París og maðurinn minn á leiðinni hingað.“ Tónleikarnir í Kaldalóni tilheyra tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar í Hörpu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Sónötur og ljóðræn smálög munu hljóma í Kaldalóni, Hörpu á morgun, sunnudag. Á tónleikum sem hefjast klukkan 17 flytja þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir verk fyrir selló og píanó eftir Liszt, Bridge og Brahms. Þegar ég hringi í Eddu segir hún þær akkúrat í þögn í miðri æfingu á einni af sónötu Bridge! Spurð hvort þær kunni þetta ekki allt svarar hún glaðlega: „Það er aldrei góðs viti að þykjast of öruggur en við erum búnar að vinna mjög vel síðan ég kom heim og vorum búnar að taka skorpu fyrr í vetur. Við erum samtaka í að vilja vinna svona verkefni á löngum tíma. Edda segir tónlistina sem þær eru að æfa ótrúlega fallega. „Sónatan eftir Frank Bridge er samin 1919 í mjög rómantískum stíl og undir áhrifum frá Brahms og Rachmaninoff. Svo eru sönglög sem Liszt útsetti sjálfur fyrir píanó og selló. Þau eru ekkert oft flutt en hann skrifaði mörg falleg sönglög.“ En það er enginn að syngja með ykkur, eða hvað? „Nei, það er sellóið sem syngur og ég reyni að vera auðmjúkur meðleikari,“ segir Edda. „Svo er Brahms-sónata eftir hlé. Hún fær að standa alveg sér og ein.“ Edda hefur búið yfir 40 ár í París. Kennt við tónlistarháskólana í Lyon og Versölum og spilað mikið í Frakklandi og víðar í Evrópu. En nú kveðst hún tekin að flakka milli Íslands og meginlandsins. „Þegar ég fór á eftirlaun úti kom upp í hendur mínar spennandi starf sem gestakennari við Listaháskólann hér og svo fleiri verkefni í framhaldinu. Nú er ég að kenna masterklassnemendum í Tónlistarskóla Kópavogs og Nýja tónlistarskólanum, vinna með ungum söngvurum og við Bryndís Halla ætlum að halda þrenna tónleika úti á landi. Nú er vor hér en snjór og kuldi í París og maðurinn minn á leiðinni hingað.“ Tónleikarnir í Kaldalóni tilheyra tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar í Hörpu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira