Aðeins ein kona á sæti í fimm manna stjórn Bændasamtakanna Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála. VÍSIR/PJETUR Í fimm manna stjórn Bændasamtaka Íslands er aðeins ein kona, Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Hinir stjórnarmennirnir eru allir karlar. Jafnréttisstýra segir þetta ekki vera í takt við nútímann. Bændasamtökin eru helstu hagsmunasamtök bænda en stétt bænda fær fé árlega frá hinu opinbera, rúmlega fjórtán milljörðum krónum á ári er varið til íslenskra bænda af ríkisfé árlega. Búvörusamningar, sem undirritaðir voru árið 2016, gilda til ársins 2026. Samkvæmt 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Hins vegar er ekkert sem segir að frjáls félagasamtök þurfi að undirgangast þessi lög þótt ríkulega sé veitt af opinberu fé til málaflokksins á ári hverju. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála og fyrrverandi bóndi, segir mikilvægt að jafnrétti kynjanna sé viðhaft á öllum stigum þjóðfélagsins. „Það skiptir miklu máli að bæði kynin komi að ákvarðanatöku og jöfn staða kynjanna skiptir máli. Bændasamtökin, eins og aðrir, ættu auðvitað að gaumgæfa það,“ segir Ásmundur Einar. Katrín Björg Ríkharðsdóttir jafnréttisstýra segir hægt að gera kröfur til félagasamtaka sem fá fjárframlög frá hinu opinbera um að jafna stöðu kynjanna. „Það er í raun ekkert í lögum sem skyldar félagasamtök til að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórnum. Stjórnvöld geta hins vegar ákveðið að skilyrða fjárveitingar sínar til félagasamtaka og við þekkjum dæmi um að sveitarfélög geri til dæmis kröfur til íþróttafélaga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum enda er það ekki óeðlileg krafa í nútímasamfélagi,“ segir Katrín Björg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Í fimm manna stjórn Bændasamtaka Íslands er aðeins ein kona, Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Hinir stjórnarmennirnir eru allir karlar. Jafnréttisstýra segir þetta ekki vera í takt við nútímann. Bændasamtökin eru helstu hagsmunasamtök bænda en stétt bænda fær fé árlega frá hinu opinbera, rúmlega fjórtán milljörðum krónum á ári er varið til íslenskra bænda af ríkisfé árlega. Búvörusamningar, sem undirritaðir voru árið 2016, gilda til ársins 2026. Samkvæmt 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast. Hins vegar er ekkert sem segir að frjáls félagasamtök þurfi að undirgangast þessi lög þótt ríkulega sé veitt af opinberu fé til málaflokksins á ári hverju. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra jafnréttismála og fyrrverandi bóndi, segir mikilvægt að jafnrétti kynjanna sé viðhaft á öllum stigum þjóðfélagsins. „Það skiptir miklu máli að bæði kynin komi að ákvarðanatöku og jöfn staða kynjanna skiptir máli. Bændasamtökin, eins og aðrir, ættu auðvitað að gaumgæfa það,“ segir Ásmundur Einar. Katrín Björg Ríkharðsdóttir jafnréttisstýra segir hægt að gera kröfur til félagasamtaka sem fá fjárframlög frá hinu opinbera um að jafna stöðu kynjanna. „Það er í raun ekkert í lögum sem skyldar félagasamtök til að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórnum. Stjórnvöld geta hins vegar ákveðið að skilyrða fjárveitingar sínar til félagasamtaka og við þekkjum dæmi um að sveitarfélög geri til dæmis kröfur til íþróttafélaga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum enda er það ekki óeðlileg krafa í nútímasamfélagi,“ segir Katrín Björg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira