Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2018 13:30 Eyþór Arnalds skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. vísir/anton brink Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor, segir að taka þurfi á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. Hann telur að takmarka eigi notkun nagladekkja í borginni en segir að í staðinn fyrir að leggja gjald á dekkin mætti umbuna þeim sem nota þau ekki, til dæmis í gegnum stöðumælakerfið. Aðspurður hvort hann telji það ekki raunhæfa leið að takmarka umferð kveðst Eyþór fyrst vilja grípa til raunhæfari leiða, eins og hann orðar það, áður en gripið er til þess að takmarka umferð þegar mengun er mikil. „Til að koma í veg fyrir svona mikið svifryk þá þarf að passa það að göturnar séu í lagi, að malbikið sé ekki að brotna svona mikið niður. Það þarf að gæta þess að rétt efni sé sett á götur og gangstéttir svo það valdi ekki meira svifryki. Svo þarf að þrífa göturnar en þrif hafa verið í lamasessi. Það er ekki nægjanlegt að biðja fólk um að vera innandyra, við gerum meiri kröfur til hreinleika borgarinnar,“ segir Eyþór í samtali við Vísi og bætir við að það þurfi að fara í átak bæði til að minnka myndun svifryks og fara í átak í hreinsun svifryks til að leysa vandamálið.Talsmaður þess að umferðarhraði sé jafnari Það sem af er ári hefur svifrykið í Reykjavík farið í sex daga yfir sólarhringsheilsumörk en allt árið í fyrra voru það 17 dagar sem mengunin fór yfir mörkin. Heilbrigiðiseftirlit Reykjavíkur hefur bent á hægt væri að takmarka umferð og notkun nagladekkja auk þess að takmarka umferðarhraða til að ná megi sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið. Sjá einnig:Þeir viðkvæmustu séu ekki fangar svifryksins Spurður út í hvað honum finnist um síðasta möguleikann segist Eyþór vera talsmaður þess að umferðarhraði verði jafnari. „Þess vegna höfum við talað um það að það eigi að fækka ljósastýrðum gatnamótum sem valda því að við keyrum annars vegar mjög hratt og hins vegar stoppum alveg. Jafnari umferðarhraði fer bæði betur með göturnar og veldur færri slysum.“ Eyþór bætir því síðan við að hann vilji sjá Heilbrigðiseftirlitið beina því til borgarinnar að það verði farið í átak að hreinsa göturnar. „Ég veit að það eru til bílar í borginni sem geta þrifið mjög vel en þeir eru mjög lítið notaðir. Þetta er ekki kostnaðarsamt,“ segir Eyþór.„Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar“ Í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag um svifryksmengunina tiltekur Eyþór meðal annars að í Reykjavík gætu Sorpa og Strætó unnið betur saman með því að nýta metangas sem ekki er verið að nota hjá Sorpu og knýja strætisvagnana með því. Hann ítrekar þessa hugmynd í samtali við Vísi og bendir á að dísilbílum hafi fjölgað undanfarin ár. „Við sem þjóð eigum að fara í að nota meira aðra valkosti heldur en dísil, þar með talið á strætó.“En telur hann ekki raunhæft að takmarka umferð þegar ástandið varðandi svifryksmengun er með þeim hætti sem verið hefur? „Ég held að við þurfum fyrst að grípa til raunhæfari leiða. Það er þá að þrífa og minnka upptökin. Langtímamarkmiðið er síðan að minnka dísil. En við getum ekki bannað fólki sem nauðsynlega þarf að komast á milli staða að loka það inni. Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar.“Í hádegisfréttum Bylgjunnar var rætt við Harald Briem, settan sóttvarnalækni, um þau áhrif sem svifryksmengun getur haft á heilsu fólks. Hlusta má á fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. Samgöngur Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor, segir að taka þurfi á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. Hann telur að takmarka eigi notkun nagladekkja í borginni en segir að í staðinn fyrir að leggja gjald á dekkin mætti umbuna þeim sem nota þau ekki, til dæmis í gegnum stöðumælakerfið. Aðspurður hvort hann telji það ekki raunhæfa leið að takmarka umferð kveðst Eyþór fyrst vilja grípa til raunhæfari leiða, eins og hann orðar það, áður en gripið er til þess að takmarka umferð þegar mengun er mikil. „Til að koma í veg fyrir svona mikið svifryk þá þarf að passa það að göturnar séu í lagi, að malbikið sé ekki að brotna svona mikið niður. Það þarf að gæta þess að rétt efni sé sett á götur og gangstéttir svo það valdi ekki meira svifryki. Svo þarf að þrífa göturnar en þrif hafa verið í lamasessi. Það er ekki nægjanlegt að biðja fólk um að vera innandyra, við gerum meiri kröfur til hreinleika borgarinnar,“ segir Eyþór í samtali við Vísi og bætir við að það þurfi að fara í átak bæði til að minnka myndun svifryks og fara í átak í hreinsun svifryks til að leysa vandamálið.Talsmaður þess að umferðarhraði sé jafnari Það sem af er ári hefur svifrykið í Reykjavík farið í sex daga yfir sólarhringsheilsumörk en allt árið í fyrra voru það 17 dagar sem mengunin fór yfir mörkin. Heilbrigiðiseftirlit Reykjavíkur hefur bent á hægt væri að takmarka umferð og notkun nagladekkja auk þess að takmarka umferðarhraða til að ná megi sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið. Sjá einnig:Þeir viðkvæmustu séu ekki fangar svifryksins Spurður út í hvað honum finnist um síðasta möguleikann segist Eyþór vera talsmaður þess að umferðarhraði verði jafnari. „Þess vegna höfum við talað um það að það eigi að fækka ljósastýrðum gatnamótum sem valda því að við keyrum annars vegar mjög hratt og hins vegar stoppum alveg. Jafnari umferðarhraði fer bæði betur með göturnar og veldur færri slysum.“ Eyþór bætir því síðan við að hann vilji sjá Heilbrigðiseftirlitið beina því til borgarinnar að það verði farið í átak að hreinsa göturnar. „Ég veit að það eru til bílar í borginni sem geta þrifið mjög vel en þeir eru mjög lítið notaðir. Þetta er ekki kostnaðarsamt,“ segir Eyþór.„Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar“ Í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag um svifryksmengunina tiltekur Eyþór meðal annars að í Reykjavík gætu Sorpa og Strætó unnið betur saman með því að nýta metangas sem ekki er verið að nota hjá Sorpu og knýja strætisvagnana með því. Hann ítrekar þessa hugmynd í samtali við Vísi og bendir á að dísilbílum hafi fjölgað undanfarin ár. „Við sem þjóð eigum að fara í að nota meira aðra valkosti heldur en dísil, þar með talið á strætó.“En telur hann ekki raunhæft að takmarka umferð þegar ástandið varðandi svifryksmengun er með þeim hætti sem verið hefur? „Ég held að við þurfum fyrst að grípa til raunhæfari leiða. Það er þá að þrífa og minnka upptökin. Langtímamarkmiðið er síðan að minnka dísil. En við getum ekki bannað fólki sem nauðsynlega þarf að komast á milli staða að loka það inni. Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar.“Í hádegisfréttum Bylgjunnar var rætt við Harald Briem, settan sóttvarnalækni, um þau áhrif sem svifryksmengun getur haft á heilsu fólks. Hlusta má á fréttina í spilaranum hér fyrir neðan.
Samgöngur Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39