Heimsfrægir plötusnúðar sem söfnuðu fyrir Íslandsdvöl þeyta skífum í kvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 14. mars 2018 09:56 The Upbeats spila í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Nýsjálenska plötusnúðatvíeykið The Upbeats, sem er heimsfrægt fyrir verk sín í Drum & Bass-senunni, kemur fram á skemmtistaðnum Paloma í kvöld á stjörnum prýddu fjórtánda klúbbakvöldi íslenska Drum & Bass-hópsins Hausa. The Upbeats langaði mikið að koma til Íslands og ekki bara til að þeyta skífum eitt kvöld heldur söfnuðu þeir fyrir Íslandsdvöl á Kickstarter undir verkefninu No Sleep 'Til. Markmið verkefnisins var að safna fyrir ferð til framandi landa þar sem tónlistarmenn hittast, sækja sér innblástur frá hverjum stað, semja tónlist og gera heimildarmynd um allt ferlið.Hausar halda glæsilegt klúbbakvöld á Paloma í kvöld.Margverðlaunaðir tónlistarmenn Þeir félagarnir vonuðust til að safna 7.000 pundum en fóru vel yfir það takmark og fengu frá aðdáendum sínum tæp 9.000 pund til að láta þennan draum sinn rætast. Þeir hófu ferðina í Japan, en Ísland er seinni áfangastaður verkefnisins. Leitað var til Hausa til að setja saman viðburð þar sem þeir hafa verið leiðandi á sviði drum & bass viðburða í Reykjavík undanfarin ár. The Upbeats eru margverðlaunaðir tónlistarmenn og áttu meðal annars besta lag ársins 2016 að mati Drum & Bass Arena Awards, sem má heyra hér fyrir neðan. Þeir hafa unnið mikið með Íslandsvinunum í Noisia og spilað á öllum helstu tónlistarhátíðum, allt frá Glastonbury í Bretlandi til EDC í Las Vegas.Auk The Upbeats spila í kvöld Culture Shock sem er þekktur fyrir kraftmikið drum & bass, og Emperor sem hefur rúllað út hverri neglunni á fætur annarri undanfarin misseri. Ásamt erlendu gestunum koma fram fastasnúðar Hausa þeir Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Selt verður á viðburðinn við hurðina og kostar 1000 kr inn, glaðningur fylgir með fyrir fyrstu 100 gestina. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Nýsjálenska plötusnúðatvíeykið The Upbeats, sem er heimsfrægt fyrir verk sín í Drum & Bass-senunni, kemur fram á skemmtistaðnum Paloma í kvöld á stjörnum prýddu fjórtánda klúbbakvöldi íslenska Drum & Bass-hópsins Hausa. The Upbeats langaði mikið að koma til Íslands og ekki bara til að þeyta skífum eitt kvöld heldur söfnuðu þeir fyrir Íslandsdvöl á Kickstarter undir verkefninu No Sleep 'Til. Markmið verkefnisins var að safna fyrir ferð til framandi landa þar sem tónlistarmenn hittast, sækja sér innblástur frá hverjum stað, semja tónlist og gera heimildarmynd um allt ferlið.Hausar halda glæsilegt klúbbakvöld á Paloma í kvöld.Margverðlaunaðir tónlistarmenn Þeir félagarnir vonuðust til að safna 7.000 pundum en fóru vel yfir það takmark og fengu frá aðdáendum sínum tæp 9.000 pund til að láta þennan draum sinn rætast. Þeir hófu ferðina í Japan, en Ísland er seinni áfangastaður verkefnisins. Leitað var til Hausa til að setja saman viðburð þar sem þeir hafa verið leiðandi á sviði drum & bass viðburða í Reykjavík undanfarin ár. The Upbeats eru margverðlaunaðir tónlistarmenn og áttu meðal annars besta lag ársins 2016 að mati Drum & Bass Arena Awards, sem má heyra hér fyrir neðan. Þeir hafa unnið mikið með Íslandsvinunum í Noisia og spilað á öllum helstu tónlistarhátíðum, allt frá Glastonbury í Bretlandi til EDC í Las Vegas.Auk The Upbeats spila í kvöld Culture Shock sem er þekktur fyrir kraftmikið drum & bass, og Emperor sem hefur rúllað út hverri neglunni á fætur annarri undanfarin misseri. Ásamt erlendu gestunum koma fram fastasnúðar Hausa þeir Bjarni Ben, Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Selt verður á viðburðinn við hurðina og kostar 1000 kr inn, glaðningur fylgir með fyrir fyrstu 100 gestina.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira