Segir Garðabæ láta hús grotna viljandi niður Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Hraunhólar 4 og 4a. Á meðan Hilde Hundstuen hefur haldið sinni eign við hefur samliggjandi eign í eigu Garðabæjar drabbast niður Vísir/Eyþór „Það er skömm hvernig húsinu þeirra er viðhaldið,“ segir Hilde Hundstuen, íbúi að Hraunhólum 4a í Garðabæ. Hún er afar ósátt við að samliggjandi hús, Hraunhólar 4 sem er í eigu bæjarins, sé í niðurníðslu og rýri þannig verð- gildi hennar eignar. Hún veltir fyrir sér hvort það sé tilgangur bæjarins sem þarf að kaupa húsið af henni ef ráðist verður í ráðgerðar vegaframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um nokkrar fasteignir í eigu Garðabæjar sem íþróttafélagið Stjarnan hefur leigulaus afnot af samkvæmt því sem bæjaryfirvöld kalla „sérstakri ákvörðun“. Hraunhólar 4 er ein þessara fasteigna. Garðabær keypti húsið upphaflega í heild sinni árið 2000 að kröfu fyrrverandi eiganda vegna nálægð- ar við væntanlegan Álftanesveg. Garðabær seldi síðar hluta hússins aftur en Hilde eignaðist Hraunhóla 4a árið 2014. Hún hefur haldið eigninni vel við síðan. Hún segir að ekki sé hægt að segja það sama um húshluta bæjarins.„Það blæs í gegn og að mínu mati er þetta vart íbúðarhæft. Ekkert viðhald er á húsinu né hefur verið frá því ég flutti inn. Til að halda hita inni er allt hitakerfi keyrt í botn og það lekur heitt vatn úr húsinu út í garðinn hjá mér og þar beint á stóra fallega tréð mitt. Húsið er illa farið að utan og garðurinn í bullandi niðurníðslu. Húsið hefur ekki verið málað í mörg ár.“ Hún segir viðhaldsleysið skyggja verulega á hennar eign og veltir fyrir sér hvort það sé með ráðum gert. „Líklega nennir enginn að halda þessu við því að stofnvegur á hugsanlega að koma þarna um og skemma fallega Garðahraunið okkar í framtíðinni. En það veit enginn hvenær það verður. Það er mjög erfitt að lifa í óvissu með það. Ég hef sent margar fyrirspurnir en þeir eru hættir að svara mér. En kannski er það hugmyndin, að láta hitt húsið grotna niður, rýra verðgildi minnar eignar svo þeir fái hana ódýrara þegar þeir verða að kaupa mig út.“ Hilde kveðst hafa kvartað ítrekað en að bærinn og Stjarnan bendi hvort á annað. Hraunhólar 4 er skilgreint sem víkjandi húsnæði en líkt og Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði í Fréttablaðinu á dögunum hefur bærinn ekki viljað fara í viðgerðir á þeim eignum til að leigja út. Bærinn hafi hins vegar bent Stjörnunni á þessar eignir, félagið lappað upp á þær og haft leigulaus afnot af. Nokkuð sem bærinn lítur á sem styrki. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Það er skömm hvernig húsinu þeirra er viðhaldið,“ segir Hilde Hundstuen, íbúi að Hraunhólum 4a í Garðabæ. Hún er afar ósátt við að samliggjandi hús, Hraunhólar 4 sem er í eigu bæjarins, sé í niðurníðslu og rýri þannig verð- gildi hennar eignar. Hún veltir fyrir sér hvort það sé tilgangur bæjarins sem þarf að kaupa húsið af henni ef ráðist verður í ráðgerðar vegaframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um nokkrar fasteignir í eigu Garðabæjar sem íþróttafélagið Stjarnan hefur leigulaus afnot af samkvæmt því sem bæjaryfirvöld kalla „sérstakri ákvörðun“. Hraunhólar 4 er ein þessara fasteigna. Garðabær keypti húsið upphaflega í heild sinni árið 2000 að kröfu fyrrverandi eiganda vegna nálægð- ar við væntanlegan Álftanesveg. Garðabær seldi síðar hluta hússins aftur en Hilde eignaðist Hraunhóla 4a árið 2014. Hún hefur haldið eigninni vel við síðan. Hún segir að ekki sé hægt að segja það sama um húshluta bæjarins.„Það blæs í gegn og að mínu mati er þetta vart íbúðarhæft. Ekkert viðhald er á húsinu né hefur verið frá því ég flutti inn. Til að halda hita inni er allt hitakerfi keyrt í botn og það lekur heitt vatn úr húsinu út í garðinn hjá mér og þar beint á stóra fallega tréð mitt. Húsið er illa farið að utan og garðurinn í bullandi niðurníðslu. Húsið hefur ekki verið málað í mörg ár.“ Hún segir viðhaldsleysið skyggja verulega á hennar eign og veltir fyrir sér hvort það sé með ráðum gert. „Líklega nennir enginn að halda þessu við því að stofnvegur á hugsanlega að koma þarna um og skemma fallega Garðahraunið okkar í framtíðinni. En það veit enginn hvenær það verður. Það er mjög erfitt að lifa í óvissu með það. Ég hef sent margar fyrirspurnir en þeir eru hættir að svara mér. En kannski er það hugmyndin, að láta hitt húsið grotna niður, rýra verðgildi minnar eignar svo þeir fái hana ódýrara þegar þeir verða að kaupa mig út.“ Hilde kveðst hafa kvartað ítrekað en að bærinn og Stjarnan bendi hvort á annað. Hraunhólar 4 er skilgreint sem víkjandi húsnæði en líkt og Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði í Fréttablaðinu á dögunum hefur bærinn ekki viljað fara í viðgerðir á þeim eignum til að leigja út. Bærinn hafi hins vegar bent Stjörnunni á þessar eignir, félagið lappað upp á þær og haft leigulaus afnot af. Nokkuð sem bærinn lítur á sem styrki.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00